Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?

Leifur A. Símonarson

Fyrstu risaeðlurnar komu fram fyrir um það bil 225 milljónum ára og þær síðustu dóu út fyrir um 66 milljónum ára, í lok krítartímabils. Leifar þessara dýra hafa víða fundist í jarðlögum, einkum setlögum sem myndast hafa í ám og vötnum.



Mest hefur fundist af beinum, bæði heilum og brotnum, og stundum hafa fundist heillegir hlutar úr beinagrind og jafnvel heilar beinagrindur. Út frá slíkum leifum er oft unnt að komast að ýmsu um útlit dýranna, að minnsta kosti í megindráttum, og má í því sambandi benda á að á beinunum eru oft vöðvafestingar sem geta gefið upplýsingar um legu og stærð vöðva og í þeim eru einnig op og rör fyrir æðar og taugar. Í kjálkum má oft sjá tennur, sem gefa upplýsingar um tanngerðir og mataræði dýranna, og stærð augnatófta getur sagt til um augnastærð og stærð nasaröra um nasaop. Horn á hauskúpum varðveitast yfirleitt frekar vel.

Þá hafa einstaka sinnum fundist hlutar úr vöðvum og húð dýranna, einkum þeirra sem hafa grafist í mjög fínkornótt setlög, og saurkúlur geta gefið ýmsar upplýsingar um meltingarfærin og fæðuna. Einnig hefur fundist talsvert af eggjum sumra þessara dýra og jafnvel heilu hreiðrin, til dæmis frá horneðlu í Mongólíu.

För eftir heillegar risaeðlur eða hluta úr einstaka dýrum hafa stundum mótast í setlögin sem leifar þeirra finnast í og markar þá fyrir útlínum dýranna. Fótspor eftir risaeðlur hafa fundist hér og þar og stundum má af formi þeirra og dýpt ráða í stærð og jafnvel þyngd dýranna, og einnig geta sporin sagt okkur til um hvort dýrin fóru saman í hópum eða voru einfarar. Þannig má til dæmis sjá að sumar af stærstu jurtaætunum fóru saman í hópum og höfðu þá ungviðið inni í hring fullvaxinna dýra.

Talið er líklegt að litur dýranna hafi verið svipaður og hjá núlifandi skriðdýrum, en flestar risaeðlur virðast hafa verið með beinflögur í húðþekjunni. Gert er ráð fyrir að smærri tegundir og ungviði hafi haft liti sem féllu vel að umhverfinu, til dæmis grænleitar eðlur þar sem gróður var mikill, en hinar hafi ef til vill gráleitari sem höfðust við á opnari og gróðursnauðari svæðum. Þá er talið sennilegt að karldýrin hafi fengið meira áberandi liti í tilhugalífinu, til dæmis á höfði og baki, eins og sést hjá mörgum núlifandi eðlum. Húðleifar, sem hafa fundist í mjög fínkornóttum setlögum, virðast frekar styðja þessar tilgátur, en því er ekki að neita að litarefni í húð varðveitast illa í jarðlögum.

Fleiri svör um risaeðlur:

Svör sama höfundar við spurningunum Hvernig varð fyrsta risaeðlan til?, Hver var stærsta risaeðlan? og Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún lifði?

Svar Guðmundar Eggertssonar við Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?

Svar Sigurðar Steinþórssonar við Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?


Mynd: Úr BBC sjónvarpsþáttunum: Walking With Dinosaurs

Höfundur

prófessor í steingervingafræði við HÍ

Útgáfudagur

17.11.2000

Spyrjandi

Einar Ólafsson, f. 1987

Efnisorð

Tilvísun

Leifur A. Símonarson. „Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?“ Vísindavefurinn, 17. nóvember 2000, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1138.

Leifur A. Símonarson. (2000, 17. nóvember). Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1138

Leifur A. Símonarson. „Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?“ Vísindavefurinn. 17. nóv. 2000. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1138>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig vita vísindamenn hvernig risaeðlur litu út, hvernig þær voru á litinn og hver líkamsbygging þeirra var?
Fyrstu risaeðlurnar komu fram fyrir um það bil 225 milljónum ára og þær síðustu dóu út fyrir um 66 milljónum ára, í lok krítartímabils. Leifar þessara dýra hafa víða fundist í jarðlögum, einkum setlögum sem myndast hafa í ám og vötnum.



Mest hefur fundist af beinum, bæði heilum og brotnum, og stundum hafa fundist heillegir hlutar úr beinagrind og jafnvel heilar beinagrindur. Út frá slíkum leifum er oft unnt að komast að ýmsu um útlit dýranna, að minnsta kosti í megindráttum, og má í því sambandi benda á að á beinunum eru oft vöðvafestingar sem geta gefið upplýsingar um legu og stærð vöðva og í þeim eru einnig op og rör fyrir æðar og taugar. Í kjálkum má oft sjá tennur, sem gefa upplýsingar um tanngerðir og mataræði dýranna, og stærð augnatófta getur sagt til um augnastærð og stærð nasaröra um nasaop. Horn á hauskúpum varðveitast yfirleitt frekar vel.

Þá hafa einstaka sinnum fundist hlutar úr vöðvum og húð dýranna, einkum þeirra sem hafa grafist í mjög fínkornótt setlög, og saurkúlur geta gefið ýmsar upplýsingar um meltingarfærin og fæðuna. Einnig hefur fundist talsvert af eggjum sumra þessara dýra og jafnvel heilu hreiðrin, til dæmis frá horneðlu í Mongólíu.

För eftir heillegar risaeðlur eða hluta úr einstaka dýrum hafa stundum mótast í setlögin sem leifar þeirra finnast í og markar þá fyrir útlínum dýranna. Fótspor eftir risaeðlur hafa fundist hér og þar og stundum má af formi þeirra og dýpt ráða í stærð og jafnvel þyngd dýranna, og einnig geta sporin sagt okkur til um hvort dýrin fóru saman í hópum eða voru einfarar. Þannig má til dæmis sjá að sumar af stærstu jurtaætunum fóru saman í hópum og höfðu þá ungviðið inni í hring fullvaxinna dýra.

Talið er líklegt að litur dýranna hafi verið svipaður og hjá núlifandi skriðdýrum, en flestar risaeðlur virðast hafa verið með beinflögur í húðþekjunni. Gert er ráð fyrir að smærri tegundir og ungviði hafi haft liti sem féllu vel að umhverfinu, til dæmis grænleitar eðlur þar sem gróður var mikill, en hinar hafi ef til vill gráleitari sem höfðust við á opnari og gróðursnauðari svæðum. Þá er talið sennilegt að karldýrin hafi fengið meira áberandi liti í tilhugalífinu, til dæmis á höfði og baki, eins og sést hjá mörgum núlifandi eðlum. Húðleifar, sem hafa fundist í mjög fínkornóttum setlögum, virðast frekar styðja þessar tilgátur, en því er ekki að neita að litarefni í húð varðveitast illa í jarðlögum.

Fleiri svör um risaeðlur:

Svör sama höfundar við spurningunum Hvernig varð fyrsta risaeðlan til?, Hver var stærsta risaeðlan? og Hver var minnsta risaeðlan og hvernig var andrúmsloftið þegar hún lifði?

Svar Guðmundar Eggertssonar við Er einhvers staðar til erfðaefni úr risaeðlum og væri hægt að láta þær koma aftur?

Svar Sigurðar Steinþórssonar við Er vitað hvers vegna risaeðlur dóu út?


Mynd: Úr BBC sjónvarpsþáttunum: Walking With Dinosaurs...