Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?

Stjörnufræðivefurinn

Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni.

Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugasta eldfjall sólkerfisins en mælingar sýna að frá því berst um 13-15% af heildarvarmaútgeislun Íós. Vegna þessa mikla hita hafa stjörnufræðingar velt fyrir sér hvort Loki gæti verið op í kvikuhafið undir Íó en líklegra er talið að um hrauntjörn sé að ræða.

Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Það er öflugasta eldfjall sólkerfisins en mælingar sýna að frá því berst um 13-15% af heildarvarmaútgeislun Íós.

Vegna heppilegrar staðsetningar á Íó og mikillar orkuútgeislunar er fremur auðvelt að rannsaka Loka frá jörðinni. Mælingar af jörðu niðri og í geimnum á Loka síðustu þrjá áratugi eða svo sýna að virknin er lotubundin. Á um 540 daga fresti eða svo virðist sem yfirborð hrauntjarnarinnar umbyltist. Það sést af því að birtan frá Loka vex og dvínar með þessu millibili. Hitamælingar sem gerðar voru með nærinnrauðum litrófsrita (NIMS) á Galíleó-geimfarinu sýndu að hitinn er hæstur, rétt undir 700°C, við suðvesturhorn Loka. Þar virðist kvika stíga upp á við og færast eins og öldur í austurátt þar sem hrauntjörnin er köldust og skorpan þá líklega eldri. Ekki eru nein merki um að hraun hafi runnið út fyrir Loka.

Myndir Voyagers sýndu að dökk hrauntjörnin umlykur ljósa eyju. Mælingar Galíleó-geimfarsins sýndu að dökka hraunið er heitt og ríkt af orþópýroxeni á meðan eyjan er köld. Orþópýroxenið er silíkatsteind sem er algeng í basísku bergi.


Textinn er fenginn af Stjörnufræðivefnum og er birtur með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef.

Útgáfudagur

11.8.2017

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Stjörnufræðivefurinn. „Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?“ Vísindavefurinn, 11. ágúst 2017, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74269.

Stjörnufræðivefurinn. (2017, 11. ágúst). Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74269

Stjörnufræðivefurinn. „Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?“ Vísindavefurinn. 11. ágú. 2017. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74269>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvert er öflugasta eldfjall sólkerfisins?
Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Eldfjallið er nefnt eftir norræna jötninum Loka Laufeyjarsyni.

Loki reyndist vera virkt eldfjall á myndum sem Voyager 1 tók af tunglinu er það þaut fram hjá Júpíter árið 1979. Síðar kom í ljós að það er öflugasta eldfjall sólkerfisins en mælingar sýna að frá því berst um 13-15% af heildarvarmaútgeislun Íós. Vegna þessa mikla hita hafa stjörnufræðingar velt fyrir sér hvort Loki gæti verið op í kvikuhafið undir Íó en líklegra er talið að um hrauntjörn sé að ræða.

Loki Patera er um 200 km breið skeifulaga hrauntjörn, rétt norðan miðbaugs Íó, fylgitungls Júpíters. Það er öflugasta eldfjall sólkerfisins en mælingar sýna að frá því berst um 13-15% af heildarvarmaútgeislun Íós.

Vegna heppilegrar staðsetningar á Íó og mikillar orkuútgeislunar er fremur auðvelt að rannsaka Loka frá jörðinni. Mælingar af jörðu niðri og í geimnum á Loka síðustu þrjá áratugi eða svo sýna að virknin er lotubundin. Á um 540 daga fresti eða svo virðist sem yfirborð hrauntjarnarinnar umbyltist. Það sést af því að birtan frá Loka vex og dvínar með þessu millibili. Hitamælingar sem gerðar voru með nærinnrauðum litrófsrita (NIMS) á Galíleó-geimfarinu sýndu að hitinn er hæstur, rétt undir 700°C, við suðvesturhorn Loka. Þar virðist kvika stíga upp á við og færast eins og öldur í austurátt þar sem hrauntjörnin er köldust og skorpan þá líklega eldri. Ekki eru nein merki um að hraun hafi runnið út fyrir Loka.

Myndir Voyagers sýndu að dökk hrauntjörnin umlykur ljósa eyju. Mælingar Galíleó-geimfarsins sýndu að dökka hraunið er heitt og ríkt af orþópýroxeni á meðan eyjan er köld. Orþópýroxenið er silíkatsteind sem er algeng í basísku bergi.


Textinn er fenginn af Stjörnufræðivefnum og er birtur með góðfúslegu leyfi. Myndin er fengin af sama vef....