Vatnið er leitt úr vatnsbóli (a) um leiðslu í fremri klefann (b). Leiðslan verður að vera nokkuð sver og hæðarmunur á vatnsbóli og þessum klefa nokkur til þess að vatnið komi á nógu miklum hraða inn í klefann til að knýja dæluna. Þegar vatnið er á litlum hraða flæðir vatnið út um loka (c). Ef hraðinn er meiri lokast loki (c) og vatnið sem er á mikill ferð streymir inn í efri klefann (d). Hann fer að fyllast af vatni og þá minnkar rýmið fyrir loft í efri hluta klefans. Þar byggist því upp þrýstingur. Þegar sá þrýstingur er orðinn mikill hægir á vatnsflæðinu og lokinn milli klefanna (e) lokast. Þá veldur loftþrýstingur í efri klefanum því að vatnið streymir upp mjóu stigpípuna (f) til notenda. Þegar hægir á vatnsflæðinu í fremri klefanum (b) opnast loki (c) aftur og vatnið streymir út. Þannig getur hringurinn endurtekið sig á um einnar sekúndu fresti. Vatnshrúta er hentugt að nota í lítil dælukerfi, til dæmis fyrir sumarbústaði, þar sem virkjaður er lækur eða önnur lind þar sem í lagi er að mest vatnið fari framhjá kerfinu. Vatnshrútur krefst afar lítils viðhalds vegna þess að í honum eru aðeins tveir hlutar sem hreyfast, lokarnir. Á ensku nefnist vatnshrútur ram pump. Lesa má um ýmsar gerðir dælna á þessari ensku vefsíðu. Frekara lesefni af Vísindavefnum:
- Hvað getið þið sagt mér um uppfinningamenn og uppfinningar Forngrikkja? eftir Geir Þ. Þórarinsson
- Er hæð bygginga einhver takmörk sett ef nóg fjármagn er fyrir hendi? eftir Júlíus Sólnes
- Er hagkvæmt að setja upp vindmyllur til raforkuframleiðslu á Íslandi? eftir Hákon Aðalsteinsson og Sigurð Inga Friðleifsson