Músakarlar eru um 29-34 grömm á þyngd en kvendýr um 24-31 grömm. Í bókinni Villt íslensk spendýr kemur fram að rannsóknir hafi leitt í ljós að íslenskar hagamýs eru að jafnaði stærri en hagamýs bæði í Skandinavíu og á Bretlandi. Frekari fróðleikur á Vísindavefnum:
- Lifa hagamýs á húsamúsum?
- Hvert er minnsta dýr Íslands?
- Hvenær er æxlunartímabil hjá hagamús, húsamús, brúnrottu og svartrottu?
- Karl Skírnisson. 1993. Nagdýr á Íslandi. Í: Páll Hersteinsson og Guttormur Sigbjarnarson (ritstj.) Villt íslensk spendýr, Reykjavík: Hið íslenska náttúrufræðifélag og Landvernd.
- Mynd: wood mouse: Apodemus sylvaticus á Encyclopædia Britannica Online. Sótt 10. 3. 2008.
Þetta svar er í flokknum "bekkirnir spyrja" þar sem starfsfólk vefsins svarar spurningum frá grunnskólabekk í kennslustund, samkvæmt samningi. Lögð er áhersla á skjót svör, stutt og aðgengileg. Oft er byggt á öðrum svörum sem kunna að nýtast almennum lesendum betur.