Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?

Margrét Eggertsdóttir

Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Það birtist þó ekki á prenti fyrr en árið 1989 í bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli. Áhugavert er að leikritið ber keim af alþýðugamanleikjum sem rekja má aftur til miðalda og kallaðir eru commedia dell'arte. Í verki Snorra eru sjö persónur, aðalpersóna verksins er Sperðill sem hittir á förnum vegi mann að nafni Musicant. Sperðill merkir pylsa eða sperra og bent hefur verið á að hugsanlega sé um tengsl að ræða við svokölluð Hans Wurst leikrit sem voru grófir trúðaleikar sem nutu vinsælda á þýskum torgum á 17. og 18. öld en Wurst þýðir einmitt bjúga eða pylsa.

Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Hugsanlega tengist það svokölluðum Hans Wurst leikritum sem voru grófir trúðaleikar sem nutu vinsælda á þýskum torgum á 17. og 18. öld. Myndin er koparstunga af Hans Wurst búningi frá 18. öld.

Ekki er vitað hvenær leikritun hófst hér á landi en Sveinn Einarsson hefur bent á að evrópski siðbótarleikurinn Belíalsþáttur (Der Belial führt ein Recht mit Christo) sem saminn var um miðja 16. öld í Augsburg í Þýskalandi af Sebastian Wild, var þýddur á íslensku um 1645 eða jafnvel fyrr. Ýmislegt bendir til þess að þýðingin hafi verið gerð í Skálholtsskóla eða af einhverjum tengdum skólanum. Þar hafði lengi tíðkast viss tegund af leiklist sem kölluð var Herranótt og fór jafnan fram á haustin. Þá var flutt hin satíríska Skraparotspredikun með tilheyrandi öfugsnúinni viðhöfn þar sem kosinn var kóngur og aðrir embættismenn og samfélagið skopstælt. Predikunin sjálf getur ekki kallast leikrit þótt hún væri reyndar samin í sönnum anda Aristófanesar og flutt með viðeigandi skoplegum tilburðum. Áhrifa frá þessari hefð skólapiltanna í Skálholti gætir í fyrstu leikritum sem samin voru á íslensku, til dæmis leikritum Sigurðar Péturssonar (1759-1827). Annað dæmi er gleðipredikunin Messulæti sem samin var laust eftir 1801 í revíuanda Skraparotspredikunar. Hún er varðveitt í mörgum uppskriftum, sem bendir til almennra vinsælda, og vitað er að hún var höfð til skemmtunar í Bessastaðaskóla.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum.

Höfundur

Margrét Eggertsdóttir

rannsóknaprófessor við Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum

Útgáfudagur

11.9.2023

Spyrjandi

Margrét Á.

Tilvísun

Margrét Eggertsdóttir. „Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?“ Vísindavefurinn, 11. september 2023, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=85368.

Margrét Eggertsdóttir. (2023, 11. september). Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=85368

Margrét Eggertsdóttir. „Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?“ Vísindavefurinn. 11. sep. 2023. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=85368>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er elsta þekkta íslenska leikritið?
Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Það birtist þó ekki á prenti fyrr en árið 1989 í bók Þórunnar Valdimarsdóttur Snorri á Húsafelli. Áhugavert er að leikritið ber keim af alþýðugamanleikjum sem rekja má aftur til miðalda og kallaðir eru commedia dell'arte. Í verki Snorra eru sjö persónur, aðalpersóna verksins er Sperðill sem hittir á förnum vegi mann að nafni Musicant. Sperðill merkir pylsa eða sperra og bent hefur verið á að hugsanlega sé um tengsl að ræða við svokölluð Hans Wurst leikrit sem voru grófir trúðaleikar sem nutu vinsælda á þýskum torgum á 17. og 18. öld en Wurst þýðir einmitt bjúga eða pylsa.

Elsta varðveitt leikrit sem samið er á íslensku er Sperðill eftir sr. Snorra Björnsson á Húsafelli (1710- 1803). Hugsanlega tengist það svokölluðum Hans Wurst leikritum sem voru grófir trúðaleikar sem nutu vinsælda á þýskum torgum á 17. og 18. öld. Myndin er koparstunga af Hans Wurst búningi frá 18. öld.

Ekki er vitað hvenær leikritun hófst hér á landi en Sveinn Einarsson hefur bent á að evrópski siðbótarleikurinn Belíalsþáttur (Der Belial führt ein Recht mit Christo) sem saminn var um miðja 16. öld í Augsburg í Þýskalandi af Sebastian Wild, var þýddur á íslensku um 1645 eða jafnvel fyrr. Ýmislegt bendir til þess að þýðingin hafi verið gerð í Skálholtsskóla eða af einhverjum tengdum skólanum. Þar hafði lengi tíðkast viss tegund af leiklist sem kölluð var Herranótt og fór jafnan fram á haustin. Þá var flutt hin satíríska Skraparotspredikun með tilheyrandi öfugsnúinni viðhöfn þar sem kosinn var kóngur og aðrir embættismenn og samfélagið skopstælt. Predikunin sjálf getur ekki kallast leikrit þótt hún væri reyndar samin í sönnum anda Aristófanesar og flutt með viðeigandi skoplegum tilburðum. Áhrifa frá þessari hefð skólapiltanna í Skálholti gætir í fyrstu leikritum sem samin voru á íslensku, til dæmis leikritum Sigurðar Péturssonar (1759-1827). Annað dæmi er gleðipredikunin Messulæti sem samin var laust eftir 1801 í revíuanda Skraparotspredikunar. Hún er varðveitt í mörgum uppskriftum, sem bendir til almennra vinsælda, og vitað er að hún var höfð til skemmtunar í Bessastaðaskóla.

Mynd:

Þetta svar er fengið úr bókinni Íslenskar bókmenntir: Saga og samhengi, Hið íslenska bókmenntafélag, Reykjavík 2021. Textinn er lítillega aðlagaður Vísindavefnum....