Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju ruglast fólk stundum á orðunum apótek og bakarí, segir til dæmis apótek í staðinn fyrir bakarí?

Heiða María Sigurðardóttir

Ég hef sjálf lent í því að rugla saman orðunum apótek og bakarí, og óformleg leit á Google virðist staðfesta að ruglingurinn er nokkuð algengur. Ég er viss um að rannsóknir hafa aldrei farið fram á þessu máli svo eftirfarandi svar er frekar vangavelta en algildur sannleikur.

Mannshugurinn virðist þannig gerður að hugtök vekja upp eða ýfa (e. prime) önnur skyld hugtök. Ef ég þyldi nú til dæmis upp orð eins og hundur, mjólk, gæludýr og mjálma og bæði ykkur svo að fylla í eftirfarandi eyðu, __ettlingur, hvað dytti ykkur helst í hug? Flestir segðu eflaust kettlingur. Ef ég hefði aftur á móti nefnt orð á borð við trefill, húfa, kalt og hendur hefði mörgum frekar dottið í hug orðið vettlingur.

Orðin apótek og bakarí eru lík bæði að formi og merkingu.

Sú ástæða sem mér finnst þess vegna trúlegust er að orðin apótek og bakarí eru lík bæði að formi og merkingu. Hvort tveggja eru þriggja atkvæða orð (ap-ó-tek, bak-ar-í) sem hljóma svolítið útlenskulega, enda eru þau bæði af erlendum uppruna. Fyrstu tvö hljóðin í orðunum (ap og ba) eru líka nokkurn veginn spegilmyndir hvors annars þar sem apótek er oft borið fram sem abótek. Þar að auki eru bæði apótek og bakarí sérverslanir þar sem fólk fer nær eingöngu til að kaupa tilteknar vörur.

Mynd:

Höfundur

Heiða María Sigurðardóttir

prófessor við Sálfræðideild

Útgáfudagur

8.2.2010

Síðast uppfært

12.2.2021

Spyrjandi

Árni Svanur Daníelsson,
Anna Helgadóttir,
Sigurður Þór Jóhannesson,
Páll Sigurðsson,
Erla Jónsdóttir

Tilvísun

Heiða María Sigurðardóttir. „Af hverju ruglast fólk stundum á orðunum apótek og bakarí, segir til dæmis apótek í staðinn fyrir bakarí?“ Vísindavefurinn, 8. febrúar 2010, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=55296.

Heiða María Sigurðardóttir. (2010, 8. febrúar). Af hverju ruglast fólk stundum á orðunum apótek og bakarí, segir til dæmis apótek í staðinn fyrir bakarí? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=55296

Heiða María Sigurðardóttir. „Af hverju ruglast fólk stundum á orðunum apótek og bakarí, segir til dæmis apótek í staðinn fyrir bakarí?“ Vísindavefurinn. 8. feb. 2010. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=55296>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju ruglast fólk stundum á orðunum apótek og bakarí, segir til dæmis apótek í staðinn fyrir bakarí?
Ég hef sjálf lent í því að rugla saman orðunum apótek og bakarí, og óformleg leit á Google virðist staðfesta að ruglingurinn er nokkuð algengur. Ég er viss um að rannsóknir hafa aldrei farið fram á þessu máli svo eftirfarandi svar er frekar vangavelta en algildur sannleikur.

Mannshugurinn virðist þannig gerður að hugtök vekja upp eða ýfa (e. prime) önnur skyld hugtök. Ef ég þyldi nú til dæmis upp orð eins og hundur, mjólk, gæludýr og mjálma og bæði ykkur svo að fylla í eftirfarandi eyðu, __ettlingur, hvað dytti ykkur helst í hug? Flestir segðu eflaust kettlingur. Ef ég hefði aftur á móti nefnt orð á borð við trefill, húfa, kalt og hendur hefði mörgum frekar dottið í hug orðið vettlingur.

Orðin apótek og bakarí eru lík bæði að formi og merkingu.

Sú ástæða sem mér finnst þess vegna trúlegust er að orðin apótek og bakarí eru lík bæði að formi og merkingu. Hvort tveggja eru þriggja atkvæða orð (ap-ó-tek, bak-ar-í) sem hljóma svolítið útlenskulega, enda eru þau bæði af erlendum uppruna. Fyrstu tvö hljóðin í orðunum (ap og ba) eru líka nokkurn veginn spegilmyndir hvors annars þar sem apótek er oft borið fram sem abótek. Þar að auki eru bæði apótek og bakarí sérverslanir þar sem fólk fer nær eingöngu til að kaupa tilteknar vörur.

Mynd:...