Eiga hoarderar/hoardering people einhverja batavon? Er ekki um illvígan sjúkdóm að ræða?Söfnunarárátta er geðröskun sem felur í sér áráttukennda hegðun og er nátengd áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR). Þau sem eru haldin röskuninni (hér eftir nefnd safnarar) safna hlutum í öfgakenndum mæli og geta ekki losað sig við eigur sínar - þó þær séu fullnýttar, einskis nýtar eða ónýtar. Þau safna til að mynda dagblöðum, tómum matarílátum (til dæmis pítsakössum), klósettrúllum og fleiru í þeim dúr. Svo mikið drasl safnast upp á heimili þessa fólks að hættulegt verður að búa þar og heimilisrýmið verður svo gott sem ónothæft.[1]
Þau sem eru haldin söfnunaráráttu safna hlutum í öfgakenndum mæli og geta ekki losað sig við eigur sínar - þó þær séu fullnýttar, einskis nýtar eða ónýtar.
- ^ Nolen-Hoeksema, S. og Marroquín, B. (2017). Abnormal Psychology, (7. útgáfa). New York: McGraw-Hill Education.
- ^ Frost, R. O., Steketee, G. og Tolin, D. F. (2011). Comorbidity in hoarding disorder. Annual Review of Clinical Psychology, 8, 219-242.
- ^ Mataix-Cols, D., Frost, R. O., Pertusa, A., Clark, L. A., Saxena, S., Leckman, J. F., ... og Wilhelm, S. (2010). Hoarding disorder: a new diagnosis for DSM-V?. Depression and Anxiety, 27(6), 556-572.
- ^ Stein., D. J., Seedat., S. og Felix, P. (1999). Hoarding: A review. The Israel Journal of Psychiatry and Related Sciences, 36(1), 35-46.
- ^ Iervolino, A. C., Perroud, N., Fullana, M. A., Guipponi, M., Cherkas, L., Collier, D. A. ... og Mataix-Cols, D. (2009). Prevalence and heritability of compulsive hoarding: a twin study. American Journal of Psychiatry, 166(10), 1156-1161.
- ^ Tolin, D. F., Frost, R. O., Steketee, G., og Muroff, J. (2015). Cognitive behavioral therapy for hoarding disorder: A meta-analysis. Depression and Anxiety, 32(3), 158-166.
- Jezebel. Hoarding is now an official disorder in the DSM-5. (Sótt 31.7.2019).