Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 585 svör fundust

category-iconHeilbrigðisvísindi

Veldur stress krabbameini?

Það virðist vera almenn trú manna að stress geti valdið krabbameini. Oft tengja nýgreindir sjúklingar myndun krabbameinsins við ákveðinn alvarlegan lífsviðburð fyrr á ævinni. Getgátur hafa verið uppi um að ónæmiskerfið bælist við stress og við það nái krabbameinfrumur að vaxa upp sem annars væri haldið niðri af ón...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er dyngjugos?

Dyngjur eru sérstök gerð af eldstöðvum sem í fyrstu atrennu eru skilgreindar með útliti sínu – hringlaga skildir með gíg á toppi. Frægust þeirra er Skjaldbreiður, „Ógna skjöldur bungubreiður / ber með sóma réttnefnið“ með orðum Jónasar Hallgrímssonar í kvæðinu Skjaldbreiður. Myndun þeirra hér á landi hefur ver...

category-iconDagatal vísindamanna

Hver er Nel Noddings og hvert er hennar framlag til menntunarfræða?

Nel Noddings er fædd 1929 og starfaði sem stærðfræðikennari í grunn- og framhaldsskólum á árunum 1949-1972. Hún lauk doktorsprófi 1975 og hefur starfað við Stanford-háskóla frá árinu 1977 þar sem hún er prófessor í menntaheimspeki. Flest verk Noddings, um 30 bækur og 200 greinar, tengjast því að umhyggja sé grundv...

category-iconÞjóðfræði

Hvaða rannsóknir hefur Árni Björnsson stundað?

Fyrstu ritsmíðar Árna sem kallast gætu vísindalegar munu vera tvær ritgerðir til fyrrihluta prófs í íslenskum fræðum vorið 1956. Önnur var í merkingarfræði og hét Aldur, uppruni og saga nokkurra íslenskra hátíðanafna. Hin var í sagnfræði og hét Skreiðarútflutningur Íslendinga fram til 1432. Næst kom 1961 kandídats...

category-iconSálfræði

Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?

Upphaflega hljóðaði spurningin svona: Eiga hoarderar/hoardering people einhverja batavon? Er ekki um illvígan sjúkdóm að ræða? Söfnunarárátta er geðröskun sem felur í sér áráttukennda hegðun og er nátengd áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR). Þau sem eru haldin röskuninni (hér eftir nefnd safnarar) safna hlutum í ...

category-iconLæknisfræði

Hvað hefur vísindamaðurinn Rósa Björk Barkardóttir rannsakað?

Rósa Björk er sameindalíffræðingur á Landspítala. Auk þess að stunda vísindarannsóknir leiðir hún einnig rannsóknateymi þjónusturannsókna sem sér um stökkbreytingagreiningu ákveðinna gena í erfðaefni æxlisvefja. Niðurstöður slíkra rannsókna geta haft áhrif á meðferðatengt val krabbameinssjúklinga, ásamt því að get...

category-iconVerkfræði og tækni

Hvað verður um það sem við sturtum niður í klósettið?

Allt það sem við sturtum niður í klósettið fer út í neðanjarðarlögn sem er hluti af fráveitukerfi samfélagsins. Notað vatn flyst síðan eftir neðanjarðarlögninni til næsta viðtaka, sem er yfirleitt sjór eða á. Meginhlutverk fráveitukerfis er að koma í veg fyrir að fólk komist í snertingu við sjúkdómsvaldandi örveru...

category-iconEðlisfræði: í daglegu lífi

Er eitthvað til í því að 5G-fjarskiptanet hafi áhrif á veiruna sem veldur COVID-19?

Nei, í stuttu máli sagt þá er ekkert til í því. Veiran sem veldur COVID-19 og 5G-fjarskiptanet eru tveir alveg ótengdir hlutir en sögusagnir um tengingu þarna á milli hafa þó komist á kreik. 5G-fjarskiptanet er ný (fimmta) kynslóð fjarskiptatækni þar sem notuð er rafsegulgeislun. Orsök COVID-19 er veira sem ...

category-iconHagfræði

Hvað er virðiskeðja?

Virðiskeðja er eitt af þeim fræðilegu lykilhugtökum sem mikið eru notuð í tengslum við stefnumótun og stefnumiðaða stjórnun fyrirtækja. Það má einnig nota hugtakið við greiningu á annars konar skipulagsheildum en fyrirtækjum, til að mynda nýtist það við stefnumótun opinberra stofnana og félagasamtaka. Virðiskeð...

category-iconLæknisfræði

Hvað er lungnakrabbamein og hvað orsakar sjúkdóminn?

Lungun eru hluti af öndunarfærum og taka þátt í loftskiptum. Barkinn (e. trachea) flytur loft til lungnanna sem skiptast í lungnablöð (e. lobi), þrjú blöð hægra megin og tvö vinstra megin. Í lungum berst andrúmsloft í gegnum barka til sífellt smærri berkjugreina. Berkjurnar (e. bronchi) eru holar að innan og í geg...

category-iconBókmenntir og listir

Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600?

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:Hvernig var tónlistin á árunum 1400-1600? Og hvað voru svona algengustu hljóðfæri? Og hver voru bestu og frægustu tónskáldin? Og hvernig var þetta? Svara eins fljótt og hægt er og ekkert hangs og ekkert vesen? Ég fann bara eitthvað smá á Google.com en það var ekki eins mi...

category-iconEfnafræði

Hvað er teflon?

Teflon er vöruheiti á hitaþolnu plastefni sem smíðað er með fjölliðun tetraflúoretýlen-sameinda undir miklum þrýstingi (45-50 atm). Við fjölliðunina myndast polytetraflúoretýlen (PTFE). Fyrir utan hitaþol og styrk hefur teflon þann eiginleika að flest efni loða illa við það og eru vinsældir þess byggðar á því. Hé...

category-iconLæknisfræði

Hvenær varð fyrst vart við kúariðu, hvernig smitast hún í kýr og hvaða áhrif hefur hún á þær?

Kúariðu (á ensku BSE, bovine spongiform encephalopathy) var fyrst lýst í nautgrip í Bretlandi árið 1986 en nú er álitið að hún hafi ef til vill komið upp á áttunda áratugnum. Vegna þess hve meðgöngutími smits er langur (5 ár að meðaltali) áður en taugaeinkenni koma fram er erfitt að tímasetja þetta nákvæmlega. Kúa...

category-iconHeimspeki

Hver er munurinn á smáborgarahætti og snobbi?

Ýmislegt er skylt með snobbi og smáborgarahætti en þó er munur á. Hvort tveggja ber vott um ákveðið ósjálfstæði í hugsun og gildismati. Snobbarinn lætur stjórnast af því sem þykir fínt, til dæmis af ákveðinni „elítu”, það er að segja einhvers konar úrvalshópi í samfélaginu, en smáborgarinn stjórnast hins vegar af ...

category-iconNáttúruvísindi og verkfræði

Hvað er rúmfræði?

Samkvæmt Orðabók Menningarsjóðs er rúmfræði sú fræðigrein sem fæst við lögun hlutanna og stærð, einkum rúmmálsfræði og flatarmálsfræði. Ef við leitum út fyrir landsteinana þá segir orðabók Websters að rúmfræði sé (í lauslegri þýðingu minni) grein stærðfræði sem fæst við mælingar, eiginleika og tengsl lína, punkta,...

Fleiri niðurstöður