Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?

Tunglið er fjarlægasti áfangastaður mannaðs geimfars til þessa, en meðalfjarlægð tunglsins frá jörðu er um 380.000 km sem er meira en nífalt ummál jarðar.

Á fjögurra ára tímabili, frá 1968 til 1972, sendu Bandaríkjamenn níu mannaðar geimflaugar til tunglsins. Af þessum níu flaugum lentu sex á tunglinu, sú fyrsta 20. júlí 1969. Tólf geimfarar gengu á yfirborði tunglins, gerðu þar ýmsar mælingar og fluttu aftur til jarðar 382 kg af tunglsteinum.

Hver geimferð stóð í 6 – 8 daga og á þeim tíma má ætla að geimfararnir hafi ferðast hátt í milljón kílómetra, á um 40.000 kílómetra hraða á klukkustund. Það er þó ekki mjög löng fjarlægð á mælikvarða sólkerfisins; ef við gerum ráð fyrir að farnir hafi verið milljón kílómetrar má nefna til samanburðar að 150 sinnum lengra er til sólar, og um 4500 sinnum lengra til Plútó þegar hann er næst jörðu.

Allar mannaðar geimferðir frá því 1972, er síðasta Apollo-flaugin sneri aftur til jarðar, hafa verið farnar á braut um jörðu. Á öðrum áratug 21. aldar vonast yfirmenn NASA til að hægt verði að senda menn aftur í lengri ferðir, annað hvort til tunglsins eða alla leið til Mars.

Nánar er fjallað um Apollo-geimferðirnar í svari sama höfundar við spurningunni: Til hvers voru menn sendir til tunglsins?

Heimildir:

Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J. 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Reeman and Company.

Almennar upplýsingar um Apollo-áætlunina er að finna á þessari síðu Bandaríska loft- og geimferðasafnsins (the National Air and Space Museum).

Á þessum spurningasíðum NASA er að finna ýmsar upplýsingar, meðal annars um stefnu stofnunarinnar á næstu öld.

Höfundur

Tryggvi Þorgeirsson

læknir og fyrrverandi starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

26.4.2000

Spyrjandi

Vignir Már Lýðsson

Tilvísun

TÞ. „Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?“ Vísindavefurinn, 26. apríl 2000, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=368.

TÞ. (2000, 26. apríl). Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=368

TÞ. „Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?“ Vísindavefurinn. 26. apr. 2000. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=368>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað hefur mannað geimfar komist langt út í geiminn?
Tunglið er fjarlægasti áfangastaður mannaðs geimfars til þessa, en meðalfjarlægð tunglsins frá jörðu er um 380.000 km sem er meira en nífalt ummál jarðar.

Á fjögurra ára tímabili, frá 1968 til 1972, sendu Bandaríkjamenn níu mannaðar geimflaugar til tunglsins. Af þessum níu flaugum lentu sex á tunglinu, sú fyrsta 20. júlí 1969. Tólf geimfarar gengu á yfirborði tunglins, gerðu þar ýmsar mælingar og fluttu aftur til jarðar 382 kg af tunglsteinum.

Hver geimferð stóð í 6 – 8 daga og á þeim tíma má ætla að geimfararnir hafi ferðast hátt í milljón kílómetra, á um 40.000 kílómetra hraða á klukkustund. Það er þó ekki mjög löng fjarlægð á mælikvarða sólkerfisins; ef við gerum ráð fyrir að farnir hafi verið milljón kílómetrar má nefna til samanburðar að 150 sinnum lengra er til sólar, og um 4500 sinnum lengra til Plútó þegar hann er næst jörðu.

Allar mannaðar geimferðir frá því 1972, er síðasta Apollo-flaugin sneri aftur til jarðar, hafa verið farnar á braut um jörðu. Á öðrum áratug 21. aldar vonast yfirmenn NASA til að hægt verði að senda menn aftur í lengri ferðir, annað hvort til tunglsins eða alla leið til Mars.

Nánar er fjallað um Apollo-geimferðirnar í svari sama höfundar við spurningunni: Til hvers voru menn sendir til tunglsins?

Heimildir:

Freedman, R. A. og Kaufmann, W. J. 1998. Universe, 5. útgáfa. New York, W. H. Reeman and Company.

Almennar upplýsingar um Apollo-áætlunina er að finna á þessari síðu Bandaríska loft- og geimferðasafnsins (the National Air and Space Museum).

Á þessum spurningasíðum NASA er að finna ýmsar upplýsingar, meðal annars um stefnu stofnunarinnar á næstu öld.

...