Hverjar eru orðsifjar orðsins 'dísætt'? Ég skil þetta sætt en hvað er þetta dí?Orðið dísætur er kunnugt í málinu allt frá 17. öld í merkingunni ‘mjög sætur’. Í Íslenskri orðsifjabók (1989:116) getur Ásgeir Blöndal Magnússon sér þess til að orðið sé tökuorð úr dönsku og bendir á jóska orðið diesød ‘sætvæminn’. Hann nefnir einnig dönsku sögnina die í merkingunni ‘gefa að sjúga, totta, mylkja’ og ætti þá dísætur upphaflega að vísa til sætrar móðurmjólkur.

Dísætur gæti verið tökuorð úr dönsku en jóska orðið diesød merkir 'sætvæminn'. Dísætur vísar hugsanlega til sætrar móðurmjólkur.
- Ásgeir Blöndal Magnússon. 1989. Íslensk orðsifjabók. Orðabók Háskólans, Reykjavík.
- Cupcakes | Allen Skyy | Flickr. Myndrétthafi er Allen Skyy. Myndin er birt undir Creative Commons-leyfi. (Sótt 24.02.2017).