Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er taugaveiki?

Bjartur Sæmundsson

Hér er einnig svarað spurningunum:

Hvernig lýsir taugaveiki sér og hvert er enska og latneska heitið yfir sjúkdóminn? Ég er eð leita að upplýsingum um taugaveiki. Hvaðan hún kemur og hvernig hún hefur áhrif á líkamann?

Taugaveiki eða typhoid fever eins og hún kallast á ensku, smitast með bakteríu sem heitir Salmonella enterica serotýpa typhi. Áætlað er að 16-33 milljón smit eigi sér stað á ári og leggst sjúkdómurinn oftast á börn eða unglinga.

Smit á sér oftast stað í gegnum munn, þá í gegnum mengaðan mat eða drykk sem hefur verið meðhöndlaður af sýktum einstaklingi. Saurmengun getur borist frá höndum í munn við lélegt hreinlæti. Einnig getur taugaveiki smitast með skólpmenguðu vatni eða skelfiski.

Taugaveiki er landlæg í Asíu, Afríku, Mið- og Suður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar ekki algengur á Vesturlöndunum og berst oftast þangað með ferðamönnum sem hafa verið á stöðum þar sem sjúkdómurinn er landlægur.

Taugaveiki smitast meðal annars með menguðu vatni. Fyrir tíma sýklalyfja var dánartíðni af hennar völdum 15% en nú hefur tíðnin dottið niður í 1-3%.

Þegar salmonellan fer í gegnum meltingarkerfið loðir hún við slímhúð meltingarvegarins. Bakteríurnar eru síðan teknar upp af átfrumum sem bera þær í gegnum slímhúðina. Með átfrumunum fara þær í gegnum eitilvefinn, eitlana og þaðan dreifast þær um líkamann á staði eins og lifrina, miltað og beinmerginn. Þegar bakteríurnar hafa fjölgað sér og náð ákveðinni þéttni, valda þær sjálfseyðingu átfrumnanna og sleppa út í blóðið og ráðast á líkamann.

Eftir smit geta liðið 7-14 dagar þangað til einkenna fer að verða vart. Fyrstu einkenni eru hiti sem til að byrja með hækkar yfir daginn en dettur svo niður morguninn eftir. Eftir því sem líður á veikindin fara hitatopparnir hækkandi.

Einkennin þróast með tímanum. Fyrstu vikuna eru þau aðallega dreifðir kviðverkir, hægðatregða sem veldur áframhaldandi veikindum, þurr hósti, höfuðverkur, óráð og sífellt vaxandi vanlíðan og slappleiki. Í lok fyrstu viku verður fólk vart við laxableik útbrot, 1-4 cm að breidd og færri en 5 saman. Þessi útbrot hverfa á tveimur til fimm dögum. Þau koma vegna þess að bakterían myndar tappa í æðum efst í húðinni.

Í viku tvö versna ofangreind einkenni en fleiri einkenna verður einnig vart. Má þar nefna þaninn kvið, væga stækkun á milta og hægatakt hjarta og svokallaðan tvítakt þar sem seinni takturinn er veikari.

Í viku þrjú eru almennt meiri veikindi, lystarleysi og þyngdartap, sýkingar í augnhvítunni, oföndun og veikur púls, kviður orðinn mjög þaninn og illa lyktandi niðurgangur. Þá fara taugaeinkenni sem sjúkdómurinn dregur nafn sitt af að koma í ljós. Einnig óráð, sinnuleysi og geðhvörf. Á þessum tímapunkti geta komið alvarleg aukavandamál eins og sýking í blóði (blóðeitrun), sýking í hjarta eða rof á görnum en þetta getur dregið einstaklinginn til dauða. Fyrir tíma sýklalyfja var dánartíðni 15% en nú, þökk sé sýklalyfjum, hefur tíðnin dottið niður í 1-3%.

Hiti er meðal fyrstu einkenna taugaveiki.

Ef sjúklingur er enn á lífi við fjórðu viku, þá fer hiti minnkandi og hugarástand batnar. Ennþá eru þó einkenni út frá kvið og taugaeinkenni. Sumir verða á þessum tímapunkti einkennalausir berar S. typhi. Geta þeir borið bakteríuna í gallblöðrunni ef hún er ekki upprætt með sýklalyfjum. Frægasti berinn var Typhoid Mary (Mary Mallon, 1869–1938). Hún var kokkur í Bandaríkjunum á árunum 1901-1915 og vegna starfs sín sýkti hún 49 manns, af þeim létust þrír.

Greining sjúkdómsins er að mestu leyti klínísk. Blóðræktanir eða beinmergsræktanir eru mjög næm próf fyrir greiningu. Hægðarsýni eru ekki eins næm í að greina og oft neikvæð í upphafi veikinda. Blóðprufur sýna oft blóðleysi, hækkun á sökki, blóðflögufæð og eðlileg eða lág hvít blóðkorn. Væg hækkun á lifrarensíminu ALAT (e. Alanine Amino Transferase) er einnig merki um sjúkdóminn.

Við taugaveiki eru í fyrstu gefin breiðvirk sýklalyf sem síðan er breytt í samræmi við næmi. Upphaflega var notast við svonefnd Chloramphenicol-lyf en mikið ónæmi hefur myndast gagnvart þeim og þau eru því ekki notuð í dag. Lyf sem nú eru gefin sjúklingum með taugaveiki eru: Ampicillin, Trimethoprim-Sulfamethoxazole (einnig hefur myndað mikið ónæmi gagnvart þeim), Fluoroquinolones, þriðju kynslóðar Cephalosporin (Rochepalin) og Zitromax. Sterar hafa einnig verið notaðir við taugaveiki en þeir eru þó umdeildir sem meðferðarúrræði. Ef rof kemur á garnir þarf að grípa til aðgerðar. Gallblaðra er stundum fjarlægð úr berum. Mikilvægt er að sjúklingar með taugaveiki fái nægan vökva.

Hægt er að bólusetja gegn taugaveiki en það er ekki gert að staðaldri nema í hlut eigi ferðamenn sem ferðast til hitabeltislanda þar sem taugaveiki er landlæg.

Heimildir og myndir:

Höfundur

Útgáfudagur

21.2.2014

Spyrjandi

Unnur Birna Reynisdóttir, Jóhann Helgason, Axel Guðmundsson, Gígja Jóhannsdóttir

Tilvísun

Bjartur Sæmundsson. „Hvað er taugaveiki?“ Vísindavefurinn, 21. febrúar 2014, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=66356.

Bjartur Sæmundsson. (2014, 21. febrúar). Hvað er taugaveiki? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=66356

Bjartur Sæmundsson. „Hvað er taugaveiki?“ Vísindavefurinn. 21. feb. 2014. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=66356>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er taugaveiki?
Hér er einnig svarað spurningunum:

Hvernig lýsir taugaveiki sér og hvert er enska og latneska heitið yfir sjúkdóminn? Ég er eð leita að upplýsingum um taugaveiki. Hvaðan hún kemur og hvernig hún hefur áhrif á líkamann?

Taugaveiki eða typhoid fever eins og hún kallast á ensku, smitast með bakteríu sem heitir Salmonella enterica serotýpa typhi. Áætlað er að 16-33 milljón smit eigi sér stað á ári og leggst sjúkdómurinn oftast á börn eða unglinga.

Smit á sér oftast stað í gegnum munn, þá í gegnum mengaðan mat eða drykk sem hefur verið meðhöndlaður af sýktum einstaklingi. Saurmengun getur borist frá höndum í munn við lélegt hreinlæti. Einnig getur taugaveiki smitast með skólpmenguðu vatni eða skelfiski.

Taugaveiki er landlæg í Asíu, Afríku, Mið- og Suður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar ekki algengur á Vesturlöndunum og berst oftast þangað með ferðamönnum sem hafa verið á stöðum þar sem sjúkdómurinn er landlægur.

Taugaveiki smitast meðal annars með menguðu vatni. Fyrir tíma sýklalyfja var dánartíðni af hennar völdum 15% en nú hefur tíðnin dottið niður í 1-3%.

Þegar salmonellan fer í gegnum meltingarkerfið loðir hún við slímhúð meltingarvegarins. Bakteríurnar eru síðan teknar upp af átfrumum sem bera þær í gegnum slímhúðina. Með átfrumunum fara þær í gegnum eitilvefinn, eitlana og þaðan dreifast þær um líkamann á staði eins og lifrina, miltað og beinmerginn. Þegar bakteríurnar hafa fjölgað sér og náð ákveðinni þéttni, valda þær sjálfseyðingu átfrumnanna og sleppa út í blóðið og ráðast á líkamann.

Eftir smit geta liðið 7-14 dagar þangað til einkenna fer að verða vart. Fyrstu einkenni eru hiti sem til að byrja með hækkar yfir daginn en dettur svo niður morguninn eftir. Eftir því sem líður á veikindin fara hitatopparnir hækkandi.

Einkennin þróast með tímanum. Fyrstu vikuna eru þau aðallega dreifðir kviðverkir, hægðatregða sem veldur áframhaldandi veikindum, þurr hósti, höfuðverkur, óráð og sífellt vaxandi vanlíðan og slappleiki. Í lok fyrstu viku verður fólk vart við laxableik útbrot, 1-4 cm að breidd og færri en 5 saman. Þessi útbrot hverfa á tveimur til fimm dögum. Þau koma vegna þess að bakterían myndar tappa í æðum efst í húðinni.

Í viku tvö versna ofangreind einkenni en fleiri einkenna verður einnig vart. Má þar nefna þaninn kvið, væga stækkun á milta og hægatakt hjarta og svokallaðan tvítakt þar sem seinni takturinn er veikari.

Í viku þrjú eru almennt meiri veikindi, lystarleysi og þyngdartap, sýkingar í augnhvítunni, oföndun og veikur púls, kviður orðinn mjög þaninn og illa lyktandi niðurgangur. Þá fara taugaeinkenni sem sjúkdómurinn dregur nafn sitt af að koma í ljós. Einnig óráð, sinnuleysi og geðhvörf. Á þessum tímapunkti geta komið alvarleg aukavandamál eins og sýking í blóði (blóðeitrun), sýking í hjarta eða rof á görnum en þetta getur dregið einstaklinginn til dauða. Fyrir tíma sýklalyfja var dánartíðni 15% en nú, þökk sé sýklalyfjum, hefur tíðnin dottið niður í 1-3%.

Hiti er meðal fyrstu einkenna taugaveiki.

Ef sjúklingur er enn á lífi við fjórðu viku, þá fer hiti minnkandi og hugarástand batnar. Ennþá eru þó einkenni út frá kvið og taugaeinkenni. Sumir verða á þessum tímapunkti einkennalausir berar S. typhi. Geta þeir borið bakteríuna í gallblöðrunni ef hún er ekki upprætt með sýklalyfjum. Frægasti berinn var Typhoid Mary (Mary Mallon, 1869–1938). Hún var kokkur í Bandaríkjunum á árunum 1901-1915 og vegna starfs sín sýkti hún 49 manns, af þeim létust þrír.

Greining sjúkdómsins er að mestu leyti klínísk. Blóðræktanir eða beinmergsræktanir eru mjög næm próf fyrir greiningu. Hægðarsýni eru ekki eins næm í að greina og oft neikvæð í upphafi veikinda. Blóðprufur sýna oft blóðleysi, hækkun á sökki, blóðflögufæð og eðlileg eða lág hvít blóðkorn. Væg hækkun á lifrarensíminu ALAT (e. Alanine Amino Transferase) er einnig merki um sjúkdóminn.

Við taugaveiki eru í fyrstu gefin breiðvirk sýklalyf sem síðan er breytt í samræmi við næmi. Upphaflega var notast við svonefnd Chloramphenicol-lyf en mikið ónæmi hefur myndast gagnvart þeim og þau eru því ekki notuð í dag. Lyf sem nú eru gefin sjúklingum með taugaveiki eru: Ampicillin, Trimethoprim-Sulfamethoxazole (einnig hefur myndað mikið ónæmi gagnvart þeim), Fluoroquinolones, þriðju kynslóðar Cephalosporin (Rochepalin) og Zitromax. Sterar hafa einnig verið notaðir við taugaveiki en þeir eru þó umdeildir sem meðferðarúrræði. Ef rof kemur á garnir þarf að grípa til aðgerðar. Gallblaðra er stundum fjarlægð úr berum. Mikilvægt er að sjúklingar með taugaveiki fái nægan vökva.

Hægt er að bólusetja gegn taugaveiki en það er ekki gert að staðaldri nema í hlut eigi ferðamenn sem ferðast til hitabeltislanda þar sem taugaveiki er landlæg.

Heimildir og myndir:

...