Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Sameinuðu þjóðanna var áætlað að árið 2005 væru 1.845 milljónir einstaklinga 14 ára eða yngri. Þar af voru strákar rétt tæplega 951 milljón eða 51,54% og stelpur rúmlega 894 milljónir eða 48,46%. Það eru því aðeins fleiri strákar í heiminum en stelpur en þegar fullorðnir eru teknir með er hlutfall kynjanna jafnara eins og fram kemur í svarinu sem nefnt var hér í upphafi. Heimild og mynd:
- United Nations Population Division. Sótt 10. 3. 2008.
- Mynd: County of Marin: Health and Human Services - Community Health and Prevention Services. Sótt 11. 3. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.