Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 1308 svör fundust

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað er hagamúsin löng?

Jón Már Halldórsson fjallar ágætlega um hagamúsina (Apodemus sylvaticus) í svari við spurningunni Hvað getur þú sagt mér um hagamýs? Þar kemur meðal annars fram að lengd fullorðinnar hagamúsar, án hala, er á bilinu 8 - 10,5 cm. Því má bæta við að halinn er oft á bilinu 7 - 9,5 cm. Þannig að allt í allt eru geta þe...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvað eru strákar mörg prósent af heiminum og hvað eru stelpur mörg prósent?

Hér er gert ráð fyrir að spyrjandi eigi við börn, en ekki hversu stór hluti jarðarbúa eru karlar og hversu stór hluti eru konur. Um kynjaskiptingu mannkyns er fjallað í svari við spurningunni Hvað eru til margir menn og konur í heiminum? Til þess að svara spurningunni um fjölda stelpna og stráka í heiminum þar...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér eitthvað um Miðgarðsorminn og Fenrisúlf?

Miðgarður er nafn úr norrænni goðafræði og var það notað um hina byggðu jörð. Miðgarðsormur var eitt þriggja afkvæma Loka Laufeyjarsonar með tröllskessunni Angurboðu. Miðgarðsormur var einn af erkifjendum Ása og umlukti hann Miðgarð. Margar sögur eru til um Miðgarðsorm og samskipti hans við Þór. Ein sú frægast...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvernig eru rafhlöður búnar til?

Rafhlöður eru hylki með rafskautum í raflausn. Með rafhlöðum er hægt að breyta efnaorku í raforku. Víða á Alnetinu og í bókum um vísindi er hægt að finna upplýsingar um það hvernig hægt er að búa til einfaldar rafhlöður, til dæmis úr sítrónu. Aðferðin er frekar einföld. Til þess að búa til rafhlöðuna þarf eina ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Kemur maður inn í aðra veröld ef maður færi í gegnum svartholið?

Með því að fara inn í svarthol væri fræðilega séð hægt að fara bæði á annan stað í alheiminum og hugsanlega í annan alheim. Tengingin þarna á milli nefnist þá ormagöng og um þau er líka hægt að lesa í svari við spurningunni Hvernig virka ormagöng? Fræðin um svarthol segja hins vegar einnig að tengingin þarna á ...

category-iconStjarnvísindi: sólkerfið

Hvers vegna er eins og það séu meginlönd og höf á tunglinu ef maður horfir á það með berum augum?

Hægt er að rekja þá venju að tala um höf og meginlönd á tunglinu til stjörnufræðinga 17. aldar. Þeir töldu að stóru dökku svæðin á tunglinu væru höf eins og við þekkjum á jörðinni og gáfu þeim latneska nafnið maria sem þýðir höf, mare í eintölu. Að sama skapi töldu stjörnufræðingarnir að ljósu svæðin væru meginlön...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Í heila okkar er eitthvað sem heitir á fræðimáli corpus callosum, hvað er það?

Það sem kallast corpus callosum á fræðimáli eru hvelatengsl á íslensku. Þverskurðarmynd af heila í manni sem sýnir staðsetningu corpus callosum eða hvelatengsla. Í heilanum á okkur eru tveir helmingar sem kallast vinstra og hægra heilahvel (e. hemisphere). Hvort hvel um sig stjórnar andstæðum hluta líkamans....

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvers konar dí er í því sem er dísætt?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svo:Hverjar eru orðsifjar orðsins 'dísætt'? Ég skil þetta sætt en hvað er þetta dí? Orðið dísætur er kunnugt í málinu allt frá 17. öld í merkingunni ‘mjög sætur’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:116) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið sé tökuorð úr dönsku og ben...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað eru margir bílar í Reykjavík?

Á heimasíðu Hagstofunnar er að finna upplýsingar um fjölda skráðra ökutækja á Íslandi og má þar sjá tölur fyrir mörg af stærri sveitarfélögum landsins. Því miður eru nýjustu upplýsingarnar frá árinu 2006 en gera má ráð fyrir að bílum hafi fjölgað eitthvað á landinu síðan þá þar sem gengi krónunnar var innflytjendu...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir orðið Beneventum og hvaðan er það komið?

Orðið Beneventum er latneskt heiti bæjar sem í dag kallast Benevento. Hann er í Kampaníu á Suður-Ítalíu þar sem árnar Calore og Sabbato mætast. Í Benevento er sigurbogi Trajanusar frá árinu 114 e.Kr. sem sjá má á myndinni hér til hliðar og einnig vel varðveitt rómverskt leikhús. Bærinn hét áður Maleventum en Ró...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvort heitir skógurinn austan við Sogið Þrastaskógur eða Þrastarskógur?

Skógurinn heitir Þrastaskógur, það fer ekki á milli mála. Um það má lesa í bók Jóns M. Ívarssonar: Vormenn Íslands. Saga UMFÍ í 100 ár (Reykjavík 2007), bls. 639–640. Tryggvi Gunnarsson bankastjóri keypti þessa spildu úr Öndverðarneslandi árið 1911 og gaf UMFÍ. Tveimur árum síðar var svæðinu gefið nafnið Þrastas...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hversu líklegt er að það verði hvít jól?

Það er ýmsan fróðleik að finna á heimasíðu Veðurstofunnar sem gaman er að skoða. Meðal annars má þar finna upplýsingar um snjóhulu og snjódýpt í Reykjavík kl. 9 að morgni 25. desember allt frá árinu 1921 til 2008. Á þessu tímabili var 37 sinnum alhvít jörð á jóladag í Reykjavík. Ef aðeins er horft á þessa tölf...

category-iconHugvísindi

Hvað þýðir lævi í orðasambandinu 'lævi blandið', í ljóðlínunni 'Surtur fer sunnan með sviga lævi' og hvað er 'lævísi'?

Nafnorðið læ merkir ‛svik, mein; undirferli’. Það er af svonefndum hvorugkyns wa-stofni en orð í þeim flokki höfðu -v- í þgf. et. og ef. ft. Sem dæmi mætti taka orðið högg, í þgf. et. höggvi og ef. ft. höggva. Þetta -v- er nú fallið brott í beygingunni fyrir áhrif frá öðrum nafnorðum. Í orðinu læ varðveitist...

category-iconHugvísindi

Hvaða merkingu hefur og hvaðan kemur „gjugg í borg“?

Orðið gjugg í sambandinu gjugg í borg er eins konar kallorð í leikjum og hefur þá sömu merkingu og klukk. Sögnin að gjugga er einnig notuð í leikjum í sömu merkingu og klukka, það er klappað er á þann sem hefur „náðst“ og sagt gjugg eða klukk. Hvaðan gjugg er komið er erfitt að segja. Elsta heimild mér tiltæk um g...

category-iconLífvísindi: mannslíkaminn

Af hverju eru til brjóst?

Megintilgangur brjósta er að framleiða mjólk fyrir afkvæmi. Í spenunum eru mjólkurkirtlar en þar myndast mjólkin. Kvendýr allra spendýrategunda mynda mjólk sem afkvæmi þeirra drekka. Að jafnaði fara brjóst ekki að stækka fyrr en við kynþroska en þau stækka fyrir tilstilli kvenkynhormóna. Þess vegna stækka brjóst s...

Fleiri niðurstöður