Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Miðgarður er nafn úr norrænni goðafræði og var það notað um hina byggðu jörð. Miðgarðsormur var eitt þriggja afkvæma Loka Laufeyjarsonar með tröllskessunni Angurboðu. Miðgarðsormur var einn af erkifjendum Ása og umlukti hann Miðgarð.
Margar sögur eru til um Miðgarðsorm og samskipti hans við Þór. Ein sú frægasta er þegar þeir berjast í Ragnarökum. Þá drap Þór Miðgarðsorminn en þegar hann var kominn níu skref frá hræi ormsins féll Þór vegna hins banvæna eiturs sem ormurinn spjó yfir hann.
Hér bítur Miðgarðsormur á agnið sem Þór lét síga í sjó í frægum útróðri.
Fenrisúlfur var einnig afkvæmi Loka og Angurboðu og er hann ein mesta ófreskjan í norrænni goðafræði. Æsir tóku hann að sér en fjötruðu hann til öryggis. Úlfurinn sleit fyrstu tvo fjötrana sem nefndust Læðingur og Drómi. Þaðan eru orðtökin "að leysa eitthvað úr læðingi" og "drepa sig úr dróma" komin. Þriðji fjöturinn var dverga smíð og nefndist Gleipnir. Æsir lofuðu að leysa úlfinn og lögðu hönd Týs að veði. Þeir leystu hann hins vegar ekki og lét Týr þá höndina.
Í Ragnarökum varð Fenrisúlfur Óðni sjálfum að bana eftir mikil átök. Víðar, sonur Óðins, hefndi að lokum föður síns og drap úlfinn.
Heimild og mynd:
Íslenska alfræðiorðabókin, Örn og Örlygur, Reykjavík 1990.
Freyja Ingadóttir. „Getið þið sagt mér eitthvað um Miðgarðsorminn og Fenrisúlf?“ Vísindavefurinn, 16. júní 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=26401.
Freyja Ingadóttir. (2008, 16. júní). Getið þið sagt mér eitthvað um Miðgarðsorminn og Fenrisúlf? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=26401
Freyja Ingadóttir. „Getið þið sagt mér eitthvað um Miðgarðsorminn og Fenrisúlf?“ Vísindavefurinn. 16. jún. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=26401>.