Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar?

Páll Einarsson og Magnús Tumi Guðmundsson

Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Til hvaða eldstöðvakerfis flokkast Skaftárkatlar og hvað er vitað um landslagið og jarðhitakerfin undir þeim?

Milli Bárðarbungu-Veiðivatna og Grímsvatna er svæði sem gæti verið sjálfstætt eldstöðvakerfi, kennt við Loka. Nafnið er dregið af Lokahrygg undir jöklinum milli Hamarsins og Grímsvatna. Þar eru jarðhitasvæðin undir Skaftárkötlum. Ekki er vitað með vissu um eldgos á Lokakerfinu á sögulegum tíma, en móbergshryggir undir Tungnaárjökli og milli Tungnaár og Skaftár tengjast kerfinu og urðu til í gosum undir jökli. Hlaupum úr kötlunum fylgja óróahviður og gætu annaðhvort verið merki um smágos undir jöklinum eða suðu í jarðhitakerfunum. Framburður Skaftárhlaupa veldur gróðureyðingu og uppblæstri með farvegi Skaftár og í Eldhrauni.

Mynd sem sýnir staðsetningu sigkatlanna tveggja sem kenndir eru við Skaftá og leið hlaupanna úr þeim. Á myndinn sést einnig leið jökulhlaupa úr Grímsvötnum.

Hlaupin í Skaftá koma úr tveimur jarðhitasvæðum norðvestan Grímsvatna. Þar er hryggur undir jöklinum, Lokahryggur,[1] og á honum tvö öflug jarðhitasvæði sem hafa myndað stóra sigkatla. Vestan þeirra er þriðja dældin, en jarðhiti undir henni er mun minni. Vatn safnast fyrir undir stóru kötlunum tveimur, svo að þrýstingur vatnsins við botninn vex með tímanum vegna hækkandi vatnsstöðu. Að lokum nær vatnið að þrengja sér undir jökulinn umhverfis og leita framrásar til suðvesturs að jökulrönd við upptök Skaftár. Þar koma þau fram í Skaftárhlaupum.[2] Þessi jarðhitasvæði eru utan þeirra eldstöðva sem þarna eru þekktar. Tilgáta er um að þau tilheyri sérstöku eldstöðvakerfi, og væri þá megineldstöðin við Lokahrygg og Hamarinn (í norðvesturjaðri Vatnajökuls), og sprungusveimur þess lægi til suðvesturs og kæmi fram við Langasjó.[3] Sýnilegar sprungur væru þá einkum gossprungur frá ísöld sem hefðu mótað móbergshryggina umhverfis Langasjó. Ekki er ljóst hveru gagnleg þessi hugmynd er til betri skilnings á virkni svæðisins, en mestur hluti þessa eldstöðvakerfis er hulinn jökli og því erfitt að rannsaka tengsl sprungusveimsins við megineldstöðina. Þyngdarmælingar sýna að ekki hafa myndast umtalsverð innskot undir Skaftárkötlum eða Lokahryggi eins og undir stærri megineldstöðvum.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Helgi Björnsson og Páll Einarsson, 1990. Volcanoes beneath Vatnajökull, Iceland: Evidence from radio echo-sounding, earthquakes and jökulhlaup. Jökull, 40, 147-168.
  2. ^ Bergur Einarsson, 2009. Jökulhlaups in Skaftá: A study of a jökulhlaup from the Western Skaftá cauldron in the Vatnajökull ice cap, Iceland. Meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands.
  3. ^ Sama heimild og í nr. 1.
  4. ^ Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir, 2007. Volcanic systems and calderas in the Vatnajökull region, central Iceland, constrainst on crustal structure from gravity data. Journal of Geodynamics, 43, 163-169.

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Lokahrygg í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi.

Spyrjandi spurði einnig um landslag undir Skaftárkötlum en á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvernig er landslagið undir Vatnajökli? eftir Helga Björnsson og vísum við til þess.

Höfundar

Páll Einarsson

prófessor emeritus í jarðeðlisfræði við HÍ

Magnús Tumi Guðmundsson

prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ

Útgáfudagur

13.9.2021

Spyrjandi

Gylfi Gylfason

Tilvísun

Páll Einarsson og Magnús Tumi Guðmundsson. „Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar?“ Vísindavefurinn, 13. september 2021, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=82411.

Páll Einarsson og Magnús Tumi Guðmundsson. (2021, 13. september). Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=82411

Páll Einarsson og Magnús Tumi Guðmundsson. „Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar?“ Vísindavefurinn. 13. sep. 2021. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=82411>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða eldstöðvakerfi tilheyra Skaftárkatlar?
Upprunalega spurningin hljóðaði svona:

Til hvaða eldstöðvakerfis flokkast Skaftárkatlar og hvað er vitað um landslagið og jarðhitakerfin undir þeim?

Milli Bárðarbungu-Veiðivatna og Grímsvatna er svæði sem gæti verið sjálfstætt eldstöðvakerfi, kennt við Loka. Nafnið er dregið af Lokahrygg undir jöklinum milli Hamarsins og Grímsvatna. Þar eru jarðhitasvæðin undir Skaftárkötlum. Ekki er vitað með vissu um eldgos á Lokakerfinu á sögulegum tíma, en móbergshryggir undir Tungnaárjökli og milli Tungnaár og Skaftár tengjast kerfinu og urðu til í gosum undir jökli. Hlaupum úr kötlunum fylgja óróahviður og gætu annaðhvort verið merki um smágos undir jöklinum eða suðu í jarðhitakerfunum. Framburður Skaftárhlaupa veldur gróðureyðingu og uppblæstri með farvegi Skaftár og í Eldhrauni.

Mynd sem sýnir staðsetningu sigkatlanna tveggja sem kenndir eru við Skaftá og leið hlaupanna úr þeim. Á myndinn sést einnig leið jökulhlaupa úr Grímsvötnum.

Hlaupin í Skaftá koma úr tveimur jarðhitasvæðum norðvestan Grímsvatna. Þar er hryggur undir jöklinum, Lokahryggur,[1] og á honum tvö öflug jarðhitasvæði sem hafa myndað stóra sigkatla. Vestan þeirra er þriðja dældin, en jarðhiti undir henni er mun minni. Vatn safnast fyrir undir stóru kötlunum tveimur, svo að þrýstingur vatnsins við botninn vex með tímanum vegna hækkandi vatnsstöðu. Að lokum nær vatnið að þrengja sér undir jökulinn umhverfis og leita framrásar til suðvesturs að jökulrönd við upptök Skaftár. Þar koma þau fram í Skaftárhlaupum.[2] Þessi jarðhitasvæði eru utan þeirra eldstöðva sem þarna eru þekktar. Tilgáta er um að þau tilheyri sérstöku eldstöðvakerfi, og væri þá megineldstöðin við Lokahrygg og Hamarinn (í norðvesturjaðri Vatnajökuls), og sprungusveimur þess lægi til suðvesturs og kæmi fram við Langasjó.[3] Sýnilegar sprungur væru þá einkum gossprungur frá ísöld sem hefðu mótað móbergshryggina umhverfis Langasjó. Ekki er ljóst hveru gagnleg þessi hugmynd er til betri skilnings á virkni svæðisins, en mestur hluti þessa eldstöðvakerfis er hulinn jökli og því erfitt að rannsaka tengsl sprungusveimsins við megineldstöðina. Þyngdarmælingar sýna að ekki hafa myndast umtalsverð innskot undir Skaftárkötlum eða Lokahryggi eins og undir stærri megineldstöðvum.[4]

Tilvísanir:
  1. ^ Helgi Björnsson og Páll Einarsson, 1990. Volcanoes beneath Vatnajökull, Iceland: Evidence from radio echo-sounding, earthquakes and jökulhlaup. Jökull, 40, 147-168.
  2. ^ Bergur Einarsson, 2009. Jökulhlaups in Skaftá: A study of a jökulhlaup from the Western Skaftá cauldron in the Vatnajökull ice cap, Iceland. Meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands.
  3. ^ Sama heimild og í nr. 1.
  4. ^ Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir, 2007. Volcanic systems and calderas in the Vatnajökull region, central Iceland, constrainst on crustal structure from gravity data. Journal of Geodynamics, 43, 163-169.

Mynd:


Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Lokahrygg í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi.

Spyrjandi spurði einnig um landslag undir Skaftárkötlum en á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvernig er landslagið undir Vatnajökli? eftir Helga Björnsson og vísum við til þess.

...