Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=
Rafhlöður eru hylki með rafskautum í raflausn. Með rafhlöðum er hægt að breyta efnaorku í raforku. Víða á Alnetinu og í bókum um vísindi er hægt að finna upplýsingar um það hvernig hægt er að búa til einfaldar rafhlöður, til dæmis úr sítrónu.

Aðferðin er frekar einföld. Til þess að búa til rafhlöðuna þarf eina safaríka sítrónu. Svo þarf koparpening og nagla sem er sinkhúðaður (galvaníseraður). Koparpeningnum er stungið í annan enda sítrónunnar og naglanum í hinn endann. Koparpeningurinn er jákvætt skaut rafhlöðunnar og sinkhúðaði naglinn er neikvæða skautið. Til þess að leiða rafmagn á milli skautanna þarf síðan bara koparþráð.


Einföld sítrónurafhlaða.

Ef ætlunin er að kveikja á lítilli ljósaperu með sítrónurafhlöðunni þarf örugglega að tengja saman fleiri sítrónur. Upplýsingar um það er hægt að fá á þessari síðu og hér er líka önnur uppskrift af rafhlöðu Rough Science

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.

Höfundur

Útgáfudagur

17.10.2008

Spyrjandi

Sara B.

Tilvísun

JGÞ. „Hvernig eru rafhlöður búnar til?“ Vísindavefurinn, 17. október 2008, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=49617.

JGÞ. (2008, 17. október). Hvernig eru rafhlöður búnar til? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=49617

JGÞ. „Hvernig eru rafhlöður búnar til?“ Vísindavefurinn. 17. okt. 2008. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=49617>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig eru rafhlöður búnar til?
Rafhlöður eru hylki með rafskautum í raflausn. Með rafhlöðum er hægt að breyta efnaorku í raforku. Víða á Alnetinu og í bókum um vísindi er hægt að finna upplýsingar um það hvernig hægt er að búa til einfaldar rafhlöður, til dæmis úr sítrónu.

Aðferðin er frekar einföld. Til þess að búa til rafhlöðuna þarf eina safaríka sítrónu. Svo þarf koparpening og nagla sem er sinkhúðaður (galvaníseraður). Koparpeningnum er stungið í annan enda sítrónunnar og naglanum í hinn endann. Koparpeningurinn er jákvætt skaut rafhlöðunnar og sinkhúðaði naglinn er neikvæða skautið. Til þess að leiða rafmagn á milli skautanna þarf síðan bara koparþráð.


Einföld sítrónurafhlaða.

Ef ætlunin er að kveikja á lítilli ljósaperu með sítrónurafhlöðunni þarf örugglega að tengja saman fleiri sítrónur. Upplýsingar um það er hægt að fá á þessari síðu og hér er líka önnur uppskrift af rafhlöðu Rough Science

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Heimild og mynd:


Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur....