Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 24 svör fundust

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvað eru oturgjöld?

Oturgjöld eru í skáldskap kenning fyrir gull. Að baki er sögn í Snorra-Eddu er segir frá því að Óðinn, Loki og Hænir hafi farið í ferð til að skoða heiminn allan. Á ferð sinni komu þeir að á þar sem otur var að gæða sér á laxi. Loki drap oturinn með því að kasta í hann steini. Þeir héldu ferðinni áfram og tóku nú ...

category-iconBókmenntir og listir

Hvað getið þið sagt mér um ferð Þórs til Geirröðargarða í Snorra-Eddu?

Snorra-Edda er að miklu leyti á samtalsformi. Í þriðja hluta hennar sem nefnast Skáldskaparmál, segir Bragi, hið mikla skáld, frá ferð Þórs til Geirröðargarða. Þór var sterkastur ása og átti hann þrjá hagleiksgripi; hamarinn Mjölni, megingjarðirnar og járnglófana. Vegna þess hve skaftstuttur Mjölnir var þá þurf...

category-iconJarðvísindi

Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?

Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni. Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugast...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvar finn ég teikningu af vatnshrút?

Vatnshrútur er vatnsdæla sem gengur fyrir fallkrafti vatns og getur náð verulegri lyftihæð. Hins vegar skilar aðeins lítill hluti vatnsins eða um 1/4 sér upp í þá hæð, mestur hlutinn fer framhjá dælunni og sér um að knýja hana.Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að ver...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvaðan er orðið kommóða komið?

Orðið kommóða var tekið að láni úr dönsku kommode. Þangað barst orðið úr frönsku commode en að baki liggur latneska lýsingarorðið commodus: 'hentugur, mátulegur'. Latneska orðið er sett saman úr forskeytinu con- 'sam-' og modus 'máti, háttur'. Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um kommóðu á prenti eru frá síðast...

category-iconJarðvísindi

Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Til hvaða eldstöðvakerfis flokkast Skaftárkatlar og hvað er vitað um landslagið og jarðhitakerfin undir þeim? Milli Bárðarbungu-Veiðivatna og Grímsvatna er svæði sem gæti verið sjálfstætt eldstöðvakerfi, kennt við Loka. Nafnið er dregið af Lokahrygg undir jöklinum mill...

category-iconBókmenntir og listir

Hvert var helsta hlutverk Heimdalls í norrænu goðafræðinni? Hvað gerði hann í ragnarökum?

Guðinn Heimdallur kemur fyrir í flestum þeim rituðu heimildum sem til eru um norræna goðafræði, stundum er einungis minnst á hann en á öðrum stöðum er honum lýst í lengra máli. Helstu heimildir okkar um Heimdall og hlutverk hans eru Snorra-Edda og eddukvæðin Grímnismál, Hyndluljóð, Lokasenna, Þrymskviða, Rígsþula ...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Er vitað hvernig sortulyngsblek var búið til á Íslandi og hver er þá uppskriftin?

Engar lýsingar eru til á blekgerð á Íslandi til forna en elsta heimildin um þá iðju er frá 17. öld. Þar er um að ræða kvæði Árna Þorvarðarsonar prests á Þingvöllum (um 1650 til 1702) en í því felst uppskrift af bleki þar sem sortulyng kemur við sögu og lýsing á aðferð við blekgerðina. Kvæðið er eftirfarandi: ...

category-iconTrúarbrögð

Hvað eru margir guðir í norrænu og grísku goðafræðinni?

Ulrika Andersson hefur fjallað um gríska guði hér á Vísindavefnum í svari sínu Hver eru kennitákn grísku goðanna? Þar kemur fram að í grísku goðafræðinni koma um þrjátíu gyðjur og jafnmargir guðir við sögu. Lesendum er bent á að kynna sér svar Ulriku í heild þar sem er að finna frekari fróðleik um einstaka guði o...

category-iconLífvísindi: almennt

Hvað getið þið sagt mér um fjallagrös?

Fjallagrös (Cetraria islandica) eru fléttur, en það er samheiti yfir hóp sveppa sem myndar sambýli við þörunga. Fléttur eru gott dæmi um eitt traustasta samlífi lífvera í gjörvöllu lífríkinu. Sveppurinn sér fléttunum fyrir vatni og steinefnum og þörungurinn myndar lífræn efni með ljóstillífun. Hér á landi eru f...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvernig veit bensíndælan hvenær tankurinn er orðinn fullur?

Bensíndæla, sem einnig er stundum nefnd bensínbyssa, er uppbyggð þannig að þegar togað er í handfang hennar opnast ventill (einnig kallaður loki) inni í handfanginu og bensínið flæðir út um stút byssunnar. Þegar handfanginu er sleppt lokast ventillinn aftur og bensínið hættir að flæða út um stútinn. Bensínið hæ...

category-iconLögfræði

Má láta grafa sig án líkkistu á Íslandi?

Í lögum um kirkjugarða, greftrun og líkbrennslu nr. 36/1993 og í reglugerð um kistur, duftker, greftrun og líkbrennslu nr. 668/2007 er ekki að finna skýrt ákvæði um að skylt sé að nota líkkistu við greftranir, eða að það sé ófrávíkjanlegt. Það segir þó ekki alla söguna um útfararsiði því til eru skýr ákvæði um ki...

category-iconLögfræði

Geta eigendur sjávarlóða bannað gerð göngu- og hjólastíga meðfram strönd í þéttbýli?

Upprunalega spurningin hljóðaði svona: Sá hjá ykkur svar við aðgengi almennings að sjó á eignalandi. Langar að vita með lóðir eins og á Arnarnesinu. Hafa húseigendur leyfi til að banna gerð göngu-og hjólastígs meðfram ströndinni? Ná eignalóðir alveg niður að sjó? Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hva...

category-iconSálfræði

Hvernig verkar þrívídd í bíómyndum?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona: Hver eru tengslin milli þrívíðrar sjónar og tveggja augna? Hvernig er þrívídd fengin fram í bíómyndum?Tvö augu eru forsenda rúmsjónar Augun eru ein allra mikilvægustu skynfæri okkar. En við höfum ekki aðeins eitt auga heldur tvö. Það mætti hugsa sér nokkrar skýringar á þ...

category-iconUnga fólkið svarar

Getið þið sagt mér eitthvað um Miðgarðsorminn og Fenrisúlf?

Miðgarður er nafn úr norrænni goðafræði og var það notað um hina byggðu jörð. Miðgarðsormur var eitt þriggja afkvæma Loka Laufeyjarsonar með tröllskessunni Angurboðu. Miðgarðsormur var einn af erkifjendum Ása og umlukti hann Miðgarð. Margar sögur eru til um Miðgarðsorm og samskipti hans við Þór. Ein sú frægast...

Fleiri niðurstöður