Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?

Geir Þ. Þórarinsson

Hýpatía var forngrískur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og heimspekingur, sem starfaði í Alexandríu í Egyptalandi á síðari hluta fjórðu aldar og í upphafi þeirrar fimmtu. Afar lítið er vitað um ævi og störf Hýpatíu en helstu heimildir eru alfræðiritið Súda frá tíundu öld og bréf sem nemandi hennar að nafni Synesíos frá Kýrenu sendi henni. Sjö bréf eru varðveitt.

Hýpatía fæddist einhvern tímann á árunum 350 til 370, hún var dóttir stærðfræðingsins Þeons og hlaut hjá honum góða menntun í heimspeki, náttúruvísindum og stærðfræði. Súda segir, að öllum líkindum ranglega, að hún hafi verið gift manni að nafni Ísidóros. Engin rit eru varðveitt eftir hana en vitað er að hún aðhylltist platonisma, kenndi heimspeki opinberlega og skrifaði bækur um rúmfræði. Rúmfræðirit hennar voru öll skýringarrit við rit eldri stærðfræðinga, svo sem rit Díófantosar, Apolloníosar og Ptolemajosar. Hýpatía var að öllum líkindum frumlegri stærðfræðingur en faðir hennar. Um heimspekiiðkun hennar er lítið vitað annað en að hún fjallaði í fyrirlestrum sínum um heimspeki Platons, Aristótelesar og annarra heimspekinga. Hún er sögð hafa borið af samtímamönnum sínum í heimspeki og áheyrendur hennar munu hafa komið víða að til að hlýða á fyrirlestra hennar en ekki er vitað til þess að hún hafi skrifað neitt um heimspeki.

Hýpatía var sögð afar fögur, vel máli farin, rökföst og hyggin og virðist hún hafa notið virðingar valdhafa í borginni áður en kristnir menn komust til valda. Ein þekktasta sagan af Hýpatíu segir frá því að nemandi hennar hafi orðið ástfanginn af henni en hún hafi sýnt honum tusku með tíðablóði sínu og sagt honum að það væri engin fegurð heldur einungis þetta sem hann elskaði.

Hýpatía flæktist inn í stjórnmál borgarinnar á tíma þegar kristni var að brjótast til áhrifa í Egyptalandi og árekstrar milli trúarhópa voru tíðir. Kýrillos biskup nýtti sér vináttu Hýpatíu og Órestesar, sem var helsti pólitíski andstæðingur hans, til þess að koma höggi á Órestes. Árið 415 var Hýpatía myrt af kristnum múg að undirlagi Kýrillosar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Deakin, Michael A.B. Hypatia of Alexandria: Mathematician and Martyr (Amherst, NY: Prometheus Books, 2007).
  • Siorvanes, Lucas. „Hypatia“. Hjá E. Craig (ritstj.), Routledge Encyclopedia of Philosophy. (London: Routledge, 1998). Skoðað 14. mars 2011.

Mynd:

Höfundur

Geir Þ. Þórarinsson

aðjúnkt í grísku og latínu við Háskóla Íslands

Útgáfudagur

22.6.2011

Spyrjandi

Óttar Kolbeinsson Proppé, f. 1998

Tilvísun

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?“ Vísindavefurinn, 22. júní 2011, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=58611.

Geir Þ. Þórarinsson. (2011, 22. júní). Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=58611

Geir Þ. Þórarinsson. „Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?“ Vísindavefurinn. 22. jún. 2011. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=58611>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Hýpatía og hvað gerði hún merkilegt?
Hýpatía var forngrískur stærðfræðingur, stjörnufræðingur og heimspekingur, sem starfaði í Alexandríu í Egyptalandi á síðari hluta fjórðu aldar og í upphafi þeirrar fimmtu. Afar lítið er vitað um ævi og störf Hýpatíu en helstu heimildir eru alfræðiritið Súda frá tíundu öld og bréf sem nemandi hennar að nafni Synesíos frá Kýrenu sendi henni. Sjö bréf eru varðveitt.

Hýpatía fæddist einhvern tímann á árunum 350 til 370, hún var dóttir stærðfræðingsins Þeons og hlaut hjá honum góða menntun í heimspeki, náttúruvísindum og stærðfræði. Súda segir, að öllum líkindum ranglega, að hún hafi verið gift manni að nafni Ísidóros. Engin rit eru varðveitt eftir hana en vitað er að hún aðhylltist platonisma, kenndi heimspeki opinberlega og skrifaði bækur um rúmfræði. Rúmfræðirit hennar voru öll skýringarrit við rit eldri stærðfræðinga, svo sem rit Díófantosar, Apolloníosar og Ptolemajosar. Hýpatía var að öllum líkindum frumlegri stærðfræðingur en faðir hennar. Um heimspekiiðkun hennar er lítið vitað annað en að hún fjallaði í fyrirlestrum sínum um heimspeki Platons, Aristótelesar og annarra heimspekinga. Hún er sögð hafa borið af samtímamönnum sínum í heimspeki og áheyrendur hennar munu hafa komið víða að til að hlýða á fyrirlestra hennar en ekki er vitað til þess að hún hafi skrifað neitt um heimspeki.

Hýpatía var sögð afar fögur, vel máli farin, rökföst og hyggin og virðist hún hafa notið virðingar valdhafa í borginni áður en kristnir menn komust til valda. Ein þekktasta sagan af Hýpatíu segir frá því að nemandi hennar hafi orðið ástfanginn af henni en hún hafi sýnt honum tusku með tíðablóði sínu og sagt honum að það væri engin fegurð heldur einungis þetta sem hann elskaði.

Hýpatía flæktist inn í stjórnmál borgarinnar á tíma þegar kristni var að brjótast til áhrifa í Egyptalandi og árekstrar milli trúarhópa voru tíðir. Kýrillos biskup nýtti sér vináttu Hýpatíu og Órestesar, sem var helsti pólitíski andstæðingur hans, til þess að koma höggi á Órestes. Árið 415 var Hýpatía myrt af kristnum múg að undirlagi Kýrillosar.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimildir:

  • Deakin, Michael A.B. Hypatia of Alexandria: Mathematician and Martyr (Amherst, NY: Prometheus Books, 2007).
  • Siorvanes, Lucas. „Hypatia“. Hjá E. Craig (ritstj.), Routledge Encyclopedia of Philosophy. (London: Routledge, 1998). Skoðað 14. mars 2011.

Mynd:

...