Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 5256 svör fundust

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru til margar reikistjörnur?

Athugasemd ritstjórnar: Þegar þetta svar var upphaflega skrifað var ekki til nein formleg skilgreining á reikistjörnum. 24. ágúst árið 2006 samþykkti Alþjóðasamband stjarnfræðinga aftur á móti slíka skilgreiningu. Samkvæmt henni eru reikistjörnurnar átta talsins: Merkúríus, Venus, jörðin, Mars, Júpíter, Satúrnus, ...

category-iconJarðvísindi

Hvenær kemur aftur ísöld?

Það er ómögulegt að segja til um hvenær kemur aftur ísöld því vísindamenn skilja ekki fullkomlega hvað veldur ísöldum og því erfitt að spá fyrir um þetta ástand. Hvítu svæðin sýna hámarksútbreiðslu jökla á síðustu ísöld. Brúnu svæðin voru þurrlendi á þeim tíma þar sem mikið vatn var bundið í jöklum og sjávarst...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig ber að nota orðin hvor og hver í setningu og hvað stjórnar kyni þeirra, tölu og falli?

Spurnarfornafnið hvor er notað þegar átt er við annan, aðra eða annað af tveimur, en hver ef átt er við einn, eina eða eitt af fleiri en tveimur. Dæmi: Guðrún á tvær dætur. Hvor er líkari henni? Báðar peysurnar eru götóttar. Hvor er skárri? Báðar peysurnar eru götóttar. Hvora viltu heldur? Tveir umsækjendur er...

category-iconFélagsvísindi

Eru skessur tröll?

Já skessur eru tröll, að minnsta kosti ef marka má það sem fram kemur í bók Árna Björnssonar Íslenskt vættatal. Þar segir: „Tröllkarl heitir einnig jötunn, risi og þurs en tröllkerling er kölluð flagð og gýgur en oftast skessa.“ (bls. 23). Í bók Árna er skemmtileg lýsing á tröllum og fer hún hér á eftir í aðein...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Hvað er mjög sterkur laser lengi á leiðinni til tunglsins?

Leysir er íslenskun á enska orðinu "LASER" sem er skammstöfun á "Light Amplification by Stimulated Emission of Radiation". Eins og fram kemur í svari Ara Ólafssonar við spurningunni Hvernig er leysiljósið unnið? er "LASER" í raun rangnefni. Leysirinn er nefnilega annað og meira en magnari því hann er líka sveifl...

category-iconHugvísindi

Hver er rétt notkun á orðasambandinu hvor annar?

Reglan er að hvor og annar beygjast ekki saman. Hvor stendur í sama falli og gerandinn, það er sá sem við er átt, og er það oftast nefnifall en annar beygist í föllum. Ef við lítum á dæmið strákarnir börðu hvor annan stendur hvor í sama falli og sá sem vinnur verknaðinn, er gerandinn, í þessu tilviki strákarni...

category-iconTrúarbrögð

Hvað þýða hin ýmsu tákn sem koma efst í dánartilkynningum?

Þegar dánartilkynning er birt á prenti er venjan að efst í tilkynningunni sé tákn. Í langflestum tilfellum hér á landi er um krossták að ræða sem er trúartákn kristinna manna. Í sumum tilfellum er blóm, friðardúfa, ankeri og ýmis trúartákn önnur en kristin. Í ritinu Trúarbrögð og útfararsiðir er fjallað um útfa...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Getur þú sagt mér allt um gíraffa?

Spurningin er heild sinni hljóðaði svona: Getur þú sagt mér allt um gíraffa? Meðal annars hvar hann lifir, stærð, lögun, útlit og fleira? Hvað er merkilegast við gíraffa? Eru til dæmis blettirnir eins á öllum? Er gíraffi jurtaæta? Hvert er fæðuval hans? Er hann nokkuð í útrýmingarhættu? Hvernig fer mökun fram? R...

category-iconHeimspeki

Hvað er átt við með hugtakinu „siðferðileg heppni“?

Yfirleitt lítum við svo á að siðferðilegt réttmæti gjörða fólks sé ekki háð tilviljunum heldur því sem viðkomandi ætlar sér. Þegar við dæmum athöfn einhverrar manneskju sem rétta eða ranga leggjum við áherslu á að dæma út frá því sem viðkomandi hafði stjórn á og teljum ekki með þá hluti sem hún hafði enga stjórn á...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Eru hvalir í útrýmingarhættu í dag?

Skilgreining á hugtakinu útrýmingarhætta felst í því hvort líkur séu á því að viðkomandi dýrategund deyi út í nánustu framtíð. Upplýsingar um ástand dýrastofna er að finna í svonefndri Red Data Book en það er gagnagrunnur sem samtökin IUCN standa að. Í þeim starfa hópur sjálfboðaliða, aðallega úr röðum náttúrufræð...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar það?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvers vegna er núna verið að mæla með ísbaði eftir mikla áreynslu hjá íþróttamönnum? Hverju skilar ísbaðið? Er ekki lengur gott að fara í heitt bað eftir að hafa erfiðað?Kuldi hefur margvísleg áhrif á líkamsstarfsemina. Það er vel þekkt að kæling dregur úr bólgumyndun og blæ...

category-iconHeimspeki

Hver var John Dewey?

John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áh...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Hvað eru líkþorn og hvað veldur þeim?

Sigg er húð sem orðið hefur þykk og hörð vegna núnings, þrýstings eða ertingar. Nánar tiltekið er hér um að ræða þykknun á hyrnislagi yfirhúðarinnar. Það myndast til að vernda vefi sem liggja dýpra í húðinni. Ef núningurinn er mikill myndast blaðra frekar en sigg. Sigg á fótum myndast oftast við miklar göngur eða ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Hvenær og hvers vegna var NATO stofnað og hvaða tilgangi gegnir það í dag?

Norður-Atlantshafsbandalagið (NATO) var stofnað árið 1949 af tólf ríkjum í Norður-Ameríku og Vestur-Evrópu. Stofnsáttmáli bandalagsins, sem var undirritaður 4. apríl 1949, kveður á um að NATO-ríkin skuldbinda sig til að "standa vörð um frelsi, sameiginlega arfleifð og borgaraleg gildi þjóða sinna, sem byggð eru á ...

category-iconSagnfræði: mannkynssaga

Getið þið sagt mér eitthvað um Taj Mahal?

Taj Mahal er grafhýsi sem stendur við bakka Yamuna-árinnar í borginni Agra á Norður-Indlandi. Byggingin er eitt af þekktustu verkum íslamskrar byggingarlistar og frægustu mannvirkjum heims. Taj Mahal var reist fyrir stórmógúlinn Shah Jahan (1592-1666, stórmógúll 1628-1658) til minningar um eftirlætiseiginkonu ...

Fleiri niðurstöður