Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvernig vitum við hvernig veðrið verður?

ÞV

Svarið við þessu byrjar með því að við öflum gagna um veðrið undanfarið og á svæðinu kringum okkur. Nú á dögum er þetta gert bæði með venjulegum og sjálfvirkum athugunum á tilteknum stöðum og einnig til dæmis með myndum sem teknar eru úr gervitunglum. Gögnin sem veðurfræðingarnir fá til skoðunar sýna hita loftsins, þrýsting þess, vindstefnu og vindhraða, úrkomu, skýjafar og fleira. Miklu skiptir að þessi gögn nái yfir stórt svæði, ekki síst ef við ætlum að spá nokkra daga fram í tímann.



Þessi mynd úr gervitungli sýnir lægð suð-vestur af Íslandi.

Þegar gögnin eru fengin gerir veðurfræðingurinn svokallað reiknilíkan um hegðun lofthjúpsins fram í tímann. Til þess notar hann ýmis almenn lögmál eða reglur sem um þetta gilda. Sem dæmi má nefna að loftið leitar frá svæði með háum þrýstingi inn á svæði með lágum þrýstingi en sveigir svo raunar líka á tiltekinn hátt vegna snúnings jarðar um möndul. Annað dæmi er það að rakinn í loftinu þéttist þegar það kólnar og þá verður ef til vill rigning.

Þegar veðurspár rætast ekki má segja í stuttu máli að það stafi af því hvað veðrakerfin eru flókin. Upphaflegu gögnunum kann því að vera ábótavant, einkum þegar „mikið er að gerast“, það er að segja að miklar breytingar eru á skilyrðum frá einum stað til annars. Einnig geta reiknilíkönin þá brugðist. Auk þess getur komið fyrir að veður verður mjög staðbundið, þannig að sama veður ríkir aðeins á litlu svæði, og þá getur verið erfitt að segja fyrir um það.

Lesandinn getur fundið fleiri og rækilegri svör um þessi efni með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.

Mynd: General Aviation Flying to Europe

Höfundur

Þorsteinn Vilhjálmsson

prófessor emeritus, ritstjóri Vísindavefsins 2000-2010 og ritstjóri Evrópuvefsins 2011

Útgáfudagur

18.4.2005

Spyrjandi

Sigríður Þórsdóttir, f. 1995

Tilvísun

ÞV. „Hvernig vitum við hvernig veðrið verður?“ Vísindavefurinn, 18. apríl 2005, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4906.

ÞV. (2005, 18. apríl). Hvernig vitum við hvernig veðrið verður? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4906

ÞV. „Hvernig vitum við hvernig veðrið verður?“ Vísindavefurinn. 18. apr. 2005. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4906>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvernig vitum við hvernig veðrið verður?
Svarið við þessu byrjar með því að við öflum gagna um veðrið undanfarið og á svæðinu kringum okkur. Nú á dögum er þetta gert bæði með venjulegum og sjálfvirkum athugunum á tilteknum stöðum og einnig til dæmis með myndum sem teknar eru úr gervitunglum. Gögnin sem veðurfræðingarnir fá til skoðunar sýna hita loftsins, þrýsting þess, vindstefnu og vindhraða, úrkomu, skýjafar og fleira. Miklu skiptir að þessi gögn nái yfir stórt svæði, ekki síst ef við ætlum að spá nokkra daga fram í tímann.



Þessi mynd úr gervitungli sýnir lægð suð-vestur af Íslandi.

Þegar gögnin eru fengin gerir veðurfræðingurinn svokallað reiknilíkan um hegðun lofthjúpsins fram í tímann. Til þess notar hann ýmis almenn lögmál eða reglur sem um þetta gilda. Sem dæmi má nefna að loftið leitar frá svæði með háum þrýstingi inn á svæði með lágum þrýstingi en sveigir svo raunar líka á tiltekinn hátt vegna snúnings jarðar um möndul. Annað dæmi er það að rakinn í loftinu þéttist þegar það kólnar og þá verður ef til vill rigning.

Þegar veðurspár rætast ekki má segja í stuttu máli að það stafi af því hvað veðrakerfin eru flókin. Upphaflegu gögnunum kann því að vera ábótavant, einkum þegar „mikið er að gerast“, það er að segja að miklar breytingar eru á skilyrðum frá einum stað til annars. Einnig geta reiknilíkönin þá brugðist. Auk þess getur komið fyrir að veður verður mjög staðbundið, þannig að sama veður ríkir aðeins á litlu svæði, og þá getur verið erfitt að segja fyrir um það.

Lesandinn getur fundið fleiri og rækilegri svör um þessi efni með því að smella á efnisorðin sem fylgja svarinu.

Mynd: General Aviation Flying to Europe...