Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?

Jón Már Halldórsson

Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið.

Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjanmar, Víetnam og víða í suðurhluta Kína, allt norður til Peking. Áður fyrr voru heimkynni risapöndunnar ekki bundin við fjalllendi en í dag finnst hún hins vegar aðeins á mjög afmörkuðum svæðum á sex aðskildum fjallhryggjum í kínversku héruðunum Sichuan, Gansu og Shaanxi.

Útbreiðslusvæði risapöndunnar hefur minnkað mjög mikið. Ljósgræna skyggða svæðið sýnir söguleg heimkynni en litlu lituðu svæðin sýna núverandi heimkynni.

Eins og gjarnan þegar breytingar verða á heimkynnum lífvera er líklegt að samspil margra þátta hafi valdið því að útbreiðsla risapöndunnar hefur dregist eins mikið saman og raun ber vitni. Talið er líklegt að vegna loftslagsbreytinga og hlýnunar andrúmsloftsins undir lok síðasta jökulskeiðs hafi pandan leitað í svalara loftslag hærra í fjöllum, mögulega vegna breytinga á framboði bambus-plöntunnar, sem er nánast eina fæða hennar. Seinna hefur eyðing bambusskóga í kjölfar fólksfjölgunar og þörf á auknu landi til landbúnaðar enn frekar ýtt pöndunni af láglendi upp til fjalla. Veiðar fyrr á öldum hafa líka sjálfsagt ýtt undir að pandan er horfin frá mörgum svæðum. Saman hafa þessir og mögulega fleiri þættir orðið til þess að útbreiðslusvæði pöndunnar er í dag aðeins bundið við Kína og nær einungis yfir mjög lítið brot af fornum heimkynnum hennar.

Lengi vel voru pöndur flokkaðar sem tegund í hættu (e. endangered) en mjög öflugar verndaraðgerðir kínverskra stjórnvalda í áratugi hafa leitt til þess að nú er tegundin aðeins talin í nokkurri hættu (e. vulnerable). Talið er að yfir 1.800 pöndur lifi villtar í náttúrunni auk þess sem einhver hundruð einstaklinga lifa undir verndarvæng manna.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

6.5.2024

Spyrjandi

Jón Þorsteinsson

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?“ Vísindavefurinn, 6. maí 2024, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=86138.

Jón Már Halldórsson. (2024, 6. maí). Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=86138

Jón Már Halldórsson. „Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?“ Vísindavefurinn. 6. maí. 2024. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=86138>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvers vegna lifa pöndur bara í Kína en ekki í nágrannaríkjunum?
Nú á tímum eru einu náttúrulega heimkynni risapöndunnar (Ailuropoda melanoleuca) bundin við mjög takmarkað svæði í miðhluta í Kína. Svo hefur þó ekki alltaf verið.

Fundist hafa leifar risapöndu frá pleistósen-tímabilinu (sem stóð yfir frá því um það bil 2,6 milljón árum til loka síðustu ísaldar), í norður Mjanmar, Víetnam og víða í suðurhluta Kína, allt norður til Peking. Áður fyrr voru heimkynni risapöndunnar ekki bundin við fjalllendi en í dag finnst hún hins vegar aðeins á mjög afmörkuðum svæðum á sex aðskildum fjallhryggjum í kínversku héruðunum Sichuan, Gansu og Shaanxi.

Útbreiðslusvæði risapöndunnar hefur minnkað mjög mikið. Ljósgræna skyggða svæðið sýnir söguleg heimkynni en litlu lituðu svæðin sýna núverandi heimkynni.

Eins og gjarnan þegar breytingar verða á heimkynnum lífvera er líklegt að samspil margra þátta hafi valdið því að útbreiðsla risapöndunnar hefur dregist eins mikið saman og raun ber vitni. Talið er líklegt að vegna loftslagsbreytinga og hlýnunar andrúmsloftsins undir lok síðasta jökulskeiðs hafi pandan leitað í svalara loftslag hærra í fjöllum, mögulega vegna breytinga á framboði bambus-plöntunnar, sem er nánast eina fæða hennar. Seinna hefur eyðing bambusskóga í kjölfar fólksfjölgunar og þörf á auknu landi til landbúnaðar enn frekar ýtt pöndunni af láglendi upp til fjalla. Veiðar fyrr á öldum hafa líka sjálfsagt ýtt undir að pandan er horfin frá mörgum svæðum. Saman hafa þessir og mögulega fleiri þættir orðið til þess að útbreiðslusvæði pöndunnar er í dag aðeins bundið við Kína og nær einungis yfir mjög lítið brot af fornum heimkynnum hennar.

Lengi vel voru pöndur flokkaðar sem tegund í hættu (e. endangered) en mjög öflugar verndaraðgerðir kínverskra stjórnvalda í áratugi hafa leitt til þess að nú er tegundin aðeins talin í nokkurri hættu (e. vulnerable). Talið er að yfir 1.800 pöndur lifi villtar í náttúrunni auk þess sem einhver hundruð einstaklinga lifa undir verndarvæng manna.

Heimildir og myndir:

...