Hvaða lög gilda um almannarétt að aðgengi að sjó og vötnum? Hvar finn ég þessi lög?Um almannarétt að landinu gilda lög um náttúruvernd nr. 60/2013, en samkvæmt lögunum er almenningi heimil för um landið og dvöl þar í lögmætum tilgangi. Rétti þessum fylgir skylda til að ganga vel um náttúru landsins. Mönnum er heimilt án sérstaks leyfis landeiganda að fara meðal annars gangandi um óræktað land og dveljast þar en á eignarlandi í byggð er eiganda þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustíga umferð manna og dvöl á afgirtu svæði. Land telst óræktað eftir langvarandi notkunarleysi. För um ræktað land er háð samþykki landeiganda. Aftur á móti er óheimilt að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að hindri umferð gangandi manna og ef mannvirki hindrar för um bakka skal sem kostur er séð fyrir göngustíg kringum mannvirkið og að bakkanum aftur.

Mönnum er heimilt án sérstaks leyfis landeiganda að fara gangandi um óræktað land og dveljast þar. För um ræktað land er háð samþykki landeiganda. Óheimilt er að setja niður girðingu á vatns-, ár- eða sjávarbakka þannig að það hindri umferð gangandi manna. Myndin er tekin við Mývatn.
- Lake Mývatn | The peaceful Lake Mývatn is just a few minutes… | Flickr. (Sótt 13.05.2019).