Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað er langt í að ósonlagið þynnist það mikið að það verði hættulegt að vera úti?

Sigrún Karlsdóttir



Óson er sameind sem gerð er úr þremur súrefnisfrumeindum og myndast í andrúmsloftinu þegar súrefnisfrumeind (O) sameinast súrefnissameind (O2) eins og lesa má um í svari Ágústs Kvarans við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast? Óson myndast á náttúrulegan hátt og það eyðist einnig á náttúrulegan hátt. Um 90% alls ósons í andrúmsloftinu er að finna í heiðhvolfinu, og mest af því er að finna í um 20 km hæð yfir jörðu, það er hið svokallaða ósonlag.



Klór (Cl) frumeindin veldur hvað mestri eyðingu á ósoni, en einnig er bróm (Br) skaðlegt. Magn þessara frumeinda í andrúmsloftinu jókst mikið á seinni hluta síðustu aldar, einkum vegna tilkomu svokallaðra klórflúorkarbons (KFK) gastegunda og halógena. Eins og nafnið gefur til kynna innihalda KFK gastegundirnar klór frumeindir, en halógenin innihalda hins vegar bróm frumeindir. Þessar efnasamsetningar voru fundnar upp af mönnum og notaðar í kælibúnað ýmiskonar og einnig í slökkvitæki svo eitthvað sé nefnt.



Gastegundirnar eru afar stöðugar og hafa þess vegna langan líftíma. Þær berast í heiðhvolfið þar sem þær brotna niður fyrir tilstilli sólargeisla. Þegar það ferli fer af stað leysast klór og bróm frumeindir úr læðingi og geta valdið aukinni eyðingu ósons. Ef glitský (stundum nefnd heimskautaský eða pólský) eru til staðar, en þau ský myndast við mjög lágt hitastig, getur ósoneyðingin orðið mjög mikil (sjá svar við: Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum? eftir Ágúst Kvaran).



Þegar hið svokallaða ósongat uppgötvaðist um 1985 voru gerðar alþjóðlegar samþykktir til að sporna við þeirri þróun sem hafði átt sér stað. Samþykktirnar gengu út á það að draga úr og banna framleiðslu á ósoneyðandi efnum. Fyrsta samkomulagið, eða Vínar samkomulagið var gert í lok árs 1985 og gekk það út á verndun ósonlagsins. Síðan fylgdu aðrar alþjóðlegar samþykktir í kjölfarið þar sem kröfurnar um bann við framleiðslu á ósoneyðandi efnum urðu strangari, eins og Montreal samkomulagið 1987, London 1990, Kaupmannahöfn 1992, Vín 1995 og Montreal 1997.

Áhrifa þessara samþykkta er þegar farið að gæta og mælist nú til dæmis minna af klór í andrúmsloftinu en fyrir nokkrum árum. Tölvuspár sýna að klórmagnið í andrúmsloftinu fari minnkandi og verði um miðja þessa öld orðið svipað og það var árið 1960. Þessar breytingar munu endurspeglast í ósonmagni andrúmsloftsins og er gert ráð fyrir að seint á þessari öld verði það orðið svipað og það var um árið 1960. Hin mikla ósonþynning sem á sér stað á vorin yfir Suðurskautslandinu, hið svokallaða ósongat, mun þá ekki myndast lengur.

Þrátt fyrir að framleiðslu KFK og halógen gastegunda hafi verið hætt, mun líða þessi langi tími vegna hins langa líftíma þessara efnasambanda. Rétt er að geta þess að í stað þeirra gastegunda sem eru hættulegar fyrir ósonlagið eru framleiddar efnablöndur með svipaða virkni en þær eyðast í veðrahvolfinu og hafa því hverfandi áhrif á ósonlagið. Hömlur hafa þó einnig verið settar á framleiðslu þessara gastegunda.

Því miður eru nokkrir óvissuþættir sem geta seinkað bata ósonlagsins og er þar fyrst að nefna aukningu á gróðurhúsagastegundum. Gróðurhúsagastegundir valda hlýnun í veðrahvolfinu, en kólnun í heiðhvolfinu. Kólnun heiðhvolfsins getur haft í för með sér jákvæð áhrif á myndun glitskýja, sem getur aftur leitt til aukinnar eyðingar ósons. Aukning á gróðurhúsagastegundinni metani (CH4) hefur einnig efnafræðileg áhrif, en niðurbrot CH4 í heiðhvolfinu leiðir af sér myndun vatnsgufu (H2O) sem aftur veldur aukningu á myndun glitskýja og þar með niðurbroti á ósoni. Einnig geta kröftug og langvarandi eldgos haft tímabundin neikvæð áhrif á ósonlagið.

Það hefur sem sagt verið gripið til róttækra aðgerða til að sporna við þynningu ósonlagsins og þrátt fyrir óvissuþættina eru nánast engar líkur á því að ósonlagið verði nokkurn tímann svo þunnt að það verði hættulegt að fara út. En þrátt fyrir það er rétt að minna á að best er að hafa það fyrir vana að verja sig vel fyrir sólinni, það er að nota sólaráburð, hatta og svo framvegis.

Heimildir:
  • Zellner, R. (ritstj.), 1999. Global Aspects of Atmospheric Chemistry (kafli 4). Steinkopff, Darmstadt: New York Springer.
  • Verndun ósonlagsins, Norræn viðhorf - endurskoðuð útgáfa 2002. Gefið út af Norrænu ráðherranefndinni.

Myndir af myndun og eyðingu ósons: NASA - Earth Observatory

O3-mynd: HB

Höfundur

veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands

Útgáfudagur

25.3.2003

Spyrjandi

Berglind Hermannsdóttir, f. 1989

Tilvísun

Sigrún Karlsdóttir. „Hvað er langt í að ósonlagið þynnist það mikið að það verði hættulegt að vera úti?“ Vísindavefurinn, 25. mars 2003, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=3278.

Sigrún Karlsdóttir. (2003, 25. mars). Hvað er langt í að ósonlagið þynnist það mikið að það verði hættulegt að vera úti? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=3278

Sigrún Karlsdóttir. „Hvað er langt í að ósonlagið þynnist það mikið að það verði hættulegt að vera úti?“ Vísindavefurinn. 25. mar. 2003. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=3278>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað er langt í að ósonlagið þynnist það mikið að það verði hættulegt að vera úti?


Óson er sameind sem gerð er úr þremur súrefnisfrumeindum og myndast í andrúmsloftinu þegar súrefnisfrumeind (O) sameinast súrefnissameind (O2) eins og lesa má um í svari Ágústs Kvarans við spurningunni Hvernig myndast ósonlagið og er talið að það muni einhvern tímann eyðast? Óson myndast á náttúrulegan hátt og það eyðist einnig á náttúrulegan hátt. Um 90% alls ósons í andrúmsloftinu er að finna í heiðhvolfinu, og mest af því er að finna í um 20 km hæð yfir jörðu, það er hið svokallaða ósonlag.



Klór (Cl) frumeindin veldur hvað mestri eyðingu á ósoni, en einnig er bróm (Br) skaðlegt. Magn þessara frumeinda í andrúmsloftinu jókst mikið á seinni hluta síðustu aldar, einkum vegna tilkomu svokallaðra klórflúorkarbons (KFK) gastegunda og halógena. Eins og nafnið gefur til kynna innihalda KFK gastegundirnar klór frumeindir, en halógenin innihalda hins vegar bróm frumeindir. Þessar efnasamsetningar voru fundnar upp af mönnum og notaðar í kælibúnað ýmiskonar og einnig í slökkvitæki svo eitthvað sé nefnt.



Gastegundirnar eru afar stöðugar og hafa þess vegna langan líftíma. Þær berast í heiðhvolfið þar sem þær brotna niður fyrir tilstilli sólargeisla. Þegar það ferli fer af stað leysast klór og bróm frumeindir úr læðingi og geta valdið aukinni eyðingu ósons. Ef glitský (stundum nefnd heimskautaský eða pólský) eru til staðar, en þau ský myndast við mjög lágt hitastig, getur ósoneyðingin orðið mjög mikil (sjá svar við: Af hverju verður þynning á ósonlaginu yfir suðurpólnum þar sem eru fáar verksmiðjur, en ekki yfir Bandaríkjunum? eftir Ágúst Kvaran).



Þegar hið svokallaða ósongat uppgötvaðist um 1985 voru gerðar alþjóðlegar samþykktir til að sporna við þeirri þróun sem hafði átt sér stað. Samþykktirnar gengu út á það að draga úr og banna framleiðslu á ósoneyðandi efnum. Fyrsta samkomulagið, eða Vínar samkomulagið var gert í lok árs 1985 og gekk það út á verndun ósonlagsins. Síðan fylgdu aðrar alþjóðlegar samþykktir í kjölfarið þar sem kröfurnar um bann við framleiðslu á ósoneyðandi efnum urðu strangari, eins og Montreal samkomulagið 1987, London 1990, Kaupmannahöfn 1992, Vín 1995 og Montreal 1997.

Áhrifa þessara samþykkta er þegar farið að gæta og mælist nú til dæmis minna af klór í andrúmsloftinu en fyrir nokkrum árum. Tölvuspár sýna að klórmagnið í andrúmsloftinu fari minnkandi og verði um miðja þessa öld orðið svipað og það var árið 1960. Þessar breytingar munu endurspeglast í ósonmagni andrúmsloftsins og er gert ráð fyrir að seint á þessari öld verði það orðið svipað og það var um árið 1960. Hin mikla ósonþynning sem á sér stað á vorin yfir Suðurskautslandinu, hið svokallaða ósongat, mun þá ekki myndast lengur.

Þrátt fyrir að framleiðslu KFK og halógen gastegunda hafi verið hætt, mun líða þessi langi tími vegna hins langa líftíma þessara efnasambanda. Rétt er að geta þess að í stað þeirra gastegunda sem eru hættulegar fyrir ósonlagið eru framleiddar efnablöndur með svipaða virkni en þær eyðast í veðrahvolfinu og hafa því hverfandi áhrif á ósonlagið. Hömlur hafa þó einnig verið settar á framleiðslu þessara gastegunda.

Því miður eru nokkrir óvissuþættir sem geta seinkað bata ósonlagsins og er þar fyrst að nefna aukningu á gróðurhúsagastegundum. Gróðurhúsagastegundir valda hlýnun í veðrahvolfinu, en kólnun í heiðhvolfinu. Kólnun heiðhvolfsins getur haft í för með sér jákvæð áhrif á myndun glitskýja, sem getur aftur leitt til aukinnar eyðingar ósons. Aukning á gróðurhúsagastegundinni metani (CH4) hefur einnig efnafræðileg áhrif, en niðurbrot CH4 í heiðhvolfinu leiðir af sér myndun vatnsgufu (H2O) sem aftur veldur aukningu á myndun glitskýja og þar með niðurbroti á ósoni. Einnig geta kröftug og langvarandi eldgos haft tímabundin neikvæð áhrif á ósonlagið.

Það hefur sem sagt verið gripið til róttækra aðgerða til að sporna við þynningu ósonlagsins og þrátt fyrir óvissuþættina eru nánast engar líkur á því að ósonlagið verði nokkurn tímann svo þunnt að það verði hættulegt að fara út. En þrátt fyrir það er rétt að minna á að best er að hafa það fyrir vana að verja sig vel fyrir sólinni, það er að nota sólaráburð, hatta og svo framvegis.

Heimildir:
  • Zellner, R. (ritstj.), 1999. Global Aspects of Atmospheric Chemistry (kafli 4). Steinkopff, Darmstadt: New York Springer.
  • Verndun ósonlagsins, Norræn viðhorf - endurskoðuð útgáfa 2002. Gefið út af Norrænu ráðherranefndinni.

Myndir af myndun og eyðingu ósons: NASA - Earth Observatory

O3-mynd: HB...