Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum?

Emma Adolfsdóttir

Öll spurningin hljóðaði svona:
Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum? Hvar finn ég þessi lög?

Um almannarétt að landinu gilda lög um náttúruvernd nr. 60/2013, en samkvæmt lögunum er almenningi heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Rétti þessum fylgir skylda til að ganga vel um náttúru landsins.

Mönnum er heimilt án sérstaks leyfis landeiganda að fara meðal annars gangandi um óræktað land og dveljast þar en á eignarlandi í byggð er eiganda þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu svæði. Land telst óræktað eftir langvarandi notkunarleysi.

För um ræktað land er háð samþykki landeiganda. Aftur á móti er óheimilt að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna og ef mannvirki hindrar för um bakka skal sem kostur er séð fyrir göngustíg kringum mannvirkið og að bakkanum aftur.

Mönnum er heimilt án sérstaks leyfis landeiganda að fara gangandi um óræktað land og dveljast þar. För um ræktað land er háð samþykki landeiganda. Óheimilt er að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að það hindri umferð gangandi manna. Myndin er tekin við Mývatn.

Þá segir í 21. grein náttúruverndarlaga að um umferð um vötn fari samkvæmt ákvæðum vatnalaga nr. 15/1923, en vatnalög gilda bæði um aðgengi að sjó og vötnum. Öllum er heimil för um sjó og vötn og einnig er heimilt að taka vatn til heimilisþarfa og baða, svo lengi sem það brjóti ekki í bága við önnur lög eða samþykktir né valdi truflun á veiði manna.

Einnig hafa allir sem fara um vötn eða nota þau til sunds eða baða, rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem eru nauðsynleg vegna umferðar um vötn. Þeim ber þó skylda samkvæmt vatnalögum til að gæta fyllstu varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það. Valdi maður tjóni á eign annars manns getur það bakað honum bótaskyldu gagnvart landeigandanum eða öðrum rétthöfum.

Samkvæmt náttúrulögum og vatnalögum er öllum skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna ýtrustu varúð þegar ferðast er um landið, en það getur varðað refsiábyrgð að spilla náttúrunni.

Mynd:

Höfundur

Emma Adolfsdóttir

MA-nemi í lögfræði

Útgáfudagur

13.5.2019

Spyrjandi

Jónína Óskarsdóttir

Tilvísun

Emma Adolfsdóttir. „Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum?“ Vísindavefurinn, 13. maí 2019, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=74613.

Emma Adolfsdóttir. (2019, 13. maí). Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=74613

Emma Adolfsdóttir. „Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum?“ Vísindavefurinn. 13. maí. 2019. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=74613>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum?
Öll spurningin hljóðaði svona:

Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum? Hvar finn ég þessi lög?

Um almannarétt að landinu gilda lög um náttúruvernd nr. 60/2013, en samkvæmt lögunum er almenningi heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Rétti þessum fylgir skylda til að ganga vel um náttúru landsins.

Mönnum er heimilt án sérstaks leyfis landeiganda að fara meðal annars gangandi um óræktað land og dveljast þar en á eignarlandi í byggð er eiganda þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu svæði. Land telst óræktað eftir langvarandi notkunarleysi.

För um ræktað land er háð samþykki landeiganda. Aftur á móti er óheimilt að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna og ef mannvirki hindrar för um bakka skal sem kostur er séð fyrir göngustíg kringum mannvirkið og að bakkanum aftur.

Mönnum er heimilt án sérstaks leyfis landeiganda að fara gangandi um óræktað land og dveljast þar. För um ræktað land er háð samþykki landeiganda. Óheimilt er að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að það hindri umferð gangandi manna. Myndin er tekin við Mývatn.

Þá segir í 21. grein náttúruverndarlaga að um umferð um vötn fari samkvæmt ákvæðum vatnalaga nr. 15/1923, en vatnalög gilda bæði um aðgengi að sjó og vötnum. Öllum er heimil för um sjó og vötn og einnig er heimilt að taka vatn til heimilisþarfa og baða, svo lengi sem það brjóti ekki í bága við önnur lög eða samþykktir né valdi truflun á veiði manna.

Einnig hafa allir sem fara um vötn eða nota þau til sunds eða baða, rétt til þeirra afnota af vatnsbökkum sem eru nauðsynleg vegna umferðar um vötn. Þeim ber þó skylda samkvæmt vatnalögum til að gæta fyllstu varkárni og forðast að valda skemmdum á landi, mannvirkjum eða veiðitækjum í vatni eða við það. Valdi maður tjóni á eign annars manns getur það bakað honum bótaskyldu gagnvart landeigandanum eða öðrum rétthöfum.

Samkvæmt náttúrulögum og vatnalögum er öllum skylt að ganga vel um náttúru landsins og sýna ýtrustu varúð þegar ferðast er um landið, en það getur varðað refsiábyrgð að spilla náttúrunni.

Mynd:

...