Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaðan er orðið kommóða komið?

Guðrún Kvaran

Árnastofnun - mynd í *Árnarstofnun
Orðið kommóða var tekið að láni úr dönsku kommode. Þangað barst orðið úr frönsku commode en að baki liggur latneska lýsingarorðið commodus: 'hentugur, mátulegur'.

Latneska orðið er sett saman úr forskeytinu con- 'sam-' og modus 'máti, háttur'.

Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um kommóðu á prenti eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Það bendir til þess að orðið sé ekki miklu eldra í íslensku máli. Elstu dæmin eru flest úr auglýsingum án skýringa þannig að húsgagnið hefur verið sæmilega þekkt undir þessu nafni um eða upp úr 1880.

Íslenskt orð yfir kommóðu er dragkista. Það hefur verið notað að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld en var einnig haft um kistu með kúptu loki. Þegar farið var að flytja húsgagnið inn frá Danmörku í auknum mæli fylgdi heitið kommóða með. Ekki hefur öllum líkað það vel því að í Eimreiðinni 1907 er þennan texta að finna:
Nú eru dragkistur (sem [...] eru kallaðar „kommóður”!) orðnar almennar.
Orðið dragkista hefur að mestu orðið að lúta í lægra haldi fyrir danska tökuorðinu.

Höfundur

Guðrún Kvaran

prófessor

Útgáfudagur

18.6.2001

Spyrjandi

Tryggvi Elínarson

Tilvísun

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið kommóða komið?“ Vísindavefurinn, 18. júní 2001, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=1715.

Guðrún Kvaran. (2001, 18. júní). Hvaðan er orðið kommóða komið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=1715

Guðrún Kvaran. „Hvaðan er orðið kommóða komið?“ Vísindavefurinn. 18. jún. 2001. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=1715>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaðan er orðið kommóða komið?
Orðið kommóða var tekið að láni úr dönsku kommode. Þangað barst orðið úr frönsku commode en að baki liggur latneska lýsingarorðið commodus: 'hentugur, mátulegur'.

Latneska orðið er sett saman úr forskeytinu con- 'sam-' og modus 'máti, háttur'.

Elstu dæmi Orðabókar Háskólans um kommóðu á prenti eru frá síðasta þriðjungi 19. aldar. Það bendir til þess að orðið sé ekki miklu eldra í íslensku máli. Elstu dæmin eru flest úr auglýsingum án skýringa þannig að húsgagnið hefur verið sæmilega þekkt undir þessu nafni um eða upp úr 1880.

Íslenskt orð yfir kommóðu er dragkista. Það hefur verið notað að minnsta kosti frá því um miðja 19. öld en var einnig haft um kistu með kúptu loki. Þegar farið var að flytja húsgagnið inn frá Danmörku í auknum mæli fylgdi heitið kommóða með. Ekki hefur öllum líkað það vel því að í Eimreiðinni 1907 er þennan texta að finna:
Nú eru dragkistur (sem [...] eru kallaðar „kommóður”!) orðnar almennar.
Orðið dragkista hefur að mestu orðið að lúta í lægra haldi fyrir danska tökuorðinu.

...