Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Gæti ég fengið að vita allt um fálka?

Jón Már Halldórsson

Fálkinn (Falco rusticolus) er ein af þremur ránfuglstegundum sem verpir hér á landi. Fálkinn er stærsta fálkategund heims. Karlfuglar eru um 900-1500 grömm og kvenfuglar um 1300-2100 grömm. Minnsta fálkategundin, smyrill (Falco columbriaris) lifir einnig á Íslandi.

Heimkynni fálka. Dökk-appelsínugula svæðið sýnir hvar fálkar eru staðfuglar, ljósara svæði sýnir hvar þeir verpa en hafa ekki vetursetur og allra ljósasta appelsínugula svæðið hvar þá er að finna en verpa ekki.

Um 250-300 varppör af fálka eru á Íslandi. Fuglarnir verpa um allt land en aðallega þó á norðausturlandi. Þar er mest af rjúpu sem er mikilvægasta fæða fálkans. Fuglafræðingar telja að í íslenska fálkastofninum séu um 1000 til 1500 fuglar. Fálkar lifa allt í kringum norðurheimskautið en þeir finnast ekki fyrir sunnan 60° breiddargráðu.

Erlendis eru fálkastofnar í ágætu ásigkomulagi. Áætlað er að í varpstofnum í Kanada og Alaska séu þúsundir para en í Evrópu er stofninn um 480-880 pör. Um helmingur af útbreiðslusvæði fálkans liggur í Rússlandi og upplýsingar um stofninn þar eru mjög litlar enda er svæðið í Norður-Síberíu illt yfirferðar og lítt kannað.

Kjörsvæði fálkans eru opin svæði og hann er því mjög sjaldgæfur í barrskógabeltinu. Einstaka sinnum gera fálkar sér hreiður í trjám en klettar eru þó algengasta hreiðurstæðið. Erlendis eru smáspendýr stór hluti af fæðu fálka, til dæmis snæhérar og læmingjar, en hérlendis er rjúpan mikilvægasta bráð hans. Fálkar sem lifa nærri sjó veiða oft sjófugla.

Varptíminn hefst snemma á vorin, oftast í mars/apríl. Fálkinn er ekki mikið fyrir hreiðurgerð, algengt er að hann ræni hreiðurlaupa hrafna. Oftast velur fálkinn sér hreiðurstæði á óaðgengilegum stöðum; í hamraveggjum eða árgljúfrum. Kvenfuglinn verpir vanalega 3-4 eggjum og sér um útungun en karlfuglinn aflar fæðu.

Fálki (Falco rusticolus).

Þegar karlfuglinn kemur með bráð í hreiðrið reitir kvenfuglinn bráðina og matreiðir ofan í ungana. Karlfuglinn situr vanalega nærri hreiðrinu á meðan. Þegar ungarnir eru orðnir stærri fer kvenfuglinn einnig á veiðar. Ungarnir verða fleygir eftir 6 til 7 vikur, um miðjan júlí, og yfirgefa þá hreiðrið.

Fálkinn hefur verið alfriðaður hérlendis frá 1940 og óheimilt er að koma nærri fálkahreiðri nema með leyfi frá Umhverfisráðuneytinu. Fyrr á öldum var fálkinn vinsæll til útflutnings enda rándýrt gæludýr sem aðeins hæfði tignustu mönnum, konungum og soldánum. Um miðbik 18. aldar voru um 100-200 fuglar fluttir árlega úr landi.

Þrjú litaafbrigði fálkans eru þekkt: dökkt afbrigði (dökkgráir og nærri því svartir fuglar), hvítt afbrigði sem finnst einungis á Grænlandi og grátt afbrigði. Íslenski fálkinn tilheyrir gráa afbrigðinu, en það litarafbrigði fyrirfinnst hjá flestum stofnum.

Myndir:

Höfundur

Jón Már Halldórsson

líffræðingur

Útgáfudagur

21.10.2002

Síðast uppfært

2.3.2022

Spyrjandi

Hrönn Þorkelsdóttir, f. 1985

Tilvísun

Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um fálka?“ Vísindavefurinn, 21. október 2002, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=2803.

Jón Már Halldórsson. (2002, 21. október). Gæti ég fengið að vita allt um fálka? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=2803

Jón Már Halldórsson. „Gæti ég fengið að vita allt um fálka?“ Vísindavefurinn. 21. okt. 2002. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=2803>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Gæti ég fengið að vita allt um fálka?
Fálkinn (Falco rusticolus) er ein af þremur ránfuglstegundum sem verpir hér á landi. Fálkinn er stærsta fálkategund heims. Karlfuglar eru um 900-1500 grömm og kvenfuglar um 1300-2100 grömm. Minnsta fálkategundin, smyrill (Falco columbriaris) lifir einnig á Íslandi.

Heimkynni fálka. Dökk-appelsínugula svæðið sýnir hvar fálkar eru staðfuglar, ljósara svæði sýnir hvar þeir verpa en hafa ekki vetursetur og allra ljósasta appelsínugula svæðið hvar þá er að finna en verpa ekki.

Um 250-300 varppör af fálka eru á Íslandi. Fuglarnir verpa um allt land en aðallega þó á norðausturlandi. Þar er mest af rjúpu sem er mikilvægasta fæða fálkans. Fuglafræðingar telja að í íslenska fálkastofninum séu um 1000 til 1500 fuglar. Fálkar lifa allt í kringum norðurheimskautið en þeir finnast ekki fyrir sunnan 60° breiddargráðu.

Erlendis eru fálkastofnar í ágætu ásigkomulagi. Áætlað er að í varpstofnum í Kanada og Alaska séu þúsundir para en í Evrópu er stofninn um 480-880 pör. Um helmingur af útbreiðslusvæði fálkans liggur í Rússlandi og upplýsingar um stofninn þar eru mjög litlar enda er svæðið í Norður-Síberíu illt yfirferðar og lítt kannað.

Kjörsvæði fálkans eru opin svæði og hann er því mjög sjaldgæfur í barrskógabeltinu. Einstaka sinnum gera fálkar sér hreiður í trjám en klettar eru þó algengasta hreiðurstæðið. Erlendis eru smáspendýr stór hluti af fæðu fálka, til dæmis snæhérar og læmingjar, en hérlendis er rjúpan mikilvægasta bráð hans. Fálkar sem lifa nærri sjó veiða oft sjófugla.

Varptíminn hefst snemma á vorin, oftast í mars/apríl. Fálkinn er ekki mikið fyrir hreiðurgerð, algengt er að hann ræni hreiðurlaupa hrafna. Oftast velur fálkinn sér hreiðurstæði á óaðgengilegum stöðum; í hamraveggjum eða árgljúfrum. Kvenfuglinn verpir vanalega 3-4 eggjum og sér um útungun en karlfuglinn aflar fæðu.

Fálki (Falco rusticolus).

Þegar karlfuglinn kemur með bráð í hreiðrið reitir kvenfuglinn bráðina og matreiðir ofan í ungana. Karlfuglinn situr vanalega nærri hreiðrinu á meðan. Þegar ungarnir eru orðnir stærri fer kvenfuglinn einnig á veiðar. Ungarnir verða fleygir eftir 6 til 7 vikur, um miðjan júlí, og yfirgefa þá hreiðrið.

Fálkinn hefur verið alfriðaður hérlendis frá 1940 og óheimilt er að koma nærri fálkahreiðri nema með leyfi frá Umhverfisráðuneytinu. Fyrr á öldum var fálkinn vinsæll til útflutnings enda rándýrt gæludýr sem aðeins hæfði tignustu mönnum, konungum og soldánum. Um miðbik 18. aldar voru um 100-200 fuglar fluttir árlega úr landi.

Þrjú litaafbrigði fálkans eru þekkt: dökkt afbrigði (dökkgráir og nærri því svartir fuglar), hvítt afbrigði sem finnst einungis á Grænlandi og grátt afbrigði. Íslenski fálkinn tilheyrir gráa afbrigðinu, en það litarafbrigði fyrirfinnst hjá flestum stofnum.

Myndir:...