Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:52 • sest 15:43 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 00:00 • Sest 00:00 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 07:25 • Síðdegis: 19:43 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 01:09 • Síðdegis: 13:45 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?

Ólafur Páll Jónsson

Upphaf skipulegrar náttúruverndar má rekja til stofnunar Yellowstone-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum árið 1872. Aðdragandinn að stofnun hans er afar forvitnilegur, ekki síst vegna þess að þá kom hugmyndin um þjóðgarð í raun fyrst fram.

Yellowstone fyrsti þjóðgarður heims

Bandaríski jarðfræðingurinn Ferdinand V. Hayden var frumkvöðull í landmælingum og vann fyrir Geological and Geographical Survey of the Territories. Hann var nýkominn úr leiðangri til Klettafjallanna haustið 1871 þegar honum barst eftirfarandi bréf frá manni að nafni A. B. Nettleton hjá Northern Pacific Railroad Company:
Kæri doktor:

Kelley dómari hefur sett fram tillögu, sem mér virðist stórgóð, nefnilega: Látum þingið samþykkja lög sem vernda Miklahvers dalinn sem garð fyrir almenning um alla framtíð – rétt eins og það hefur samþykkt að vernda Yosemite-dalinn, sem ekki er nærri eins stórbrotinn, og risatrén. Væri við hæfi að hafa slíka tillögu í opinberri skýrslu þinni ef þú ert sammála þessu?
Hayden var öldungis sammála þessu og ári síðar hafði fyrsti þjóðgarður í heimi, Yellowstone-þjóðgarðurinn, verið stofnaður. Í lögum um hann segir meðal annars:
Stórbrotna fossa og undursamlega goshveri í ofanverðum Yellowstone-garði, sem nú hafa vakið heimsathygli, ætti eingöngu að nýta um ókomna tíð sem griðastaði náttúrufræðinga og náttúruunnenda. (Yellowstone National Park: Its Exploration and Establishment)

Línur lagðar í náttúruvernd

Stofnun Yellowstone-þjóðgarðsins lagði um margt línurnar fyrir aðra þjóðgarða, bæði innan Bandaríkjanna og utan. Með tilkomu hans og fleiri friðlanda í Bandaríkjunum festist í sessi hugmyndin um þjóðgarð, það er friðað náttúrusvæði sem er griðastaður þeirra sem vilja fræðast um náttúruna og njóta hennar.

Í kjölfar þess að vaxtarsvæði risafurunnar í Yosemite-dalnum í Kaliforníu voru friðuð árið 1864 og að þjóðgarðurinn í Yellowstone var stofnaður 1872 voru gerðar margvíslegar ráðstafanir til að friða eða vernda ýmis svæði í Bandaríkjunum, einkum skóglendi, en sérstök lög voru sett um verndun skóga árið 1891.

Forseti Bandaríkjanna fær heimild til friðlýsingar

Árið 1906 samþykkti bandaríska þjóðþingið sérstök fornminjalög sem veittu forseta Bandaríkjanna heimild til að friðlýsa afmörkuð svæði, svokölluð þjóðarminnismerki (e. national monuments), ef þar væri að finna fornminjar eða svæðin hefðu sérstakt vísindalegt eða fagurfræðilegt gildi. Þessi heimild hefur mikið verið notuð, meðal annars vegna þess að forsetinn getur friðlýst svæði án þess að til komi sérstakt samþykki þingsins. Á árunum 1906 til 1999 voru stofnuð 105 þjóðarminnismerki og einungis þrír forsetar létu hjá líða að nýta þennan möguleika til að friðlýsa svæði: Nixon, Reagan og Bush eldri.

Tilgangur náttúruverndar

Tilgangurinn með náttúruvernd er margvíslegur. Oftast er þó einhver yfirvofandi vá sem mótar náttúruverndarstefnu og knýr hana áfram. Á upphafsárum náttúruverndar í Bandaríkjunum var það einkum ótæpilegt skógarhögg sem kallaði á aðgerðir, friðun eða verndun. Náttúruvernd hefur hins vegar fleiri markmið sem komu fram strax í hugmyndum manna um þjóðgarðinn í Yellowstone, til dæmis að varðveita tiltekin verðmæti handa komandi kynslóðum hvort sem þau eru í bráðri hættu eða ekki.

Nytjagildi og verndargildi

Að forða verðmætum frá eyðileggingu hefur alla tíð verið brýnasta ástæða friðunar, ef til vill vegna þess að það hefur verið viðtekin venja að nýta til fjár allar tiltækar auðlindir, svo sem skóga, fallvötn og nytjategundir, nema tilteknar séu mjög sérstakar ástæður fyrir því að gera það ekki. Hér má segja að nytjagildi – fjárhagslegt notagildi tiltekinna auðlinda – hafi algeran forgang fram yfir verndargildi – verðmæti sem felast í því að vernda eða friða tilteknar auðlindir með framtíðina í huga. Ein ástæða er sennilega sú að fjárhagslegt nytjagildi til skamms tíma knýr hagkerfi heimsins og það kallar því á slíkt fyrirkomulag. Á síðari árum hefur þó mátt greina að menn eru farnir að gera sér ljóst að verndun og varðveisla verðmæta í náttúrunni muni tengjast fjárhagslegu nytjagildi þegar fram líða stundir.

Náttúruvernd svo mannlíf geti þrifist

Á seinni árum hefur dregið úr því að menn leggi áherslu á nytjagildi eingöngu, og margir halda því fram að verndun náttúrunnar sé í raun forsenda fyrir því að yfirleitt sé hægt að hagnýta hana. Tilgangurinn með náttúruvernd er þá ekki einungis að setja til hliðar eða taka frá tiltekin verðmæti sem veita mannfólkinu ánægju, bæði núlifandi og komandi kynslóðum, heldur er hann ekki síður sá að stuðla að því að mannlífið fái yfirleitt þrifist. Þessi hugsun er að vísu ekki alveg ný af nálinni. Þannig fjallar bandaríski vistfræðingurinn og umhverfisverndarsinninn Aldo Leopold (1887-1949) um þetta í bókinni Round River frá 1953 og segir meðal annars:
Sú vísindauppgötvun sem ber af á tuttugustu öld er hvorki sjónvarp né útvarp, heldur fjölbreytni vistkerfa landsins. Aðeins þeir sem þekkja þau best gera sér grein fyrir hversu lítið við vitum um þau. Hámark fáviskunnar er maðurinn sem segir um dýr eða jurtir: „Hvaða gagn er að þessu?“ ... Ef gangvirki landsins í heild er gott, þá er hver hluti þess góður, hvort sem við skiljum hann eða ekki. Ef lífríkið hefur á óratíma byggt upp eitthvað sem okkur geðjast að en við skiljum ekki, hver nema fáráðlingur mundi þá losa sig við þá hluta sem virðast gagnslausir? Að geyma hvern nótartappa og hvert hjól er fyrsta varúðarráðstöfun listasmiðsins.

Heimildir og frekara lesefni

Sjá einnig svör við eftirfarandi spurningum

Höfundur

Ólafur Páll Jónsson

prófessor í heimspeki við HÍ

Útgáfudagur

14.8.2006

Spyrjandi

Nellý Pétursdóttir

Tilvísun

Ólafur Páll Jónsson. „Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?“ Vísindavefurinn, 14. ágúst 2006, sótt 3. desember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6122.

Ólafur Páll Jónsson. (2006, 14. ágúst). Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6122

Ólafur Páll Jónsson. „Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?“ Vísindavefurinn. 14. ágú. 2006. Vefsíða. 3. des. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6122>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvenær hófst náttúruvernd og hver er megintilgangurinn með henni?
Upphaf skipulegrar náttúruverndar má rekja til stofnunar Yellowstone-þjóðgarðsins í Bandaríkjunum árið 1872. Aðdragandinn að stofnun hans er afar forvitnilegur, ekki síst vegna þess að þá kom hugmyndin um þjóðgarð í raun fyrst fram.

Yellowstone fyrsti þjóðgarður heims

Bandaríski jarðfræðingurinn Ferdinand V. Hayden var frumkvöðull í landmælingum og vann fyrir Geological and Geographical Survey of the Territories. Hann var nýkominn úr leiðangri til Klettafjallanna haustið 1871 þegar honum barst eftirfarandi bréf frá manni að nafni A. B. Nettleton hjá Northern Pacific Railroad Company:
Kæri doktor:

Kelley dómari hefur sett fram tillögu, sem mér virðist stórgóð, nefnilega: Látum þingið samþykkja lög sem vernda Miklahvers dalinn sem garð fyrir almenning um alla framtíð – rétt eins og það hefur samþykkt að vernda Yosemite-dalinn, sem ekki er nærri eins stórbrotinn, og risatrén. Væri við hæfi að hafa slíka tillögu í opinberri skýrslu þinni ef þú ert sammála þessu?
Hayden var öldungis sammála þessu og ári síðar hafði fyrsti þjóðgarður í heimi, Yellowstone-þjóðgarðurinn, verið stofnaður. Í lögum um hann segir meðal annars:
Stórbrotna fossa og undursamlega goshveri í ofanverðum Yellowstone-garði, sem nú hafa vakið heimsathygli, ætti eingöngu að nýta um ókomna tíð sem griðastaði náttúrufræðinga og náttúruunnenda. (Yellowstone National Park: Its Exploration and Establishment)

Línur lagðar í náttúruvernd

Stofnun Yellowstone-þjóðgarðsins lagði um margt línurnar fyrir aðra þjóðgarða, bæði innan Bandaríkjanna og utan. Með tilkomu hans og fleiri friðlanda í Bandaríkjunum festist í sessi hugmyndin um þjóðgarð, það er friðað náttúrusvæði sem er griðastaður þeirra sem vilja fræðast um náttúruna og njóta hennar.

Í kjölfar þess að vaxtarsvæði risafurunnar í Yosemite-dalnum í Kaliforníu voru friðuð árið 1864 og að þjóðgarðurinn í Yellowstone var stofnaður 1872 voru gerðar margvíslegar ráðstafanir til að friða eða vernda ýmis svæði í Bandaríkjunum, einkum skóglendi, en sérstök lög voru sett um verndun skóga árið 1891.

Forseti Bandaríkjanna fær heimild til friðlýsingar

Árið 1906 samþykkti bandaríska þjóðþingið sérstök fornminjalög sem veittu forseta Bandaríkjanna heimild til að friðlýsa afmörkuð svæði, svokölluð þjóðarminnismerki (e. national monuments), ef þar væri að finna fornminjar eða svæðin hefðu sérstakt vísindalegt eða fagurfræðilegt gildi. Þessi heimild hefur mikið verið notuð, meðal annars vegna þess að forsetinn getur friðlýst svæði án þess að til komi sérstakt samþykki þingsins. Á árunum 1906 til 1999 voru stofnuð 105 þjóðarminnismerki og einungis þrír forsetar létu hjá líða að nýta þennan möguleika til að friðlýsa svæði: Nixon, Reagan og Bush eldri.

Tilgangur náttúruverndar

Tilgangurinn með náttúruvernd er margvíslegur. Oftast er þó einhver yfirvofandi vá sem mótar náttúruverndarstefnu og knýr hana áfram. Á upphafsárum náttúruverndar í Bandaríkjunum var það einkum ótæpilegt skógarhögg sem kallaði á aðgerðir, friðun eða verndun. Náttúruvernd hefur hins vegar fleiri markmið sem komu fram strax í hugmyndum manna um þjóðgarðinn í Yellowstone, til dæmis að varðveita tiltekin verðmæti handa komandi kynslóðum hvort sem þau eru í bráðri hættu eða ekki.

Nytjagildi og verndargildi

Að forða verðmætum frá eyðileggingu hefur alla tíð verið brýnasta ástæða friðunar, ef til vill vegna þess að það hefur verið viðtekin venja að nýta til fjár allar tiltækar auðlindir, svo sem skóga, fallvötn og nytjategundir, nema tilteknar séu mjög sérstakar ástæður fyrir því að gera það ekki. Hér má segja að nytjagildi – fjárhagslegt notagildi tiltekinna auðlinda – hafi algeran forgang fram yfir verndargildi – verðmæti sem felast í því að vernda eða friða tilteknar auðlindir með framtíðina í huga. Ein ástæða er sennilega sú að fjárhagslegt nytjagildi til skamms tíma knýr hagkerfi heimsins og það kallar því á slíkt fyrirkomulag. Á síðari árum hefur þó mátt greina að menn eru farnir að gera sér ljóst að verndun og varðveisla verðmæta í náttúrunni muni tengjast fjárhagslegu nytjagildi þegar fram líða stundir.

Náttúruvernd svo mannlíf geti þrifist

Á seinni árum hefur dregið úr því að menn leggi áherslu á nytjagildi eingöngu, og margir halda því fram að verndun náttúrunnar sé í raun forsenda fyrir því að yfirleitt sé hægt að hagnýta hana. Tilgangurinn með náttúruvernd er þá ekki einungis að setja til hliðar eða taka frá tiltekin verðmæti sem veita mannfólkinu ánægju, bæði núlifandi og komandi kynslóðum, heldur er hann ekki síður sá að stuðla að því að mannlífið fái yfirleitt þrifist. Þessi hugsun er að vísu ekki alveg ný af nálinni. Þannig fjallar bandaríski vistfræðingurinn og umhverfisverndarsinninn Aldo Leopold (1887-1949) um þetta í bókinni Round River frá 1953 og segir meðal annars:
Sú vísindauppgötvun sem ber af á tuttugustu öld er hvorki sjónvarp né útvarp, heldur fjölbreytni vistkerfa landsins. Aðeins þeir sem þekkja þau best gera sér grein fyrir hversu lítið við vitum um þau. Hámark fáviskunnar er maðurinn sem segir um dýr eða jurtir: „Hvaða gagn er að þessu?“ ... Ef gangvirki landsins í heild er gott, þá er hver hluti þess góður, hvort sem við skiljum hann eða ekki. Ef lífríkið hefur á óratíma byggt upp eitthvað sem okkur geðjast að en við skiljum ekki, hver nema fáráðlingur mundi þá losa sig við þá hluta sem virðast gagnslausir? Að geyma hvern nótartappa og hvert hjól er fyrsta varúðarráðstöfun listasmiðsins.

Heimildir og frekara lesefni

Sjá einnig svör við eftirfarandi spurningum

...