Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áhrifamesta hugsuð Vesturlanda á sviði heimspeki menntunar.

Dewey fæddist í Burlington í Vermont í Bandaríkjunum. Tvítugur útskrifaðist hann frá Vermont-háskóla með próf í heimspeki. Næstu þrjá vetur kenndi hann á unglingastigi áður en hann hélt til frekara náms við Johns Hopkins-háskóla þaðan sem hann útskrifaðist með doktorspróf í heimspeki árið 1884. Að loknu doktorsprófi hélt hann til Michigan þar sem hann hóf að kenna heimspeki. Þar hitti hann heimspekinema að nafni Alice Chipman sem átti eftir að verða eiginkona hans og móðir sjö barna þeirra. Alice átti líka eftir að verða mikilvægur samverkamaður Deweys, bæði í Tilraunaskólanum í Chicago og eftir að þau fluttu til New York. Annað sem gerðist í Michigan var að Dewey gat gefið sig að sálfræðilegum rannsóknum á huganum. Þarna kynntist hann líka félagsfræðingnum George Herbert Mead (1863–1931) sem átti eftir að hafa mikil áhrif á Dewey, auk þess sem vinskapur þeirra varði meðan báðir lifðu.

Í sjálfsævisögu sinni segir Dewey að þeir kraftar, sem höfðu mest áhrif á hann, hafi komið frá einstaklingum og kringumstæðum frekar en frá bókum. Þarna hefur Dewey efalítið haft í huga bæði Alice Chipman og George Herbert Mead auk fleiri. Það hefur raunar verið sagt um Dewey að hann hafi haft einstakt lag á að koma hugmyndum sínum á flug meðal vina sinna og samstarfsmanna og lenda þeim svo aftur eftir að þær höfðu fágast í samræðum og tilraunum þeirra.

Þegar Dewey var 35 ára lá leiðin frá Michigan til Chicago þar sem hann veitti heimspekideild háskólans forstöðu en innan þeirrar deildar var bæði námsleið í sálfræði og í kennslufræði. Á þessum tíma urðu þau straumhvörf í starfi Deweys að verklegar athuganir eða tilraunir urðu ríkjandi þáttur í efnistökum hans. Í Chicago lagði Dewey hart að skólayfirvöldum að stofna barnaskóla, eiginlegan tilraunaskóla, þar sem hægt yrði að sinna fræðilegri vinnu í nánum tengslum við starfsvettvanginn. Skólinn tók til starfa 1896 og óx hratt. Árið 1902 voru um 140 börn í skólanum og 23 kennarar. Árið 1903 krafðist Dewey þess að Alice tæki við stjórn skólans þótt hún væri mjög umdeild meðal starfsfólksins. Willam Harper, sem var rektor háskólans í Chicago, setti Alice yfir skólann en gerði Dewey jafnframt ljóst að hún héldi þeirri stöðu ekki lengur en út árið. Þetta mislíkaði Dewey stórlega og áður en vormisserið 1904 var á enda hafði hann sagt upp störfum við Chicago-háskóla. Leiðin lá til Columbia-háskóla í New York þar sem hann starfaði til loka starfsævi sinnar. Dewey lést árið 1952, 93 ára að aldri.

Í tíð Deweys var mikil gerjun í hugsun og starfi á vettvangi menntunar, hvort heldur í heimspeki eða skólahaldi. Dewey var að nokkru leyti samtímamaður Ellenar Key (1849-1926) í Svíþjóð, Rudolfs Steiner (1861-1925) í Þýskalandi, Maríu Montessori (1870-1952) á Ítalíu og Alexanders S. Neill (1883-1973) á Bretlandi. Margt í hugmyndum Deweys á sterkan samhljóm með hugmyndum þessara hugsuða og gerenda − því þau létu ekki standa við orðin tóm − en þó hefur hann sína sérstöðu (eins og jafnframt hvert þeirra um sig). María Montessori tilgreindi Dewey raunar sem einn af sínum helstu áhrifavöldum.

Lesa má um heimspeki Deweys og hugmyndir hans um skólastarf í svari við spurningunni Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?

Heimildir og mynd:

  • Dalton, Thomas, C. (2002). Becoming John Dewey: Dilemmas of a philosopher and naturalist. Bloomington: Indiana University Press.
  • Dewey, J. (1998). The child and the curriculum. Í L.A. Hickman og T.M. Alexander (ritstjórar), The Essential Dewey (bindi 1, bls. 236-245). Bloomington: Indiana University Press. (Upphaflega gefið út 1902).
  • Dewey, J. (2000). Hugsun og menntun (Gunnar Ragnarsson þýddi). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. (Upphaflega gefið út 1910).
  • Dewey, J. (2007). Democracy and education. Teddington: The Echo Library. (Upphaflega gefið út 1916).
  • Jóhanna Einarsdóttir og Ólafur Páll Jónsson (ritstj.). (2010). Dewey í hugsun og verki: Menntun, reynsla og lýðræði. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
  • Mynd: Pragmatism.org. Sótt 3. 10. 2011.

Þessi texti er byggður á fyrsta kafla bókarinnar Dewey í hugsun og verki.

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

3.10.2011

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hver var John Dewey?“ Vísindavefurinn, 3. október 2011, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=60791.

Ólafur Páll Jónsson. (2011, 3. október). Hver var John Dewey? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=60791

Ólafur Páll Jónsson. „Hver var John Dewey?“ Vísindavefurinn. 3. okt. 2011. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=60791>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var John Dewey?
John Dewey (1859-1952) var einn áhrifamesti heimspekingur og menntunarfræðingur Bandaríkjanna á fyrri hluta 20. aldar. Raunar náðu hugmyndir hans langt út fyrir landsteina Bandaríkjanna, því hann hafði mikil áhrif víða í Evrópu og í Kína, og þær hafa lifað góðu lífi eftir hans daga; enn í dag má telja hann einn áhrifamesta hugsuð Vesturlanda á sviði heimspeki menntunar.

Dewey fæddist í Burlington í Vermont í Bandaríkjunum. Tvítugur útskrifaðist hann frá Vermont-háskóla með próf í heimspeki. Næstu þrjá vetur kenndi hann á unglingastigi áður en hann hélt til frekara náms við Johns Hopkins-háskóla þaðan sem hann útskrifaðist með doktorspróf í heimspeki árið 1884. Að loknu doktorsprófi hélt hann til Michigan þar sem hann hóf að kenna heimspeki. Þar hitti hann heimspekinema að nafni Alice Chipman sem átti eftir að verða eiginkona hans og móðir sjö barna þeirra. Alice átti líka eftir að verða mikilvægur samverkamaður Deweys, bæði í Tilraunaskólanum í Chicago og eftir að þau fluttu til New York. Annað sem gerðist í Michigan var að Dewey gat gefið sig að sálfræðilegum rannsóknum á huganum. Þarna kynntist hann líka félagsfræðingnum George Herbert Mead (1863–1931) sem átti eftir að hafa mikil áhrif á Dewey, auk þess sem vinskapur þeirra varði meðan báðir lifðu.

Í sjálfsævisögu sinni segir Dewey að þeir kraftar, sem höfðu mest áhrif á hann, hafi komið frá einstaklingum og kringumstæðum frekar en frá bókum. Þarna hefur Dewey efalítið haft í huga bæði Alice Chipman og George Herbert Mead auk fleiri. Það hefur raunar verið sagt um Dewey að hann hafi haft einstakt lag á að koma hugmyndum sínum á flug meðal vina sinna og samstarfsmanna og lenda þeim svo aftur eftir að þær höfðu fágast í samræðum og tilraunum þeirra.

Þegar Dewey var 35 ára lá leiðin frá Michigan til Chicago þar sem hann veitti heimspekideild háskólans forstöðu en innan þeirrar deildar var bæði námsleið í sálfræði og í kennslufræði. Á þessum tíma urðu þau straumhvörf í starfi Deweys að verklegar athuganir eða tilraunir urðu ríkjandi þáttur í efnistökum hans. Í Chicago lagði Dewey hart að skólayfirvöldum að stofna barnaskóla, eiginlegan tilraunaskóla, þar sem hægt yrði að sinna fræðilegri vinnu í nánum tengslum við starfsvettvanginn. Skólinn tók til starfa 1896 og óx hratt. Árið 1902 voru um 140 börn í skólanum og 23 kennarar. Árið 1903 krafðist Dewey þess að Alice tæki við stjórn skólans þótt hún væri mjög umdeild meðal starfsfólksins. Willam Harper, sem var rektor háskólans í Chicago, setti Alice yfir skólann en gerði Dewey jafnframt ljóst að hún héldi þeirri stöðu ekki lengur en út árið. Þetta mislíkaði Dewey stórlega og áður en vormisserið 1904 var á enda hafði hann sagt upp störfum við Chicago-háskóla. Leiðin lá til Columbia-háskóla í New York þar sem hann starfaði til loka starfsævi sinnar. Dewey lést árið 1952, 93 ára að aldri.

Í tíð Deweys var mikil gerjun í hugsun og starfi á vettvangi menntunar, hvort heldur í heimspeki eða skólahaldi. Dewey var að nokkru leyti samtímamaður Ellenar Key (1849-1926) í Svíþjóð, Rudolfs Steiner (1861-1925) í Þýskalandi, Maríu Montessori (1870-1952) á Ítalíu og Alexanders S. Neill (1883-1973) á Bretlandi. Margt í hugmyndum Deweys á sterkan samhljóm með hugmyndum þessara hugsuða og gerenda − því þau létu ekki standa við orðin tóm − en þó hefur hann sína sérstöðu (eins og jafnframt hvert þeirra um sig). María Montessori tilgreindi Dewey raunar sem einn af sínum helstu áhrifavöldum.

Lesa má um heimspeki Deweys og hugmyndir hans um skólastarf í svari við spurningunni Hvaða kenningar hafði John Dewey um menntun og skóla?

Heimildir og mynd:

  • Dalton, Thomas, C. (2002). Becoming John Dewey: Dilemmas of a philosopher and naturalist. Bloomington: Indiana University Press.
  • Dewey, J. (1998). The child and the curriculum. Í L.A. Hickman og T.M. Alexander (ritstjórar), The Essential Dewey (bindi 1, bls. 236-245). Bloomington: Indiana University Press. (Upphaflega gefið út 1902).
  • Dewey, J. (2000). Hugsun og menntun (Gunnar Ragnarsson þýddi). Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands. (Upphaflega gefið út 1910).
  • Dewey, J. (2007). Democracy and education. Teddington: The Echo Library. (Upphaflega gefið út 1916).
  • Jóhanna Einarsdóttir og Ólafur Páll Jónsson (ritstj.). (2010). Dewey í hugsun og verki: Menntun, reynsla og lýðræði. Reykjavík: Háskólaútgáfan.
  • Mynd: Pragmatism.org. Sótt 3. 10. 2011.

Þessi texti er byggður á fyrsta kafla bókarinnar Dewey í hugsun og verki. ...