
Það er ekki til ein opinber og óumdeild skilgreining á því hvar mörk Evrópu liggja. Mörkin á þessu korti eru þó nokkuð almennt viðurkennd í dag. Vekja má athygli á því að landamæri ríkja og mörk heimsálfa falla ekki endilega saman og því getur eitt land tilheyrt tveimur heimsálfum.

Mörk Evrópu og Asíu hafa lengi verið nokkuð á reiki. Rauða línan sýnir þau mörk sem oftast er miðað við í dag. Gulu línurnar sýna önnur mörk sem hefur áður verið stuðst við. Útskýringar á þeim er að finna á Wikipediu ‒ sjá heimildaskrá.
- Boundaries between continents - Wikipedia, the free encyclopedia. (Skoðað 16. 05. 2013).
- Fyrra kort: Europe polar stereographic Caucasus Urals boundary.svg - Wikipedia, the free encyclopedia. (Sótt 16. 05. 2013).
- Seinna kort: Historical Europe-Asia boundaries 1700 to 1900.png - Wikipedia, the free encyclopedia. Íslenskur texti settur inn af ritstjórn Vísindavefsins. (Sótt 16. 5. 2013).