- Upplagsheppni. Við erum misjöfn að upplagi. Sum erum við skapmikil og önnur ekki, sumt fólk er hjartahlýtt og örlátt meðan annað er eigingjarnt og illgjarnt. Að minnsta kosti að einhverju leyti stjórnast skapgerð okkar af hlutum sem við höfum ekki valið eða höfum ekki beina stjórn á. Þarna koma til erfðir og umhverfisþættir sem eru ekki á okkar valdi. Því má segja að það hvort við erum að upplagi líkleg til að fremja illvirki eða ekki stjórnist af heppni. Flestum finnst þó eðlilegt að leggja siðferðilegt mat á fólk á grundvelli upplags þess.
- Kringumstæðuheppni. Hvar við búum, hver við erum og á hvaða tímum við lifum setur kringumstæðum okkar og tækifærum skorður. Nagel tekur dæmi af Þjóðverja sem varð foringi í útrýmingarbúðum nasista í seinni heimsstyrjöldinni. Ef nasistar hefðu aldrei komist til valda, eða ef hann hefði flutt frá Þýskalandi 1930, hefði hann kannski lifað friðsælu lífi og aldrei framið þau illvirki sem hann framdi í útrýmingarbúðunum. Eins dæmum við oft fólk fyrir að velja rangt þegar um er að ræða val sem við höfum sjálf aldrei þurft að standa frammi fyrir.
- Orsakaheppni. Fyrri kringumstæður ákvarða, að minnsta kosti að einhverju leyti, það hvernig við erum og hvernig kringumstæður okkar eru nú.
- Útkomuheppni. Dæmin sem tekin voru hér að ofan, af bílstjórunum og Benna og Báru, varða útkomu athafnanna og það hvernig heppni (eða óheppni) geta haft áhrif á hana.
- Thomas Nagel (1979), Mortal Questions, Cambridge: Cambridge University Press.
- Moral Luck: Amazon.com