Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er maðurinn með mörg rifbein og viðbein?

Þuríður Þorbjarnardóttir

Rifbeinin eru þunn, flöt, bogin bein sem mynda kassa til varnar líffærum í brjóstholinu, svokallaðan brjóstkassa (e. ribcage). Þau eru alls 24 eða tólf pör og skiptast í þrjá flokka. Fyrstu sjö pörin eru kölluð heilrif (e. true ribs). Þau festast við hrygginn að aftan og um svokallaðan geislung úr brjóski við bringubeinið að framan. Næstu þrjú rifjapörin eru kölluð skammrif (e. false ribs). Þau eru örlítið styttri en heilrifin og tengjast hryggnum að aftan. Að framan tengjast þau aftur á móti ekki bringubeininu beint heldur neðsta heilrifinu þar. Síðustu tvö pörin eru smærri en hin rifbeinin og kallast lausarif, þar sem þau tengjast hryggnum að aftan en engu að framan.

Eins og áður segir verja rifbeinin brjóstholslíffærin. Þau verja einnig maga, þarma og lifur fyrir hnjaski. Enn fremur taka þau þátt í öndunarhreyfingum fyrir tilstuðlan millirifjavöðva sem teljast til öndunarvöðva ásamt þindinni.

Viðbeinin eru tvö og mynda axlagrindina ásamt herðablöðunum. Viðbeinin eru grönn, S-laga bein sem festa upphandleggina við búkinn og halda axlarliðum út frá líkamanum sem eykur hreyfigetu þeirra. Annar endi viðbeina er tengdur við bringubeinið en hinn við herðablöðin.



Axlagrindin gegnir því meginhlutverki að veita festingu fyrir þá vöðva sem stuðla að hreyfingu axla og olnboga. Hún tengir einnig handleggina við ásgrind, en það er sá hluti beinagrindar sem myndar meginás líkamans og ver líffæri í búk, háls og höfði.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

27.11.2006

Spyrjandi

Ágúst Guðmundsson

Tilvísun

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er maðurinn með mörg rifbein og viðbein?“ Vísindavefurinn, 27. nóvember 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6404.

Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006, 27. nóvember). Hvað er maðurinn með mörg rifbein og viðbein? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6404

Þuríður Þorbjarnardóttir. „Hvað er maðurinn með mörg rifbein og viðbein?“ Vísindavefurinn. 27. nóv. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6404>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er maðurinn með mörg rifbein og viðbein?
Rifbeinin eru þunn, flöt, bogin bein sem mynda kassa til varnar líffærum í brjóstholinu, svokallaðan brjóstkassa (e. ribcage). Þau eru alls 24 eða tólf pör og skiptast í þrjá flokka. Fyrstu sjö pörin eru kölluð heilrif (e. true ribs). Þau festast við hrygginn að aftan og um svokallaðan geislung úr brjóski við bringubeinið að framan. Næstu þrjú rifjapörin eru kölluð skammrif (e. false ribs). Þau eru örlítið styttri en heilrifin og tengjast hryggnum að aftan. Að framan tengjast þau aftur á móti ekki bringubeininu beint heldur neðsta heilrifinu þar. Síðustu tvö pörin eru smærri en hin rifbeinin og kallast lausarif, þar sem þau tengjast hryggnum að aftan en engu að framan.

Eins og áður segir verja rifbeinin brjóstholslíffærin. Þau verja einnig maga, þarma og lifur fyrir hnjaski. Enn fremur taka þau þátt í öndunarhreyfingum fyrir tilstuðlan millirifjavöðva sem teljast til öndunarvöðva ásamt þindinni.

Viðbeinin eru tvö og mynda axlagrindina ásamt herðablöðunum. Viðbeinin eru grönn, S-laga bein sem festa upphandleggina við búkinn og halda axlarliðum út frá líkamanum sem eykur hreyfigetu þeirra. Annar endi viðbeina er tengdur við bringubeinið en hinn við herðablöðin.



Axlagrindin gegnir því meginhlutverki að veita festingu fyrir þá vöðva sem stuðla að hreyfingu axla og olnboga. Hún tengir einnig handleggina við ásgrind, en það er sá hluti beinagrindar sem myndar meginás líkamans og ver líffæri í búk, háls og höfði.

Heimildir og myndir:...