Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver er rétt notkun á orðasambandinu hvor annar?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Reglan er að hvor og annar beygjast ekki saman. Hvor stendur í sama falli og gerandinn, það er sá sem við er átt, og er það oftast nefnifall en annar beygist í föllum.

Ef við lítum á dæmið strákarnir börðu hvor annan stendur hvor í sama falli og sá sem vinnur verknaðinn, er gerandinn, í þessu tilviki strákarnir. Hvað eru þeir að gera? Þeir berja og sú sögn stýrir þolfalli. Annar verður því í þessari setningu að standa í þolfalli eintölu því að hvor þeirra barði hinn. Sama er um setninguna sem nefnd var í fyrirspurninni og sést hér neðst í svarinu. Gerandinn er þeir, elska stýrir þolfalli og setningin er því rétt þeir elskuðu hvor annan. Sögnin að ógna stýrir þágufalli. Alveg eins er farið að þar. Strákarnir ógnuðu hvor öðrum er rétt þar sem gerandinn, strákarnir, er í nefnifalli, sögnin stýrir þágufalli og fornafnið annar stendur því í þágufalli eintölu þar sem hvor þeirra ógnaði hinum. Ef valin er sögn sem stýrir eignarfalli, til dæmis sakna, og stelpur væru gerandi væri rétt notkun í setningu stelpurnar söknuðu hvor annarrar.

Hvor segir okkur í setningunum á undan að strákarnir eru tveir og stelpurnar eru tvær. Væri um fleiri en tvo eða tvær að ræða er notað hver en reglan er hin sama og áður: strákanir ógnuðu hver öðrum, stelpurnar söknuðu hver annarrar. Ef um ópersónulega sögn er að ræða, það er sögn sem stendur í persónuhætti en lagar sig ekki eftir frumlaginu í persónu og tölu eins og dreyma lagar fornafnið hvor eftir sem áður að gerandanum. Einhvern (þf.) dreymir eitthvað (þf.), Sigurð og Guðmund dreymir hvorn annan.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver er rétt notkun á orðasambandinu hvor annar? Á að setja bæði orðin í sama fall eða ekki, þ.e.a.s. á að segja ,,þeir elskuðu hvorn annan / eða hvor annan"?

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

26.5.2009

Spyrjandi

Hrönn Guðmundsdóttir

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hver er rétt notkun á orðasambandinu hvor annar?“ Vísindavefurinn, 26. maí 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=52166.

Guðrún Kvaran. (2009, 26. maí). Hver er rétt notkun á orðasambandinu hvor annar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=52166

Guðrún Kvaran. „Hver er rétt notkun á orðasambandinu hvor annar?“ Vísindavefurinn. 26. maí. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=52166>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver er rétt notkun á orðasambandinu hvor annar?
Reglan er að hvor og annar beygjast ekki saman. Hvor stendur í sama falli og gerandinn, það er sá sem við er átt, og er það oftast nefnifall en annar beygist í föllum.

Ef við lítum á dæmið strákarnir börðu hvor annan stendur hvor í sama falli og sá sem vinnur verknaðinn, er gerandinn, í þessu tilviki strákarnir. Hvað eru þeir að gera? Þeir berja og sú sögn stýrir þolfalli. Annar verður því í þessari setningu að standa í þolfalli eintölu því að hvor þeirra barði hinn. Sama er um setninguna sem nefnd var í fyrirspurninni og sést hér neðst í svarinu. Gerandinn er þeir, elska stýrir þolfalli og setningin er því rétt þeir elskuðu hvor annan. Sögnin að ógna stýrir þágufalli. Alveg eins er farið að þar. Strákarnir ógnuðu hvor öðrum er rétt þar sem gerandinn, strákarnir, er í nefnifalli, sögnin stýrir þágufalli og fornafnið annar stendur því í þágufalli eintölu þar sem hvor þeirra ógnaði hinum. Ef valin er sögn sem stýrir eignarfalli, til dæmis sakna, og stelpur væru gerandi væri rétt notkun í setningu stelpurnar söknuðu hvor annarrar.

Hvor segir okkur í setningunum á undan að strákarnir eru tveir og stelpurnar eru tvær. Væri um fleiri en tvo eða tvær að ræða er notað hver en reglan er hin sama og áður: strákanir ógnuðu hver öðrum, stelpurnar söknuðu hver annarrar. Ef um ópersónulega sögn er að ræða, það er sögn sem stendur í persónuhætti en lagar sig ekki eftir frumlaginu í persónu og tölu eins og dreyma lagar fornafnið hvor eftir sem áður að gerandanum. Einhvern (þf.) dreymir eitthvað (þf.), Sigurð og Guðmund dreymir hvorn annan.

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hver er rétt notkun á orðasambandinu hvor annar? Á að setja bæði orðin í sama fall eða ekki, þ.e.a.s. á að segja ,,þeir elskuðu hvorn annan / eða hvor annan"?
...