Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:17 • sest 16:10 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 21:40 • Sest 15:54 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 10:12 • Síðdegis: 22:46 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 03:46 • Síðdegis: 16:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað?

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands

Vísindafélag Íslendinga - 100 ára
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hefur verið forstöðumaður Félagvísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2010. Rannsóknir hennar tengjast viðhorfum almennings á einn eða annan hátt með megináherslu á aðferðafræði spurningalistakannana, bæði á orðalag spurninga og uppbyggingu spurningalista og á gagnaöflunaraðferðir.

Guðbjörg Andrea er þátttakandi í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum sem fjalla um lífsgildi og viðhorf almennings og mælingar á þeim. Má þar helst nefna European Values Study sem er lífsgildakönnun sem gerð hefur verið á níu ára fresti í Evrópu, þar á meðal á Íslandi allt frá árinu 1981, International Social Survey Programme sem er árleg könnun sem er gerð í yfir 40 löndum á viðhorfum til ólíkra málaflokka og European Social Survey – ESS ERIC sem gerð er annað hvert ár og hefur það að meginmarkmiði að kortleggja stöðugleika og breytingar í félagsgerð, aðstæðum og viðhorfum í Evrópu. Þá er hún einnig þátttakandi í rannsóknaverkefninu Cross-National Replication of Question Design Experiments ásamt fræðimönnum frá 12 öðrum löndum. Fyrsta fræðigreinin úr því verkefni Generalization of Classic Question Order Effects across Cultures var birt í tímaritinu Sociological Methods and Research í febrúar 2018.

Undanfarin 25 ár hefur Guðbjörg Andrea gert fjölmargar úttektir og rannsóknir á launamun kynjanna og haldið erindi um það efni. Þá hefur hún kennt á námskeiðum um launagreiningar og innleiðingu jafnlaunastaðals sem var lögleiddur 1. janúar 2018.

Undanfarin 25 ár hefur Guðbjörg Andrea gert fjölmargar úttektir og rannsóknir á launamun kynjanna og haldið erindi um það efni.

Nýverið hlaut Guðbjörg Andrea styrk frá NordForsk ásamt samstarfsfólki sínu þeim Huldu Þórisdóttur og Gunnari Helga Kristinssyni sem starfa við Stjórnmálafræðideild HÍ, Jacob Sohlberg og Johan Martinsson frá Gautaborgarháskóla, Jacob Aars og Elisabeth Ivarsflaaten frá háskólanum í Bergen, Sveinung Arnesen og Dag Arne Christensen frá UNI Research AS í Noregi, en sá síðastnefndi er verkefnisstjóri. Styrkinn hlutu þau til verkefnisins The challenge from terrorism in the Nordic countries: An analysis of citizens' reactions, policy responses and legitimacy. Í rannsókninni sem mun standa til ársins 2021 munu þau reyna að varpa ljósi á áhrif hryðjuverkaógnar á lýðræðissamfélög. Hvort ótti við hryðjuverk hafi það mikil áhrif á borgara að þeir séu tilbúnir til að fórna borgaralegum réttindum og hvaða áhrif lagasetningar gegn hryðjuverkum hafa á viðhorf fólks til lýðræðisog traust þess til stjórnvalda.

Guðbjörg Andrea er fædd árið 1960 og varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1979. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1984 og MSc-prófi í félagssálfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1986. Hún lauk doktorsprófi frá sama skóla árið 2004. Doktorsritgerð hennar ber heitið Context Effects in Social Surveys: A Study of Question Order Effects og fjallar um það hvernig mismunandi röð spurninga getur haft áhrif á svör þátttakenda og þar með niðurstöður spurningalistakannana.

Mynd:

  • ©Bkort photography

Útgáfudagur

4.4.2018

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn, 4. apríl 2018, sótt 21. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=75590.

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. (2018, 4. apríl). Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=75590

Ritstjórn Vísindavefsins og Vísindafélag Íslands. „Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað?“ Vísindavefurinn. 4. apr. 2018. Vefsíða. 21. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=75590>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvaða rannsóknir hefur Guðbjörg Andrea Jónsdóttir stundað?
Guðbjörg Andrea Jónsdóttir hefur verið forstöðumaður Félagvísindastofnunar Háskóla Íslands frá árinu 2010. Rannsóknir hennar tengjast viðhorfum almennings á einn eða annan hátt með megináherslu á aðferðafræði spurningalistakannana, bæði á orðalag spurninga og uppbyggingu spurningalista og á gagnaöflunaraðferðir.

Guðbjörg Andrea er þátttakandi í fjölmörgum alþjóðlegum rannsóknaverkefnum sem fjalla um lífsgildi og viðhorf almennings og mælingar á þeim. Má þar helst nefna European Values Study sem er lífsgildakönnun sem gerð hefur verið á níu ára fresti í Evrópu, þar á meðal á Íslandi allt frá árinu 1981, International Social Survey Programme sem er árleg könnun sem er gerð í yfir 40 löndum á viðhorfum til ólíkra málaflokka og European Social Survey – ESS ERIC sem gerð er annað hvert ár og hefur það að meginmarkmiði að kortleggja stöðugleika og breytingar í félagsgerð, aðstæðum og viðhorfum í Evrópu. Þá er hún einnig þátttakandi í rannsóknaverkefninu Cross-National Replication of Question Design Experiments ásamt fræðimönnum frá 12 öðrum löndum. Fyrsta fræðigreinin úr því verkefni Generalization of Classic Question Order Effects across Cultures var birt í tímaritinu Sociological Methods and Research í febrúar 2018.

Undanfarin 25 ár hefur Guðbjörg Andrea gert fjölmargar úttektir og rannsóknir á launamun kynjanna og haldið erindi um það efni. Þá hefur hún kennt á námskeiðum um launagreiningar og innleiðingu jafnlaunastaðals sem var lögleiddur 1. janúar 2018.

Undanfarin 25 ár hefur Guðbjörg Andrea gert fjölmargar úttektir og rannsóknir á launamun kynjanna og haldið erindi um það efni.

Nýverið hlaut Guðbjörg Andrea styrk frá NordForsk ásamt samstarfsfólki sínu þeim Huldu Þórisdóttur og Gunnari Helga Kristinssyni sem starfa við Stjórnmálafræðideild HÍ, Jacob Sohlberg og Johan Martinsson frá Gautaborgarháskóla, Jacob Aars og Elisabeth Ivarsflaaten frá háskólanum í Bergen, Sveinung Arnesen og Dag Arne Christensen frá UNI Research AS í Noregi, en sá síðastnefndi er verkefnisstjóri. Styrkinn hlutu þau til verkefnisins The challenge from terrorism in the Nordic countries: An analysis of citizens' reactions, policy responses and legitimacy. Í rannsókninni sem mun standa til ársins 2021 munu þau reyna að varpa ljósi á áhrif hryðjuverkaógnar á lýðræðissamfélög. Hvort ótti við hryðjuverk hafi það mikil áhrif á borgara að þeir séu tilbúnir til að fórna borgaralegum réttindum og hvaða áhrif lagasetningar gegn hryðjuverkum hafa á viðhorf fólks til lýðræðisog traust þess til stjórnvalda.

Guðbjörg Andrea er fædd árið 1960 og varð stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð 1979. Hún lauk BA-prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 1984 og MSc-prófi í félagssálfræði frá London School of Economics and Political Science árið 1986. Hún lauk doktorsprófi frá sama skóla árið 2004. Doktorsritgerð hennar ber heitið Context Effects in Social Surveys: A Study of Question Order Effects og fjallar um það hvernig mismunandi röð spurninga getur haft áhrif á svör þátttakenda og þar með niðurstöður spurningalistakannana.

Mynd:

  • ©Bkort photography

...