Reyndar vilja sumir meina að síðustu ísöld sé ekki lokið ennþá, nú sé bara hlýskeið, en ísaldir skiptast í kuldaskeið sem vara í allt að 100.000 ár og hlýskeið sem standa eitthvað styttra. Fleiri telja þó að síðustu ísöld hafi lokið fyrir um 10.000 árum en þá hafði hún staðið í tæplega 2,6 milljónir ár þar sem kuldaskeið og hlýskeið skiptust á. Um þetta er fjallað nánar í svari Sigurðar Steinþórssonar við spurningunni Hvað er ísöld og hvenær myndast hún? Á Vísindavefnum eru fleiri svör sem þar sem ísöld kemur við sögu, til dæmis:
- Hvaða heimildir hafa vísindamenn fyrir því hvenær ísöldin hafi verið? eftir Sigurð Steinþórsson
- Hvaða ályktanir um loftslagsbreytingar í tímans rás má draga af rannsóknum á jöklabreytingum á Íslandi? eftir Ólaf Ingólfsson
- Hvernig var dýralífið á ísöldunum? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvað getið þið nefnt mér margar kattartegundir sem lifðu á ísöld? eftir Jón Má Halldórsson
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.