Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 10000 svör fundust

category-iconJarðvísindi

Hvernig getur vatn látið fljótandi hraun harðna?

Öll föst efni, sem við köllum líka storku, breytast í vökva og síðan í gas ef þau eru hituð nógu mikið. Gös breytast líka í vökva eða storku og vökvi í storku ef efnið er kælt nægilega. Hraunin sem við sjáum í kringum okkur á Íslandi hafa þannig öll storknað við kælingu, yfirleitt í snertingu við loft eða vatn. ...

category-iconLífvísindi: dýrafræði

Hvað getið þið sagt mér um skuggahlébarða?

Spurningin hljóðar svona í heild sinni: Hvað getur skuggahlébarði hoppað hátt? Í hvaða löndum lifir hann? Hvað heita kynin og afkvæmin?Skuggahlébarðinn (e. clouded leopard, latína Neofelis nebulosa) er vel aðlagaður lífi í trjám og sýnir mikla fimi þegar hann stekkur á milli trágreina eins og api væri. Ekki hafa ...

category-iconHeimspeki

Hver er syndafallskenning Rousseaus?

Að tala um „syndafall“ í kenningum svissneska heimspekingsins Jean-Jacques Rousseau (1712-1778) er líklega villandi þar sem hann fjallaði ekki um eiginlega „synd“ í kristilegum skilningi. Í ritinu Ritgerð um uppruna og grundvöll ójöfnuðar meðal manna (Discours sur l'origine et les fondements de l'inégualité parmi ...

category-iconUmhverfismál

Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?

Upphaf skipulegrar náttúruverndar má rekja til stofnunar Yellowstone-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum árið 1872. Aðdragandinn að stofnun hans er afar forvitnilegur, ekki síst vegna þess að þá kom hugmyndin um þjóðgarð í raun fyrst fram. Yellowstone fyrsti þjóðgarður heims Bandaríski jarðfræðingurinn Ferdinand V. ...

category-iconFélagsvísindi

Hvernig á að fara að því að mótmæla á Íslandi og hver er réttur mótmælenda?

Einn mikilvægasti þátturinn í lýðræðislegu samfélagi er réttur fólks til að mótmæla og gagnrýna. Þetta á sérstaklega við um stjórnvöld og aðgerðir þeirra. Rétturinn til þess að koma saman og mótmæla eða láta skoðun sína í ljós með öðrum hætti er varinn í stjórnarskránni og af ýmsum mannréttindasáttmálum sem Ísland...

category-iconHagfræði

Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur?

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd: Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur þrátt fyrir grein 65. og 72. í stjórnarskrá? Hvernig er það löglegt að skattleggja fólk sem er með engar tekjur? Svonefndur auðlegðarskattur var lagður á í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Álag á ríkissjó...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hvað voru vökulögin og af hverju voru þau sett?

Skömmu eftir aldamótin 1900 tóku Íslendingar að veiða fisk á togurum. Fyrsti togarinn sem var gerður út frá Íslandi og í eigu Íslendinga hét Coot og fór fyrst til veiða árið 1905. Árið 1911 höfðu landsmenn eignast tíu togara, árið eftir 20; árið 1920 urðu þeir 28. Togararnir voru miklu stærri skip en höfðu verið n...

category-iconFélagsvísindi

Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?

Þegar ríkissjóður veitir þriðja aðila ábyrgð, til dæmis vegna lántöku, þá getur komið til þess að ríkissjóður verður að standa við ábyrgðina og til dæmis greiða upp lán sem annar en ríkið hefur tekið. Ríkið getur ekki skotið sér undan því, ekkert frekar en til dæmis maður sem gerist ábyrgðarmaður fyrir láni til vi...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hvernig á að beygja erlend nöfn og íslensk ættarnöfn í eignarfalli?

Oft er fólk í vafa um beygingu erlendra nafna og íslenskra ættarnafna í eignarfalli. Mælt er með eftirfarandi reglum (sjá nánar um þetta efni rit Ingólfs Pálmasonar, Um ættarnöfn og erlend mannanöfn í íslensku, 1987): Ættarnöfn kvenna, innlend sem erlend, eru að jafnaði ekki beygð: að sögn Sigríðar Snævarr, þáttu...

category-iconSagnfræði: Íslandssaga

Hversu margir alþingismenn voru á hinu forna Alþingi?

Ekki er vitað nákvæmlega hvernig Alþingi á Þingvöllum þróaðist áður en ritöld hófst, kristni var lögtekin og skriflegar heimildir um þingið urðu til. En helsta heimild okkar um skipulag Alþingis á þjóðveldisöld er lögbókin Grágás. Varðveitt handrit hennar eru ekki skráð fyrr en á síðustu áratugum þjóðveldisins, og...

category-iconStjarnvísindi: alheimurinn

Hvað eru sefítar?

Sefítar eru svonefndar sveiflustjörnur sem sveiflast milli birtustiga með ákveðnum sveiflutíma. Slíkar stjörnur þekkjast á því að þær auka birtu sína fljótt og dofna síðan hægt og rólega aftur. Sefítar heita svo eftir d Cephei (delta í Sefeusi) sem var fyrsta stjarnan sem uppgötvaðist af þessari gerð, árið 1784. S...

category-iconFélagsvísindi almennt

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað?

Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hefur verið forstöðumaður Félagvísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2010. Rannsóknir hennar tengjast viðhorfum almennings á einn eða annan hátt með megináherslu á aðferðafræði spurningalistakannana, bæði á orðalag spurninga og uppbyggingu spurningalista og á gagnaöflunaraðferðir. ...

category-iconHagfræði

Hafa nýir risaflugvellir áhrif á verð í millilandaflugi?

Spyrjandi spurði sérstaklega um hvort og þá hvernig nýir risaflugvellir í Kína og Tyrklandi geti haft áhrif á verð á millilandaflugi í heiminum? Flugvellirnir tveir sem um ræðir eru nýi alþjóðaflugvöllurinn í Istanbúl og Daxing-flugvöllurinn í Beijing. Framboð á flugvöllum Flugvellir eru flókin fyrirbæri sem t...

category-iconLögfræði

Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi?

Upprunalega spurningin hljóðaði svo : Leyfa hafréttarlög sjórán utan 12 mílna landhelgi eða þarf að fara út fyrir 200 sjómílna efnahagslögsögu? Hvernig myndu íslensk og erlend stjórnvöld bregðast við slíkum "brotum"? Sjóráni eins og því er hefðbundið lýst í þjóðarétti, sbr. nú einkum í 100.-107. gr. Hafréttarsa...

category-iconMálvísindi: íslensk

Hver er uppruni orðasambandsins að finna einhvern í fjöru?

Orðasambandið að finna einhvern í fjöru í merkingunni ‘gera upp sakirnar við e-n, lúskra á e-m’ er þekkt í málinu frá því á 19. öld. Halldór Halldórsson bendir á í bókinni Íslensk orðtök (1954:179–180) að sá siður að rétta yfir þjófum í fjörum sé ævagamall og eigi rætur að rekja til germanskra réttarreglna. Í f...

Fleiri niðurstöður