- Guðrún á tvær dætur. Hvor er líkari henni?
- Báðar peysurnar eru götóttar. Hvor er skárri?
- Báðar peysurnar eru götóttar. Hvora viltu heldur?
- Tveir umsækjendur eru jafn hæfir. Hvorum á að veita starfið?
- Tvö skip voru að veiðum. Hvort fékk betri afla?
- Guðrún á fjórar dætur. Hver er líkust henni?
- Hver strákanna þriggja sparkaði boltanum í gluggann og hverjum þeirra á að refsa?
- Mörg skip voru að veiðum. Hvert fékk besta aflann?

Spurnarfornafnið hvor er notað þegar átt er við annan, aðra eða annað af tveimur, en hver ef átt er við einn, eina eða eitt af fleiri en tveimur. Hvor á hjólið?
- twins | Flickr - Photo Sharing! Myndrétthafi er Luana. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 12.3.2013).