Axlagrindin gegnir því meginhlutverki að veita festingu fyrir þá vöðva sem stuðla að hreyfingu axla og olnboga. Hún tengir einnig handleggina við ásgrind, en það er sá hluti beinagrindar sem myndar meginás líkamans og ver líffæri í búk, háls og höfði. Heimildir og myndir:
- The Ribs og The Shoulder Girdle á Minnesota State University EMuseum
- Human rib cage á Wikipedia, the free encyclopedia
- Mynd af brjóstkassa: Human rib cage á Wikipedia, the free encyclopedia
- Mynd af viðbeini: Unnin upp úr mynd á University of Michigan Health System