Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við?

Þórhildur Hagalín

Sagan segir að hinar ljúffengu sörur, sem mörgum Íslendingum finnast ómissandi á jólum, séu kenndar við frönsku leikkonuna Söruh Bernhardt (1844-1923).

Heiðurinn að uppskriftinni á danski kökugerðarmeistarinn Johannes Steen, sem bjó til fyrstu sörurnar (d. Sarah Bernhardkager) þegar leikkonan heimsótti Kaupmannahöfn í tilefni af útgáfu æviminninga sinna á dönsku árið 1911. Steen var frægur kökugerðarmaður á sinni tíð og rak bakarí við Amager Torg í hjarta Kaupmannahafnar. Allt frá því um miðja 19. öld var hefð fyrir því að kökur væru nefndar eftir þekktum einstaklingum eins og leikurum. Nægir í því samhengi að nefna napóleonshattinn og pavlóvuna, sem heitir eftir rússneska balletdansaranum Önnu Pavlovu.

Sarah Bernhardt.

Sarah Bernhardt var ein fyrsta leikkonan sem öðlaðist heimsfrægð. Hún var fyrst og fremst sviðsleikkona í Frakklandi en ferðaðist víða um heim með gestaleiksýningar, meðal annars um öll Bandaríkin, til Rússlands, Bretlands, Ítalíu, Grikklands, Ungverjalands, Sviss, Danmerkur, Belgíu og Hollands. Hún tók að sér margvísleg hlutverk, einnig karlhlutverk, en árið 1899 fór hún með hlutverk Hamlets í samnefndu verki Shakespeares. Með tilkomu kvikmyndatækninnar reyndi hún sig einnig í kvikmyndaleik en kunni betur við sig á sviði. Þá skrifaði hún einnig bækur, þýddi leikrit, og fékkst við málara- og höggmyndalist.

Sörur eru mitt á milli þess að vera smákökur og konfekt.

Rétt er að vekja athygli áhugasamra á því að nokkur munur er á Söruh Bernhardt-kökum eftir því hvort þær eru gerðar á danskan eða íslenskan máta. Þannig er smjör meginuppstaðan í kreminu samkvæmt flestum íslenskum söruuppskriftum (sjá matarblogg eins og Eldhússögur og Ljúfmeti og lekkerheit) en í þeim dönsku er það rjómi. Þá er botninn gerður úr möndlum samkvæmt íslenskum uppskriftum en í þeim dönsku eru notaðir heslihnetukjarnar.

Heimildir og myndir:


Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
  • Af hverju heita smákökurnar sörur sörur?

Höfundur

Þórhildur Hagalín

Evrópufræðingur og fyrrverandi ritstjóri Evrópuvefsins

Útgáfudagur

15.12.2014

Spyrjandi

Jóhannes Kjartansson

Tilvísun

Þórhildur Hagalín. „Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við?“ Vísindavefurinn, 15. desember 2014, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=68754.

Þórhildur Hagalín. (2014, 15. desember). Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=68754

Þórhildur Hagalín. „Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við?“ Vísindavefurinn. 15. des. 2014. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=68754>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver var Sara sem sörur eða sörukökur eru kenndar við?
Sagan segir að hinar ljúffengu sörur, sem mörgum Íslendingum finnast ómissandi á jólum, séu kenndar við frönsku leikkonuna Söruh Bernhardt (1844-1923).

Heiðurinn að uppskriftinni á danski kökugerðarmeistarinn Johannes Steen, sem bjó til fyrstu sörurnar (d. Sarah Bernhardkager) þegar leikkonan heimsótti Kaupmannahöfn í tilefni af útgáfu æviminninga sinna á dönsku árið 1911. Steen var frægur kökugerðarmaður á sinni tíð og rak bakarí við Amager Torg í hjarta Kaupmannahafnar. Allt frá því um miðja 19. öld var hefð fyrir því að kökur væru nefndar eftir þekktum einstaklingum eins og leikurum. Nægir í því samhengi að nefna napóleonshattinn og pavlóvuna, sem heitir eftir rússneska balletdansaranum Önnu Pavlovu.

Sarah Bernhardt.

Sarah Bernhardt var ein fyrsta leikkonan sem öðlaðist heimsfrægð. Hún var fyrst og fremst sviðsleikkona í Frakklandi en ferðaðist víða um heim með gestaleiksýningar, meðal annars um öll Bandaríkin, til Rússlands, Bretlands, Ítalíu, Grikklands, Ungverjalands, Sviss, Danmerkur, Belgíu og Hollands. Hún tók að sér margvísleg hlutverk, einnig karlhlutverk, en árið 1899 fór hún með hlutverk Hamlets í samnefndu verki Shakespeares. Með tilkomu kvikmyndatækninnar reyndi hún sig einnig í kvikmyndaleik en kunni betur við sig á sviði. Þá skrifaði hún einnig bækur, þýddi leikrit, og fékkst við málara- og höggmyndalist.

Sörur eru mitt á milli þess að vera smákökur og konfekt.

Rétt er að vekja athygli áhugasamra á því að nokkur munur er á Söruh Bernhardt-kökum eftir því hvort þær eru gerðar á danskan eða íslenskan máta. Þannig er smjör meginuppstaðan í kreminu samkvæmt flestum íslenskum söruuppskriftum (sjá matarblogg eins og Eldhússögur og Ljúfmeti og lekkerheit) en í þeim dönsku er það rjómi. Þá er botninn gerður úr möndlum samkvæmt íslenskum uppskriftum en í þeim dönsku eru notaðir heslihnetukjarnar.

Heimildir og myndir:


Upphaflega hljóðaði spurningin svona:
  • Af hverju heita smákökurnar sörur sörur?

...