Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.
Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar
um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að
svara öllum spurningum.
Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að
svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki
nægileg deili á sér.
Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.
Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!
Þéttefnisfræði (e. condensed matter physics) er stærsta undirsvið nútíma eðlisfræði og miðar að því að athuga og útskýra stórsæja (e. macroscopic) eiginleika "þéttra" efna, það er að segja fastra efna og vökva. Hér er oftast um að ræða kristölluð efni eins og málma, hálfleiðara eða ofurleiðara, einangrandi kristalla eins og demanta, eða vökva með sérstaka eðlisfræðilega eiginleika.
Þéttefnisfræðin útskýrir meðal annars hvers vegna segull getur svifið yfir ofurleiðandi kristalli eins og sýnt er á myndinni. Ofurleiðni er eiginleiki sem ákveðin efni hafa við lágt hitastig og liggur ofurleiðarinn því í baði af fljótandi köfnunarefni þar sem er 196 gráðu frost.
Þéttefnisfræði byggir á grunni skammtafræðinnar en í stað þess að lýsa hegðun einstakra einda þá er reynt að skýra hvað gerist þegar margar (um 1.000.000.000.000.000.000.000.000 eða fleiri) eindir koma saman og mynda fast efni. Þéttefnisfræðin hefur þess vegna náin tengsl við önnur svið eins og efnafræði og örtækni. Þéttefnisfræðin er einnig mikilvæg fyrir ákveðnar greinar rafmagns- og vélaverkfræði og hafa framfarir í þéttefnisfræði á undanförnum áratugum haft gríðarleg áhrif á tækniþróun, meðal annars í tölvu- og samskiptatækni.
Heimild og mynd
Kristján Leósson. „Hvað er þéttefni og þéttefnisfræði?“ Vísindavefurinn, 13. nóvember 2006, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6375.
Kristján Leósson. (2006, 13. nóvember). Hvað er þéttefni og þéttefnisfræði? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6375
Kristján Leósson. „Hvað er þéttefni og þéttefnisfræði?“ Vísindavefurinn. 13. nóv. 2006. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6375>.