Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað verður um það sem við sturtum niður í klósettið?

Hrund Ólöf Andradóttir

Allt það sem við sturtum niður í klósettið fer út í neðanjarðarlögn sem er hluti af fráveitukerfi samfélagsins. Notað vatn flyst síðan eftir neðanjarðarlögninni til næsta viðtaka, sem er yfirleitt sjór eða á. Meginhlutverk fráveitukerfis er að koma í veg fyrir að fólk komist í snertingu við sjúkdómsvaldandi örverur í saur.

Áður en ákveðið var að reisa fyrstu fráveituna í Reykjavík 1911 losaði fólk koppa og notað vatn í ræsi og skurði ofanjarðar. Lækurinn, sem Lækjargata í miðbæ Reykjavíkur er nefnd eftir, var einn slíkur. Lækurinn átti til að stíflast og þar sem hann tók líka við regnvatni og afrennsli af götum, þá kom fyrir að saurblandað vatn flæddi yfir bakka hans alla leið yfir á Austurvöll. [1] Á þessum tíma dóu margir úr vatnsbornun faröldrum, eins og taugaveiki.

Almenningsklósett í kínversku borginni Tonghua.

Enski læknirinn John Snow (1813–1858) var fyrstur til að bera kennsl á tengsl drepsótta og óhreins drykkjarvatns. Með því að skrá ferðir þeirra sem sýktust af kóleru í London 1854 komst hann að því að allir hefðu notað vatn úr sama vatnsbrunninum á Breiðastræti (sem nú heitir Broadwick Street) í Soho-hverfinu. Þessi uppgötvun markaði upphaf hreinlætisbyltingarinnar sem gekk út á að leggja aðskild vatns- og fráveitukerfi í hús eins og við þekkjum í hinum vestræna heimi í dag. Nú minnast menn John Snow og hans framlags með samtökum sem kennd eru við hann, John Snow Society.

Prufuútgáfa af nútíma þurrklósetti.

Nú, rúmri einni og hálfri öld eftir uppgötvun John Snows, og rúmri öld eftir byggingu fyrsta holræsis á Íslandi, er langt því frá að allir í heiminum njóti fráveitu eins og við gerum á Íslandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og UNICEF telja að 4,5 milljarður manna búi án öruggs klósetts og 892 milljónir gangi örna sinna á víðavangi.[2]

Til að vekja athygli á þessum vanda, og styðja við 6. sjálfbærnismarkmiðið, hafa Sameinuðu þjóðirnar skilgreint 19. nóvember sem alþjóðlega klósettdaginn. Þema ársins 2018 eru salernislausnir í anda náttúrunnar. Með því er átt við þurrklósett þar sem hægt er að vinna saurinn í áburð á tún og nota votlendi sem náttúrulega hreinsun á vatni.

Merki alþjóðlega klósettdagsins en hann hefur verið haldinn hátíðlegur 19. nóvember ár hvert á vegum UN Water frá árinu 2013.

Ekki er nóg að eiga gott fráveitukerfi, það þarf líka að kunna að umgangast það. Klósettið er ekki ruslafata. Aðskotahlutir eins og blautþurrkur, dömubindi, matarolía og feiti geta myndað stíflur í lögnum, dælistöðvum og skólphreinsistöðvum, sem geta leitt til þess að óhreinsað skólp flæðir upp úr kerfinu með tilheyrandi óþægindum. Talið er að Íslendingar hendi fjórfalt meira rusli í klósettið en Svíar[3]. Meginhlutverk fráveitu er að flytja óhreint vatn, ekki plast, blautþurrkur og afgangs feiti og olíu.

Tilvísanir:
  1. ^ Þorsteinn Þorsteinsson (1997). Um fráveitur fyrr og ný, Arkitektúr, verktækni og skipulag, 18 (2), bls. 37-43.
  2. ^ 2.1 billion people lack safe drinking water at home, more than twice as many lack safe sanitation - WHO.
  3. ^ Hollráð um fráveitu - Veitur.is.

Ítarefni og myndir:

Höfundur

Hrund Ólöf Andradóttir

prófessor við Umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ

Útgáfudagur

19.11.2018

Spyrjandi

Einar Loki Eiðsson

Tilvísun

Hrund Ólöf Andradóttir. „Hvað verður um það sem við sturtum niður í klósettið?“ Vísindavefurinn, 19. nóvember 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=15455.

Hrund Ólöf Andradóttir. (2018, 19. nóvember). Hvað verður um það sem við sturtum niður í klósettið? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=15455

Hrund Ólöf Andradóttir. „Hvað verður um það sem við sturtum niður í klósettið?“ Vísindavefurinn. 19. nóv. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=15455>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað verður um það sem við sturtum niður í klósettið?
Allt það sem við sturtum niður í klósettið fer út í neðanjarðarlögn sem er hluti af fráveitukerfi samfélagsins. Notað vatn flyst síðan eftir neðanjarðarlögninni til næsta viðtaka, sem er yfirleitt sjór eða á. Meginhlutverk fráveitukerfis er að koma í veg fyrir að fólk komist í snertingu við sjúkdómsvaldandi örverur í saur.

Áður en ákveðið var að reisa fyrstu fráveituna í Reykjavík 1911 losaði fólk koppa og notað vatn í ræsi og skurði ofanjarðar. Lækurinn, sem Lækjargata í miðbæ Reykjavíkur er nefnd eftir, var einn slíkur. Lækurinn átti til að stíflast og þar sem hann tók líka við regnvatni og afrennsli af götum, þá kom fyrir að saurblandað vatn flæddi yfir bakka hans alla leið yfir á Austurvöll. [1] Á þessum tíma dóu margir úr vatnsbornun faröldrum, eins og taugaveiki.

Almenningsklósett í kínversku borginni Tonghua.

Enski læknirinn John Snow (1813–1858) var fyrstur til að bera kennsl á tengsl drepsótta og óhreins drykkjarvatns. Með því að skrá ferðir þeirra sem sýktust af kóleru í London 1854 komst hann að því að allir hefðu notað vatn úr sama vatnsbrunninum á Breiðastræti (sem nú heitir Broadwick Street) í Soho-hverfinu. Þessi uppgötvun markaði upphaf hreinlætisbyltingarinnar sem gekk út á að leggja aðskild vatns- og fráveitukerfi í hús eins og við þekkjum í hinum vestræna heimi í dag. Nú minnast menn John Snow og hans framlags með samtökum sem kennd eru við hann, John Snow Society.

Prufuútgáfa af nútíma þurrklósetti.

Nú, rúmri einni og hálfri öld eftir uppgötvun John Snows, og rúmri öld eftir byggingu fyrsta holræsis á Íslandi, er langt því frá að allir í heiminum njóti fráveitu eins og við gerum á Íslandi. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og UNICEF telja að 4,5 milljarður manna búi án öruggs klósetts og 892 milljónir gangi örna sinna á víðavangi.[2]

Til að vekja athygli á þessum vanda, og styðja við 6. sjálfbærnismarkmiðið, hafa Sameinuðu þjóðirnar skilgreint 19. nóvember sem alþjóðlega klósettdaginn. Þema ársins 2018 eru salernislausnir í anda náttúrunnar. Með því er átt við þurrklósett þar sem hægt er að vinna saurinn í áburð á tún og nota votlendi sem náttúrulega hreinsun á vatni.

Merki alþjóðlega klósettdagsins en hann hefur verið haldinn hátíðlegur 19. nóvember ár hvert á vegum UN Water frá árinu 2013.

Ekki er nóg að eiga gott fráveitukerfi, það þarf líka að kunna að umgangast það. Klósettið er ekki ruslafata. Aðskotahlutir eins og blautþurrkur, dömubindi, matarolía og feiti geta myndað stíflur í lögnum, dælistöðvum og skólphreinsistöðvum, sem geta leitt til þess að óhreinsað skólp flæðir upp úr kerfinu með tilheyrandi óþægindum. Talið er að Íslendingar hendi fjórfalt meira rusli í klósettið en Svíar[3]. Meginhlutverk fráveitu er að flytja óhreint vatn, ekki plast, blautþurrkur og afgangs feiti og olíu.

Tilvísanir:
  1. ^ Þorsteinn Þorsteinsson (1997). Um fráveitur fyrr og ný, Arkitektúr, verktækni og skipulag, 18 (2), bls. 37-43.
  2. ^ 2.1 billion people lack safe drinking water at home, more than twice as many lack safe sanitation - WHO.
  3. ^ Hollráð um fráveitu - Veitur.is.

Ítarefni og myndir:

...