Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Veldur stress krabbameini?

Halla Skúladóttir

Það virðist vera almenn trú manna að stress geti valdið krabbameini. Oft tengja nýgreindir sjúklingar myndun krabbameinsins við ákveðinn alvarlegan lífsviðburð fyrr á ævinni. Getgátur hafa verið uppi um að ónæmiskerfið bælist við stress og við það nái krabbameinfrumur að vaxa upp sem annars væri haldið niðri af ónæmiskerfinu. Ekki hefur þó verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að þetta eigi sér raunverulega stað, en ýmsar rannsóknar hafa verið gerðar um þetta efni á undanförnum árum.

Hvað er stress?

Það getur verið erfitt að skilgreina stress, en oft eru alvarlegir lífsviðburðir eins og skilnaður, andlát maka, alvarleg veikindi barns, missir vinnu og fleira sem veldur verulegu andlegu álagi, notaðir sem mælikvarði um stress í rannsóknum.

Það er hægt að kanna tengslin á milli streitu og myndunar krabbameins á mismunandi vegu. Í sumum rannsóknum hafa spurningalistar verið lagðir fyrir hóp fólks, annars vegar þá sem greinst hafa með krabbamein og hins vegar viðmiðunarhóp sem ekki hefur greinst með krabbamein en líkist hinum hópnum að öðru leyti, það er hefur svipaða aldurs- og kyndreifingu. Þátttakendur eru svo spurðir hvort og hvenær þeir hafi upplifað alvarlegan lífsviðburð.


Í svonefndum hóprannsóknum hefur ekki verið sýnt fram á tengsl streitu og krabbameina. Streita sem fylgir nútíma lífsháttum þar sem of mikið álag og tímaskortur fer saman, ýtir hins vegar oft undir óholla lifnaðarhætti. Þessi lífsstíll eykur áhættu á myndun krabbameins og ber að forðast.

Helsti gallinn við þessar rannsóknir er sá að þeir sem greinst hafa með krabbamein hafa oft reynt að leita skýringa á veikindum sínum. Þeim er því í fersku minni andlega álagið sem þeir urðu fyrir einhverjum árum áður, en það sama er ekki hægt að segja um viðmiðunarhópinn. Þess vegna verða þessar rannsóknir oft falskt jákvæðar, það er þær sýna samhengi þótt það sé raunverulega ekki til staðar. Þegar farið er yfir niðurstöður rannsókna þessarar gerðar benda sumar til þess að stress geti tengst myndun krabbameina og aðrar ekki, þannig að spurningunni verður ekki svarað með þeim.

Hvað segja hóprannsóknir?

Hóprannsóknir eru almennt taldar betri en spurningalistarannsóknir til þess að svara spurningum um orsakir krabbameina. Þær eru hins vegar dýrar í framkvæmd því helst þarf að safna upplýsingum mörgum árum áður en krabbameinið greinist til þess að hægt sé að mæla áhættuþáttinn (stress) án truflunar. Hóprannsóknir eru mismunandi, stundum eru notaðir afmarkaðir hópar, til dæmis starfsmenn stórra fyrirtækja og þeim fylgt eftir, stundum er fólk kallað inn til rannsókna með skipulögðum hætti líkt og gert er hjá Hjartavernd, þar sem það er beðið um að svara ýmsum spurningum af spurningalista.

Til að svara spurningunni um það hvort stress valdi krabbameinum hefur til dæmis verið fylgst með hópum sem hafa lent í mjög erfiðri lífsreynslu eins og foreldrum sem misst hafa barn eða átt barn sem hefur orðið alvarlega veikt. Um er að ræða stórar rannsóknir með þúsundum þátttakanda. Tíðni krabbameina hefur verið reiknuð út hjá þessum hópum og borin saman við tíðni annarra í sama þjóðfélagi. Ekkert bendir þá til þess að aukin hætta á krabbameini fylgi hópnum sem á erfiða lífsreynslu að baki. Hinsvegar hefur aðeins ein hóprannsókn verið birt þar sem upplýsingar um stress eða alvarlega lífsviðburði voru mældar með spurningalista áður en greining krabbameinsins var gerð. Einstaklingum í þeim hópi var fylgt eftir í að meðaltali níu ár. Í hóprannsókninni tóku um það bil 10.000 manns þátt og 1100 fengu krabbamein á meðan hópnum var fylgt eftir. Þeir sem upplifðu alvarlega lífsviðburði fengu ekki oftar krabbamein en aðrir í rannsókninni.

Fólk á lestarstöð í New York.

Lífstíllinn skiptir máli

Ef teknar eru saman niðurstöður ofangreindra rannsókna, er svarið við spurningunni að ekki virðist ástæða til þess að óttast að alvarlegir lífsviðburðir valdi krabbameini. Hér að ofan var stress skilgreint sem alvarlegur lífsviðburður. Annars konar stress eins og við þekkjum það í almennu tali, þar sem of mikið álag og tímaskortur fer saman, ýtir hins vegar oft undir óholla lifnaðarhætti. Þess háttar stress tengist gjarnan hinum vestræna lífsstíl, það er auknum reykingum og kyrrsetulífi. Hinn stressaði neytir oftar óhollustu sem einkennist af orkuríku fæði, mettuðum fitusýrum, kolvetnum og síðast en ekki síst minnkar neyslan á ávöxtum og grænmeti. Þessi lífsstíll eykur áhættu á myndun krabbameins og ber að forðast.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir:
  • Bergelt C ofl., British Journal of Cancer (2006) 95, 1579 – 1581.
  • Roberts- FD ofl., Cancer (1996) 77, 1089-1093.
  • Johansen C ofl., British Journal of Cancer (1997) 75, 144–148.
  • Kvikstad A, European Journal of Cancer (1994) 30A, 473–477.

Myndir:


Þetta svar birtist upprunalega í Fréttablaðinu 28.3.2009.

Höfundur

yfirlæknir lyflækninga krabbameina á Landspítala

Útgáfudagur

2.4.2009

Spyrjandi

Magnús Erlendsson

Tilvísun

Halla Skúladóttir. „Veldur stress krabbameini?“ Vísindavefurinn, 2. apríl 2009, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=51398.

Halla Skúladóttir. (2009, 2. apríl). Veldur stress krabbameini? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=51398

Halla Skúladóttir. „Veldur stress krabbameini?“ Vísindavefurinn. 2. apr. 2009. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=51398>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Veldur stress krabbameini?
Það virðist vera almenn trú manna að stress geti valdið krabbameini. Oft tengja nýgreindir sjúklingar myndun krabbameinsins við ákveðinn alvarlegan lífsviðburð fyrr á ævinni. Getgátur hafa verið uppi um að ónæmiskerfið bælist við stress og við það nái krabbameinfrumur að vaxa upp sem annars væri haldið niðri af ónæmiskerfinu. Ekki hefur þó verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að þetta eigi sér raunverulega stað, en ýmsar rannsóknar hafa verið gerðar um þetta efni á undanförnum árum.

Hvað er stress?

Það getur verið erfitt að skilgreina stress, en oft eru alvarlegir lífsviðburðir eins og skilnaður, andlát maka, alvarleg veikindi barns, missir vinnu og fleira sem veldur verulegu andlegu álagi, notaðir sem mælikvarði um stress í rannsóknum.

Það er hægt að kanna tengslin á milli streitu og myndunar krabbameins á mismunandi vegu. Í sumum rannsóknum hafa spurningalistar verið lagðir fyrir hóp fólks, annars vegar þá sem greinst hafa með krabbamein og hins vegar viðmiðunarhóp sem ekki hefur greinst með krabbamein en líkist hinum hópnum að öðru leyti, það er hefur svipaða aldurs- og kyndreifingu. Þátttakendur eru svo spurðir hvort og hvenær þeir hafi upplifað alvarlegan lífsviðburð.


Í svonefndum hóprannsóknum hefur ekki verið sýnt fram á tengsl streitu og krabbameina. Streita sem fylgir nútíma lífsháttum þar sem of mikið álag og tímaskortur fer saman, ýtir hins vegar oft undir óholla lifnaðarhætti. Þessi lífsstíll eykur áhættu á myndun krabbameins og ber að forðast.

Helsti gallinn við þessar rannsóknir er sá að þeir sem greinst hafa með krabbamein hafa oft reynt að leita skýringa á veikindum sínum. Þeim er því í fersku minni andlega álagið sem þeir urðu fyrir einhverjum árum áður, en það sama er ekki hægt að segja um viðmiðunarhópinn. Þess vegna verða þessar rannsóknir oft falskt jákvæðar, það er þær sýna samhengi þótt það sé raunverulega ekki til staðar. Þegar farið er yfir niðurstöður rannsókna þessarar gerðar benda sumar til þess að stress geti tengst myndun krabbameina og aðrar ekki, þannig að spurningunni verður ekki svarað með þeim.

Hvað segja hóprannsóknir?

Hóprannsóknir eru almennt taldar betri en spurningalistarannsóknir til þess að svara spurningum um orsakir krabbameina. Þær eru hins vegar dýrar í framkvæmd því helst þarf að safna upplýsingum mörgum árum áður en krabbameinið greinist til þess að hægt sé að mæla áhættuþáttinn (stress) án truflunar. Hóprannsóknir eru mismunandi, stundum eru notaðir afmarkaðir hópar, til dæmis starfsmenn stórra fyrirtækja og þeim fylgt eftir, stundum er fólk kallað inn til rannsókna með skipulögðum hætti líkt og gert er hjá Hjartavernd, þar sem það er beðið um að svara ýmsum spurningum af spurningalista.

Til að svara spurningunni um það hvort stress valdi krabbameinum hefur til dæmis verið fylgst með hópum sem hafa lent í mjög erfiðri lífsreynslu eins og foreldrum sem misst hafa barn eða átt barn sem hefur orðið alvarlega veikt. Um er að ræða stórar rannsóknir með þúsundum þátttakanda. Tíðni krabbameina hefur verið reiknuð út hjá þessum hópum og borin saman við tíðni annarra í sama þjóðfélagi. Ekkert bendir þá til þess að aukin hætta á krabbameini fylgi hópnum sem á erfiða lífsreynslu að baki. Hinsvegar hefur aðeins ein hóprannsókn verið birt þar sem upplýsingar um stress eða alvarlega lífsviðburði voru mældar með spurningalista áður en greining krabbameinsins var gerð. Einstaklingum í þeim hópi var fylgt eftir í að meðaltali níu ár. Í hóprannsókninni tóku um það bil 10.000 manns þátt og 1100 fengu krabbamein á meðan hópnum var fylgt eftir. Þeir sem upplifðu alvarlega lífsviðburði fengu ekki oftar krabbamein en aðrir í rannsókninni.

Fólk á lestarstöð í New York.

Lífstíllinn skiptir máli

Ef teknar eru saman niðurstöður ofangreindra rannsókna, er svarið við spurningunni að ekki virðist ástæða til þess að óttast að alvarlegir lífsviðburðir valdi krabbameini. Hér að ofan var stress skilgreint sem alvarlegur lífsviðburður. Annars konar stress eins og við þekkjum það í almennu tali, þar sem of mikið álag og tímaskortur fer saman, ýtir hins vegar oft undir óholla lifnaðarhætti. Þess háttar stress tengist gjarnan hinum vestræna lífsstíl, það er auknum reykingum og kyrrsetulífi. Hinn stressaði neytir oftar óhollustu sem einkennist af orkuríku fæði, mettuðum fitusýrum, kolvetnum og síðast en ekki síst minnkar neyslan á ávöxtum og grænmeti. Þessi lífsstíll eykur áhættu á myndun krabbameins og ber að forðast.

Frekara lesefni á Vísindavefnum:

Helstu heimildir:
  • Bergelt C ofl., British Journal of Cancer (2006) 95, 1579 – 1581.
  • Roberts- FD ofl., Cancer (1996) 77, 1089-1093.
  • Johansen C ofl., British Journal of Cancer (1997) 75, 144–148.
  • Kvikstad A, European Journal of Cancer (1994) 30A, 473–477.

Myndir:


Þetta svar birtist upprunalega í Fréttablaðinu 28.3.2009....