Í riti Karls Gunnarssonar um þara er beltisþaranum lýst á eftirfarandi hátt:
Beltisþarinn hefur heilt óklofið blað sem situr á tiltölulega stuttum stilk. Á einstaklingum sem vaxa á skjólstæðum stöðum er yfirborðið stundum slétt en blaðjaðrarnir oftast bylgjóttir. Beltisþarinn getur orðið meira en 5 metra langur og blaðið rúmur metri á lengd. Algengast er hins vegar að blaðið á fullvöxnum beltisþara sé 1,5 til 2,0 metrar á lengd og 20 til 30 cm á breidd. Stilkur beltisþara er sívalur og heill í gegn. Hann er oftast á bilinu 20 til 100 cm á lengd.Í fjörðunum fyrir austan vex afbrigði af beltisþara sem er með holan stilk. Áður var þessi þari flokkaður sem sér tegund, Laminaria faeroensis, en er nú skilgreindur sem deilitegund beltisþarans. Frekara lesefni á Vísindavefnum:
- Hvað einkennir grænþörunga? eftir Jón Má Halldórsson
- Er líf á hafsbotni? eftir Jörund Svavarsson
- Vaxa plöntur á suðurpólnum? eftir Jón Má Halldórsson
- Hvert er mikilvægi þörunga fyrir lífríki jarðar? eftir Jón Má Halldórsson
- Karl Gunnarsson. 1997. Þari. Námsgagnastofnun - Hafrannsóknastofnun.
- Biopix