Til hvaða eldstöðvakerfis flokkast Skaftárkatlar og hvað er vitað um landslagið og jarðhitakerfin undir þeim?Milli Bárðarbungu-Veiðivatna og Grímsvatna er svæði sem gæti verið sjálfstætt eldstöðvakerfi, kennt við Loka. Nafnið er dregið af Lokahrygg undir jöklinum milli Hamarsins og Grímsvatna. Þar eru jarðhitasvæðin undir Skaftárkötlum. Ekki er vitað með vissu um eldgos á Lokakerfinu á sögulegum tíma, en móbergshryggir undir Tungnaárjökli og milli Tungnaár og Skaftár tengjast kerfinu og urðu til í gosum undir jökli. Hlaupum úr kötlunum fylgja óróahviður og gætu annaðhvort verið merki um smágos undir jöklinum eða suðu í jarðhitakerfunum. Framburður Skaftárhlaupa veldur gróðureyðingu og uppblæstri með farvegi Skaftár og í Eldhrauni.
- ^ Helgi Björnsson og Páll Einarsson, 1990. Volcanoes beneath Vatnajökull, Iceland: Evidence from radio echo-sounding, earthquakes and jökulhlaup. Jökull, 40, 147-168.
- ^ Bergur Einarsson, 2009. Jökulhlaups in Skaftá: A study of a jökulhlaup from the Western Skaftá cauldron in the Vatnajökull ice cap, Iceland. Meistaraprófsritgerð við Háskóla Íslands.
- ^ Sama heimild og í nr. 1.
- ^ Magnús Tumi Guðmundsson og Þórdís Högnadóttir, 2007. Volcanic systems and calderas in the Vatnajökull region, central Iceland, constrainst on crustal structure from gravity data. Journal of Geodynamics, 43, 163-169.
- Jökulhlaup | Vatnajökulsþjóðgarður. (Sótt 10.09.2021).
Þetta svar er hluti af lengri umfjöllun um Lokahrygg í bókinni Náttúruvá á Íslandi: Eldgos og jarðskjálftar. Textinn er birtur með góðfúslegu leyfi. Spyrjandi spurði einnig um landslag undir Skaftárkötlum en á Vísindavefnum er til svar við spurningunni Hvernig er landslagið undir Vatnajökli? eftir Helga Björnsson og vísum við til þess.