Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?

Fróði Guðmundur Jónsson

Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Eiga hoarderar/hoardering people einhverja batavon? Er ekki um illvígan sjúkdóm að ræða?

Söfnunarárátta er geðröskun sem felur í sér áráttukennda hegðun og er nátengd áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR). Þau sem eru haldin röskuninni (hér eftir nefnd safnarar) safna hlutum í öfgakenndum mæli og geta ekki losað sig við eigur sínar - þó þær séu fullnýttar, einskis nýtar eða ónýtar. Þau safna til að mynda dagblöðum, tómum matarílátum (til dæmis pítsakössum), klósettrúllum og fleiru í þeim dúr. Svo mikið drasl safnast upp á heimili þessa fólks að hættulegt verður að búa þar og heimilisrýmið verður svo gott sem ónothæft.[1]

Þau sem eru haldin söfnunaráráttu safna hlutum í öfgakenndum mæli og geta ekki losað sig við eigur sínar - þó þær séu fullnýttar, einskis nýtar eða ónýtar.

Margir telja, ranglega, að söfnunarárátta falli undir ÁÞR. Einungis lítil prósenta þeirra sem haldnir eru söfnunaráráttu uppfylla einnig greiningarviðmið ÁÞR. Þegar þessi samsláttur á sér stað er oft um mjög veikt fólk að ræða sem er einnig haldið öðrum geðsjúkdómum, líkt og kvíða og þunglyndi.[2] Aðalmunurinn á söfnunaráráttu og ÁÞR er sá að safnarar upplifa ekki söfnunarhugsanir sínar sem uppáþrengjandi, óæskilegar eða truflandi (e. distressing), heldur sem eðlilegan hluta af hugsanaflæði sínu.[3] Safnarar verða því ekki kvíðnir eða stressaðir yfir draslinu sem safnast upp hjá sér, heldur einungis þegar þeir eru neyddir til þess að losa sig við það.

Sumir sérfræðingar hafa velt því fyrir sér hvort skortur í æsku eða á öðru mikilvægu mótunarskeiði í lífi einstaklings geti átt þátt í því að hann þrói með sér söfnunaráráttu. Nokkrar rannsóknir benda til þess að einhver tengsl séu þarna á milli en aðrar finna engin áhrif skorts á myndun söfnunaráttu.[4]

Rannsóknir benda til þess að um 2-5% fólks stundi sjúklega söfnunarhegðun,[5] en algengast er að nota hugræna atferlismeðferð (HAM) til þess að meðhöndla röskunina. Stór safngreining[6] frá 2015 innihélt 114 rannsóknir um áhrif HAM á söfnunaráráttu. Hjá langflestum þátttakendum minnkuðu sjúkdómseinkenni verulega, en einungis um 24-43% þátttakenda náðu nægilegum bata til að losna undan greiningarviðmiðum röskunarinnar. Því má segja að söfnunarárátta sé erfið röskun að eiga við þar sem einungis um 1-2 af hverjum 5 ná fullum bata.

Tilvísanir:
  1. ^ Nolen-Hoeksema, S. og Marroquín, B. (2017). Abnormal Psychology, (7. útgáfa). New York: McGraw-Hill Education.
  2. ^ Frost, R. O., Steketee, G. og Tolin, D. F. (2011). Comorbidity in hoarding disorder. Annual Review of Clinical Psychology, 8, 219-242.
  3. ^ Mataix-Cols, D., Frost, R. O., Pertusa, A., Clark, L. A., Saxena, S., Leckman, J. F., ... og Wilhelm, S. (2010). Hoarding disorder: a new diagnosis for DSM-V?. Depression and Anxiety, 27(6), 556-572.
  4. ^ Stein., D. J., Seedat., S. og Felix, P. (1999). Hoarding: A review. The Israel Journal of Psychiatry and Related Sciences, 36(1), 35-46.
  5. ^ Iervolino, A. C., Perroud, N., Fullana, M. A., Guipponi, M., Cherkas, L., Collier, D. A. ... og Mataix-Cols, D. (2009). Prevalence and heritability of compulsive hoarding: a twin study. American Journal of Psychiatry, 166(10), 1156-1161.
  6. ^ Tolin, D. F., Frost, R. O., Steketee, G., og Muroff, J. (2015). Cognitive behavioral therapy for hoarding disorder: A meta-analysis. Depression and Anxiety, 32(3), 158-166.

Mynd:

Höfundur

Fróði Guðmundur Jónsson

B.S. í sálfræði

Útgáfudagur

9.8.2019

Síðast uppfært

30.8.2019

Spyrjandi

Björg Elín Finnsdóttir

Tilvísun

Fróði Guðmundur Jónsson. „Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?“ Vísindavefurinn, 9. ágúst 2019, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=77816.

Fróði Guðmundur Jónsson. (2019, 9. ágúst). Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=77816

Fróði Guðmundur Jónsson. „Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?“ Vísindavefurinn. 9. ágú. 2019. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=77816>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er söfnunarárátta og hverjar eru batahorfur þeirra sem þjást af henni?
Upphaflega hljóðaði spurningin svona:

Eiga hoarderar/hoardering people einhverja batavon? Er ekki um illvígan sjúkdóm að ræða?

Söfnunarárátta er geðröskun sem felur í sér áráttukennda hegðun og er nátengd áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR). Þau sem eru haldin röskuninni (hér eftir nefnd safnarar) safna hlutum í öfgakenndum mæli og geta ekki losað sig við eigur sínar - þó þær séu fullnýttar, einskis nýtar eða ónýtar. Þau safna til að mynda dagblöðum, tómum matarílátum (til dæmis pítsakössum), klósettrúllum og fleiru í þeim dúr. Svo mikið drasl safnast upp á heimili þessa fólks að hættulegt verður að búa þar og heimilisrýmið verður svo gott sem ónothæft.[1]

Þau sem eru haldin söfnunaráráttu safna hlutum í öfgakenndum mæli og geta ekki losað sig við eigur sínar - þó þær séu fullnýttar, einskis nýtar eða ónýtar.

Margir telja, ranglega, að söfnunarárátta falli undir ÁÞR. Einungis lítil prósenta þeirra sem haldnir eru söfnunaráráttu uppfylla einnig greiningarviðmið ÁÞR. Þegar þessi samsláttur á sér stað er oft um mjög veikt fólk að ræða sem er einnig haldið öðrum geðsjúkdómum, líkt og kvíða og þunglyndi.[2] Aðalmunurinn á söfnunaráráttu og ÁÞR er sá að safnarar upplifa ekki söfnunarhugsanir sínar sem uppáþrengjandi, óæskilegar eða truflandi (e. distressing), heldur sem eðlilegan hluta af hugsanaflæði sínu.[3] Safnarar verða því ekki kvíðnir eða stressaðir yfir draslinu sem safnast upp hjá sér, heldur einungis þegar þeir eru neyddir til þess að losa sig við það.

Sumir sérfræðingar hafa velt því fyrir sér hvort skortur í æsku eða á öðru mikilvægu mótunarskeiði í lífi einstaklings geti átt þátt í því að hann þrói með sér söfnunaráráttu. Nokkrar rannsóknir benda til þess að einhver tengsl séu þarna á milli en aðrar finna engin áhrif skorts á myndun söfnunaráttu.[4]

Rannsóknir benda til þess að um 2-5% fólks stundi sjúklega söfnunarhegðun,[5] en algengast er að nota hugræna atferlismeðferð (HAM) til þess að meðhöndla röskunina. Stór safngreining[6] frá 2015 innihélt 114 rannsóknir um áhrif HAM á söfnunaráráttu. Hjá langflestum þátttakendum minnkuðu sjúkdómseinkenni verulega, en einungis um 24-43% þátttakenda náðu nægilegum bata til að losna undan greiningarviðmiðum röskunarinnar. Því má segja að söfnunarárátta sé erfið röskun að eiga við þar sem einungis um 1-2 af hverjum 5 ná fullum bata.

Tilvísanir:
  1. ^ Nolen-Hoeksema, S. og Marroquín, B. (2017). Abnormal Psychology, (7. útgáfa). New York: McGraw-Hill Education.
  2. ^ Frost, R. O., Steketee, G. og Tolin, D. F. (2011). Comorbidity in hoarding disorder. Annual Review of Clinical Psychology, 8, 219-242.
  3. ^ Mataix-Cols, D., Frost, R. O., Pertusa, A., Clark, L. A., Saxena, S., Leckman, J. F., ... og Wilhelm, S. (2010). Hoarding disorder: a new diagnosis for DSM-V?. Depression and Anxiety, 27(6), 556-572.
  4. ^ Stein., D. J., Seedat., S. og Felix, P. (1999). Hoarding: A review. The Israel Journal of Psychiatry and Related Sciences, 36(1), 35-46.
  5. ^ Iervolino, A. C., Perroud, N., Fullana, M. A., Guipponi, M., Cherkas, L., Collier, D. A. ... og Mataix-Cols, D. (2009). Prevalence and heritability of compulsive hoarding: a twin study. American Journal of Psychiatry, 166(10), 1156-1161.
  6. ^ Tolin, D. F., Frost, R. O., Steketee, G., og Muroff, J. (2015). Cognitive behavioral therapy for hoarding disorder: A meta-analysis. Depression and Anxiety, 32(3), 158-166.

Mynd:

...