Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað merkir háþrýstingur í veðurfréttunum?

MBS

Þegar talað er um hæðir í veðurspám er átt við háþrýstisvæði. Háþrýstisvæði eru svæði með hærri loftþrýsting en er umhverfis þau. Á norðurhveli jarðar blæs vindurinn réttsælis um háþrýstisvæði, en rangsælis á suðurhveli. Næst jörðu beinist vindurinn svo nokkuð frá hæðinni svo að yfir henni myndast niðurstreymi sem hitar loftið og leiðir til þess að ský greiðast í sundur. Þetta gerist einkum á sumrin.



Mjög djúpar lægðir geta valdið fellibyljum og ofsaveðri

Lægð er hins vegar vindsveipur, oft 1000-2000 km í þvermál, sem myndast á meginskilum og berst oftast frá vestri til austurs með ríkjandi vindum í neðri hluta gufuhvolfs. Öfugt við hæðir blæs vindurinn rangsælis um lægðir á norðurhveli jarðar en réttsælis á suðurhveli. Lægðir valda þeim mun meiri úrkomu og hvassviðri sem þær eru dýpri, og loftþrýstingur lækkar ört inn að lægðarmiðju þar sem hann er lægstur.

Nánar má lesa um þetta í svari Haralds Ólafssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Af hverju er vindur í lægðum alltaf rangsælis á norðurhveli jarðar?.

Frekara lesefni um veður og veðurfræði á Vísindavefnum:


Heimild og Mynd:

  • Íslenska Alfræði Orðabókin. 1990. Örn og Örlygur, Reykjavík.
  • wels.net
  • Höfundur

    Margrét Björk Sigurðardóttir

    líffræðingur

    Útgáfudagur

    1.3.2006

    Spyrjandi

    Davíð Bragason

    Tilvísun

    MBS. „Hvað merkir háþrýstingur í veðurfréttunum?“ Vísindavefurinn, 1. mars 2006, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=5678.

    MBS. (2006, 1. mars). Hvað merkir háþrýstingur í veðurfréttunum? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=5678

    MBS. „Hvað merkir háþrýstingur í veðurfréttunum?“ Vísindavefurinn. 1. mar. 2006. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=5678>.

    Chicago | APA | MLA

    Senda grein til vinar

    =

    Hvað merkir háþrýstingur í veðurfréttunum?
    Þegar talað er um hæðir í veðurspám er átt við háþrýstisvæði. Háþrýstisvæði eru svæði með hærri loftþrýsting en er umhverfis þau. Á norðurhveli jarðar blæs vindurinn réttsælis um háþrýstisvæði, en rangsælis á suðurhveli. Næst jörðu beinist vindurinn svo nokkuð frá hæðinni svo að yfir henni myndast niðurstreymi sem hitar loftið og leiðir til þess að ský greiðast í sundur. Þetta gerist einkum á sumrin.



    Mjög djúpar lægðir geta valdið fellibyljum og ofsaveðri

    Lægð er hins vegar vindsveipur, oft 1000-2000 km í þvermál, sem myndast á meginskilum og berst oftast frá vestri til austurs með ríkjandi vindum í neðri hluta gufuhvolfs. Öfugt við hæðir blæs vindurinn rangsælis um lægðir á norðurhveli jarðar en réttsælis á suðurhveli. Lægðir valda þeim mun meiri úrkomu og hvassviðri sem þær eru dýpri, og loftþrýstingur lækkar ört inn að lægðarmiðju þar sem hann er lægstur.

    Nánar má lesa um þetta í svari Haralds Ólafssonar og Þorsteins Vilhjálmssonar við spurningunni: Af hverju er vindur í lægðum alltaf rangsælis á norðurhveli jarðar?.

    Frekara lesefni um veður og veðurfræði á Vísindavefnum:


    Heimild og Mynd:

  • Íslenska Alfræði Orðabókin. 1990. Örn og Örlygur, Reykjavík.
  • wels.net
  • ...