Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?

Jón Már Halldórsson

Það hefur aðeins ein tegund tígrisdýra komið fram í þróunarsögunni, tegund sem á fræðimáli kallast Panthera tigris og við köllum einfaldlega tígrisdýr. Tegundinni hefur hins vegar verið skipt í deilitegundir eða undirtegundir en það er stundum gert þegar mikill breytileiki er í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund eins og lesa má í svari við spurningunni Hvað eru deilitegundir?

Það er aðeins til ein tegund tígrísdýra, Panthera tigris, en henni hefur verið skipt í deilitegundir.

Samkvæmt núverandi þekkingu og mati vísindamanna hafa komið fram tíu deilitegundir tígrisdýra. Af þeim eru sex núlifandi og má lesa um þær í svörum við spurningunum Hvar lifa tígrisdýr og hvernig fer æxlun þeirra fram? og Hver er helsti útlitsmunur á núlifandi deilitegundum tígrisdýra?

Ein þeirra deilitegunda sem er útdauð er trinil-tígurinn (Panthera tigris trinilensis), en hann hvarf af yfirborði jarðar fyrir um fimmtíu þúsund árum síðan.

Hinar þrjár útdauðu deilitegundirnar dóu út á 20. öldinni. Af þeim voru tvær hluti af dýralífi Indónesíu. Það eru smávöxnustu undirtegundir tígrisdýrsins, java-tígurinn (Panthera tigris sondaica) sem að öllum líkindum hvarf endanlega um miðjan áttunda áratuginn og balí-tígurinn (Panthera tigris balica) sem líklega var útdauður fyrir 1940.

Javatígur (Panthera tigris sondaica) í Ujung Kulo-þjóðgarðinum á Jövu. Myndin var tekin árið 1938.

Þriðja undirtegundin sem dó út á 20. öldinni er kaspía- eða turantígrisdýrið (Panthera tigris virgata) sem lifði á svæðunum í Kákasus, Tyrklandi, Írak, Íran og austur til Kína. Gerðar voru tilraunir til þess að bjarga þessari deilitegund en turantígrar voru alfriðaðir í Sovétríkjunum árið 1947 og 1957 í Íran en allt kom fyrir ekki. Villt dýr hefur ekki sést síðan á áttunda áratug síðustu aldar og engir einstaklingar þessarar deilitegundar lifa í dýragörðum.

Til viðbótar við þessar útdauðu undirtegundir er rétt að geta þess að suður-kínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis) er að öllum líkindum útdautt í náttúrunni en til eru nokkrir einstaklingar í dýragörðum. Kínversk stjórnvöld hafa langtíma áætlanir um að rækta upp og koma á fót nýjum stofni á áður þekktu útbreiðslusvæði tígursins í Jiangxi- og Zhejiang-fylkjum í suðurhluta landsins. Þetta eru metnaðarfullar áætlanir en alls óvíst að þær beri árangur.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

4.11.2014

Spyrjandi

Sigríður Lára Jónasdóttir, f. 2000

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?“ Vísindavefurinn, 4. nóvember 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68180.

Jón Már Halldórsson. (2014, 4. nóvember). Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68180

Jón Már Halldórsson. „Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?“ Vísindavefurinn. 4. nóv. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68180>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hversu margar tegundir af tígrisdýrum hafa verið til og hverjar eru útdauðar?
Það hefur aðeins ein tegund tígrisdýra komið fram í þróunarsögunni, tegund sem á fræðimáli kallast Panthera tigris og við köllum einfaldlega tígrisdýr. Tegundinni hefur hins vegar verið skipt í deilitegundir eða undirtegundir en það er stundum gert þegar mikill breytileiki er í útliti dýra sem tilheyra sömu tegund eins og lesa má í svari við spurningunni Hvað eru deilitegundir?

Það er aðeins til ein tegund tígrísdýra, Panthera tigris, en henni hefur verið skipt í deilitegundir.

Samkvæmt núverandi þekkingu og mati vísindamanna hafa komið fram tíu deilitegundir tígrisdýra. Af þeim eru sex núlifandi og má lesa um þær í svörum við spurningunum Hvar lifa tígrisdýr og hvernig fer æxlun þeirra fram? og Hver er helsti útlitsmunur á núlifandi deilitegundum tígrisdýra?

Ein þeirra deilitegunda sem er útdauð er trinil-tígurinn (Panthera tigris trinilensis), en hann hvarf af yfirborði jarðar fyrir um fimmtíu þúsund árum síðan.

Hinar þrjár útdauðu deilitegundirnar dóu út á 20. öldinni. Af þeim voru tvær hluti af dýralífi Indónesíu. Það eru smávöxnustu undirtegundir tígrisdýrsins, java-tígurinn (Panthera tigris sondaica) sem að öllum líkindum hvarf endanlega um miðjan áttunda áratuginn og balí-tígurinn (Panthera tigris balica) sem líklega var útdauður fyrir 1940.

Javatígur (Panthera tigris sondaica) í Ujung Kulo-þjóðgarðinum á Jövu. Myndin var tekin árið 1938.

Þriðja undirtegundin sem dó út á 20. öldinni er kaspía- eða turantígrisdýrið (Panthera tigris virgata) sem lifði á svæðunum í Kákasus, Tyrklandi, Írak, Íran og austur til Kína. Gerðar voru tilraunir til þess að bjarga þessari deilitegund en turantígrar voru alfriðaðir í Sovétríkjunum árið 1947 og 1957 í Íran en allt kom fyrir ekki. Villt dýr hefur ekki sést síðan á áttunda áratug síðustu aldar og engir einstaklingar þessarar deilitegundar lifa í dýragörðum.

Til viðbótar við þessar útdauðu undirtegundir er rétt að geta þess að suður-kínverska tígrisdýrið (Panthera tigris amoyensis) er að öllum líkindum útdautt í náttúrunni en til eru nokkrir einstaklingar í dýragörðum. Kínversk stjórnvöld hafa langtíma áætlanir um að rækta upp og koma á fót nýjum stofni á áður þekktu útbreiðslusvæði tígursins í Jiangxi- og Zhejiang-fylkjum í suðurhluta landsins. Þetta eru metnaðarfullar áætlanir en alls óvíst að þær beri árangur.

Heimildir og myndir:

...