Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er það lengsta sem geimfar hefur farið?

EDS

Voyager 1 og Voyager 2 sem báðum var skotið á loft árið 1977 eru þeir geimkönnuðir sem nú eru komnir lengst frá sólinni (og jörðinni).

Í mars árið 2008 var Voyager 1 kominn um 105,9 stjarnfræðieiningar (se) frá sólu, en ein stjarnfræðieining (e. astronomical unit, AU) er meðalfjarlægðin frá sól að jörðu sem er um 150 milljón km. Hann er því nú í um 15,8 milljarða km fjarlægð frá sólu. Voyager 2 var á sama tíma kominn 85 se frá sólu eða 12,7 milljarða km. Nánar má lesa um Voyager 1 og 2 í svari við spurningunni Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?

Voyager 1 skotið á loft 5. september 1977.

Mannað geimfar hefur ekki farið lengra frá jörðu en til tunglsins. Líklega er það áhöfn geimfarsins Apolló 13 sem hefur komist lengst frá jörðu þegar geimfarið flaug yfir fjærhlið tunglsins í rúmlega 400.000 km fjarlægð frá jörðu.

Menn hafa þó farið lengri vegalengdir í geimnum í geimstöðvum. Sá sem á metið þar er rússneski geimfarinn Valeri Polyakov sem dvaldi í Mír geimstöðinni í 14 mánuði frá 8. janúar 1994 til 22. mars 1995, alls í rúma 437 daga. Á þessum tíma fór hann 7.075 sinnum umhverfis jörðina og að geimferðinni lokinni hafði hann ferðast 300.765.000 km í geimnum.

Hægt er að lesa um geimferðir í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Mynd: Wikipedia - Voyager 1. (Sótt 21.6.2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

30.9.2008

Síðast uppfært

21.6.2018

Spyrjandi

Ásta Ólafsdóttir

Tilvísun

EDS. „Hvað er það lengsta sem geimfar hefur farið?“ Vísindavefurinn, 30. september 2008, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49337.

EDS. (2008, 30. september). Hvað er það lengsta sem geimfar hefur farið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49337

EDS. „Hvað er það lengsta sem geimfar hefur farið?“ Vísindavefurinn. 30. sep. 2008. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49337>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er það lengsta sem geimfar hefur farið?
Voyager 1 og Voyager 2 sem báðum var skotið á loft árið 1977 eru þeir geimkönnuðir sem nú eru komnir lengst frá sólinni (og jörðinni).

Í mars árið 2008 var Voyager 1 kominn um 105,9 stjarnfræðieiningar (se) frá sólu, en ein stjarnfræðieining (e. astronomical unit, AU) er meðalfjarlægðin frá sól að jörðu sem er um 150 milljón km. Hann er því nú í um 15,8 milljarða km fjarlægð frá sólu. Voyager 2 var á sama tíma kominn 85 se frá sólu eða 12,7 milljarða km. Nánar má lesa um Voyager 1 og 2 í svari við spurningunni Hvaða könnuður er kominn lengst út í geiminn og hvert er verkefni hans í framtíðinni?

Voyager 1 skotið á loft 5. september 1977.

Mannað geimfar hefur ekki farið lengra frá jörðu en til tunglsins. Líklega er það áhöfn geimfarsins Apolló 13 sem hefur komist lengst frá jörðu þegar geimfarið flaug yfir fjærhlið tunglsins í rúmlega 400.000 km fjarlægð frá jörðu.

Menn hafa þó farið lengri vegalengdir í geimnum í geimstöðvum. Sá sem á metið þar er rússneski geimfarinn Valeri Polyakov sem dvaldi í Mír geimstöðinni í 14 mánuði frá 8. janúar 1994 til 22. mars 1995, alls í rúma 437 daga. Á þessum tíma fór hann 7.075 sinnum umhverfis jörðina og að geimferðinni lokinni hafði hann ferðast 300.765.000 km í geimnum.

Hægt er að lesa um geimferðir í öðrum svörum á Vísindavefnum, til dæmis:

Mynd: Wikipedia - Voyager 1. (Sótt 21.6.2018).


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....