Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 1051 svör fundust
Hvað er maðurinn með mörg rifbein og viðbein?
Rifbeinin eru þunn, flöt, bogin bein sem mynda kassa til varnar líffærum í brjóstholinu, svokallaðan brjóstkassa (e. ribcage). Þau eru alls 24 eða tólf pör og skiptast í þrjá flokka. Fyrstu sjö pörin eru kölluð heilrif (e. true ribs). Þau festast við hrygginn að aftan og um svokallaðan geislung úr brjóski við brin...
Hvert er hlutverk seðlabankastjóra?
Stjórn Seðlabanka Íslands er í höndum þriggja manna sem allir eru titlaðir seðlabankastjórar. Þeir mynda svokallaða bankastjórn og er einn þeirra formaður stjórnarinnar. Bankastjórnin hefur yfirumsjón með rekstri bankans og fer með vald til ákvarðana í öllum málum hans nema annað sé tiltekið í lögum. Forsætisráðhe...
Er selurinn í útrýmingarhættu?
Selir eru einn af fáum hópum spendýra sem geta lifað bæði í sjó og á landi. Þetta er afar fjölbreyttur hópur dýra sem hefur mikla útbreiðslu um heim allan. Til eru tvær ættir sela, svokallaðir eiginlegir selir (Phocidae) og eyrnaselir (Otariidae). Samtals telja þessar ættir 35 tegundir sela, 19 þeirra tilheyra ætt...
Hversu lengi hafa hýenur verið til?
Samkvæmt fyrirliggjandi þekkingu komu hýenur fram á sjónarsviðið fyrir um 26 milljón árum. Fyrirrennari hýena var smávaxið rándýr sem minnti nokkuð á desketti nútímans. Elsta hýenan sem hefur fundist í steingervingum er 22 milljón ára gömul. Samkvæmt rannsóknum á beinabyggingu miðeyrans og tanna er um frumstæða hý...
Af hverju er alltaf rigning í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist eða þegar par kyssist eftir rifrildi?
Það er alveg örugglega ekki þannig að alltaf rigni í kvikmyndum þegar eitthvað sorglegt gerist. Í mörgum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir innan dyra án þess að áhorfendur fái að sjá hvernig veðrið er úti og í sumum kvikmyndum gerast sorglegir atburðir undir heiðskýrum himni. Það er hins vegar margt til í þv...
Hvar er hægt að finna flóðatöflu á Netinu?
Áratugum saman hefur mátt nálgast flóðatöflur í útgefnum almanökum, svo sem Sjómannaalmanakinu og Almanaki Háskólans. Þessar upplýsingar eru á pappírsformi og fyrir þær þarf að greiða. Einnig er hægt að fá Almanak Háskólans á Netinu, fyrir tiltekið árgjald. Í haus Vísindavefsins (það er efst á síðunni) birtast ...
Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?
Hýpatía var forngrískur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og heimspekingur, sem starfaði í Alexandríu í Egyptalandi á síðari hluta fjórðu aldar og í upphafi þeirrar fimmtu. Afar lítið er vitað um ævi og störf Hýpatíu en helstu heimildir eru alfræðiritið Súda frá tíundu öld og bréf sem nemandi hennar að nafni Synesí...
Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?
Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Það birtist þó ekki á prenti fyrr en árið 1989 í bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli. Áhugavert er að leikritið ber keim af alþýðugamanleikjum sem rekja má aftur til miðalda og kallaðir eru ...
Hvað er daoismi?
Daoismi (eldri umritun: taoismi) á rætur sínar að rekja til hinna svonefndu „hundrað heimspekiskóla“ sem spruttu upp í Kína á 6.-3. öld f.Kr. sem viðbragð við upplausnarástandi og vaxandi ófriði í landinu. Þessir „hundrað“ skólar voru væntanlega ekki alveg svona margir en talan hundrað er oft notuð í kínversku til...
Hver fann Danmörku?
Þessari spurningu getur enginn svarað með því að nefna einhvern mann en engu að síður má læra margt af henni. Menn fóru nefnilega að búa á því svæði sem við köllum Danmörku löngu, löngu áður en sögur hófust, það er að segja löngu áður en ritaðar heimildir urðu til. Þess vegna getum við aldrei vitað svarið við s...
Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?
Fyrstu risaeðlurnar komu fram fyrir um það bil 225 milljónum ára og þær síðustu dóu út fyrir um 66 milljónum ára, í lok krítartímabils. Leifar þessara dýra hafa víða fundist í jarðlögum, einkum setlögum sem myndast hafa í ám og vötnum. Mest hefur fundist af beinum, bæði heilum og brotnum, og stundum hafa fu...
Hvernig líta d- og f-svigrúmin út?
Til þess að svara þessari spurningu er rétt að athuga fyrst hvernig myndir við gerum okkur af s- og p-svigrúmunum. Lítum á eina rafeind í einangruðu vetnisatómi. Líkindadreifing rafeindar í orkulægsta ástandinu, grunnástandinu, er kúlusamhverf eins og sést á meðfylgjandi mynd. Líkindadreifingin er stundum kölluð s...
Hvað orsakar offitu barna?
Að minnsta kosti eitt af hverjum fimm börnum í Bandaríkjunum er of feitt og tala þeirra sem berjast við offitu fer stöðugt vaxandi. Á síðustu tveimur áratugum hefur of feitum börnum fjölgað um helming og tala þeirra sem eru mjög feit hefur tvöfaldast (Arch Pediatr Adolesc Med. 1995:149: 1085-91). Hlutfall of þungr...
Á hverju lifa leðurblökur?
Leðurblökur tilheyra ættbálknum Chiroptera sem skiptist í tvo undirættbálka; annars vegar svokallaða flugrefi eða stórblökur (Megachiroptera) og hins vegar smáblökur (Microchiroptera). Stórblökurnar nærast fyrst og fremst á ávöxtum og fræjum og mætti því kalla ávaxtaleðurblökur (e. fruit bats) en smáblökurnar sem ...
Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við?
Sagan segir að hinar ljúffengu sörur, sem mörgum Íslendingum finnast ómissandi á jólum, séu kenndar við frönsku leikkonuna Söruh Bernhardt (1844-1923). Heiðurinn að uppskriftinni á danski kökugerðarmeistarinn Johannes Steen, sem bjó til fyrstu sörurnar (d. Sarah Bernhardkager) þegar leikkonan heimsótti Kaupman...