Sá hjá ykkur svar við aðgengi almennings að sjó á eignalandi. Langar að vita með lóðir eins og á Arnarnesinu. Hafa húseigendur leyfi til að banna gerð göngu-og hjólastígs meðfram ströndinni? Ná eignalóðir alveg niður að sjó?Eins og fram kemur í svari við spurningunni Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum? er almenningi frjáls för um fjörur og lönd sem liggja að vötnum. Í deiliskipulögum sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu er gert ráð fyrir fjöru- eða strandsvæði sem er aðgengilegt almenningi. Íbúðalóðir ná í langflestum tilfellum ekki niður sjó heldur er landspila í eigu sveitarfélagsins látin skilja þar á milli. Þessi lönd eru ýmist kölluð útivistarsvæði eða strandsvæði og þar er almenningi frjálst að spóka sig. Í tilfelli Arnarness er þetta nefnt útivistarsvæði og fjaran þar er einnig friðuð samkvæmt auglýsingu 878/2009. Ef Garðarbær hyggðist leggja hjólreiðastíg meðfram strandlengjunni á Arnarnesinu sem færi yfir íbúðalóðir, þyrfti að fá samþykki rétthafa lóðanna. Ef það næðist ekki yrði eignarnám að fara fram. Eignarnám er aðeins samþykkt ef viss skilyrði eru uppfyll, það er lagafyrirmæli, almenningsþörf og greiðsla á fullum bótum fyrir landið sem tekið er eignarnámi.

Fjaran á Seltjarnarnesinu er flokkuð undir hverfisvernd og útivistarsvæði, öllum er frjálst að spóka sig þar.
- ^ Erna Ágústsdóttir. Lóðarleigusamningar, í upphafi skal endinn skoða. (2012). Háskóli Ísland. Sótt 21.14.20 af Skemman.is
- Wikimedia Commons. (Sótt 13.05.2020). Myndin er birt undir leyfinu C.C.BY-SA4.0.