Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:23 • sest 16:05 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 25:04 • Sest 15:29 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 12:18 • Síðdegis: 25:05 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 05:51 • Síðdegis: 18:50 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

Hér er einnig svarað spurningunum:
  • Hvað er það sem greinir eyju frá landi?
  • Hver er skilgreining á eyju? Af hverju er t.d. Grænland eyja en ekki heimsálfa?
  • Af hverju er Ástralía ekki eyja?
  • Er Ástralía heimsálfa eða er hún eyja?

Eina og áður hefur verið fjallað um á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? er hugtakið heimsálfa ekki vel skilgreint, en segja má að heimsálfa sé svæði sem nær yfir meginland og þær eyjur sem því tilheyra. Eyja er sem sagt hluti af heimsálfu, til dæmis eru Bretlandseyjar hluti af heimsálfunni Evrópu og Madagaskar er hluti af heimsálfunni Afríku. Það er því á vissan hátt heppilegra að velta fyrir sér hver sé munurinn á meginlandi og eyju þar sem heimsálfa nær yfir bæði þessi fyrirbæri.

Á ensku er hugtakið „continent“ notað bæði um meginland og heimsálfu og getur það valdið ruglingi hjá okkur sem höfum sitt hvort hugtakið um þessi fyrirbæri. Í svarinu hér á eftir er talað um meginland frekar en heimsálfu og sérstaklega gefinn gaumur að því hvers vegna Grænland er eyja en Ástralía meginland. Þó má hafa í huga að í seinni hluta svarsins, þegar kemur að því að fjalla um jarðskorpufleka, náttúru og menningu, mætti alveg segja heimsálfa rétt eins og meginland.

Þegar við veltum fyrir okkur skilgreiningu á hugtökum er ágætt að byrja á því að fletta upp í orðabókum. Í Íslenskri orðabók er sagt um eyju að hún sé land umflotið á alla vegu. Meginland er hins vegar stórt landsvæði þar sem jarðskorpan undir er þykk og gerð úr kísilsýruríkum bergtegundum. Við þetta má bæta að í enskum orðabókum er meginland (continent) oft skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó, þótt landbrýr geti tengt meginlöndin saman.

Þó þessar skilgreiningar séu ekki mjög nákvæmar og afgerandi þá má finna tvennt í þeim sem getur hjálpað til við að greina á milli meginlands og eyju, það er stærð og jarðfræði.

Ef við lítum fyrst á stærðina þá er sérstaklega tekið fram í orðabókum að meginland sé stór eða mikill landmassi á meðan eyja er eitthvað minna, gjarnan sögð vera „piece of land“ í enskum orðabókum. Almennt er það líka viðurkennd hugmynd að meginland sé stærra en eyja. Við velkjumst ekkert í vafa um að Ísland sé eyja en ekki meginland og að sama skapi eru flestir sammála um að Suðurskautslandið sé meginland frekar en eyja.

Hins vegar er hvergi að finna skilgreiningu á því hvar stærðarmörkin liggja heldur er um huglægt mat að ræða. Það eina sem hægt er að segja er að það er verulegur stærðarmunur á eyju og meginlandi þar sem Ástralía, sem venjulega er talin minnsta heimsálfan, er 3,5 sinnum stærri en Grænland sem yfirleitt er nefnd stærsta eyja heims.



Af kortum að dæma virðist Grænland gjarnan vera svipað að stærð eða jafnvel stærra en Ástralía en í rauninni er Ástralía rúmlega þrisvar sinnum stærri. Ástæðan er sú að þegar hvelft yfirborð jarðar er yfirfært á sléttan flöt koma alltaf fram einhverjar skekkjur í flatarmáli, fjarlægðum eða hornum á kortinu. Algengt er að heimskort sýni svæðin lengst frá miðbaug óeðlilega stór, þar með talið Grænland.

Fyrir utan stærð þá er hægt að skoða jarðskorpuna til þess að hjálpa okkur að skilja hver er munurinn á eyju og meginlandi. Jarðskorpan er tvenns konar: meginlandsskorpa sem er 20-70 km þykk og myndar meginlöndin, og úthafsskorpa sem er að meðaltali um 10 km þykk og myndar hafsbotninn. Efnasamsetning þessara tveggja jarðskorpugerða er ekki alveg sú sama þar sem hafsbotninn er úr talsvert þyngra og málmríkara efni en meginlöndin og því eðlisþyngri. Þar sem flestar eyjar eru gerðar úr úthafsskorpu má segja að gerð jarðskorpunnar sé eitt af því sem greinir að meginland og eyju. Þetta er þó ekki án undantekninga þar sem sumar eyjar eru gerðar úr meginlandsskorpu og ættu þá samkvæmt því að teljast meginlönd. Sem dæmi má nefna Grænland, Bretland, Írland og Borgundarhólm. Fáum dettur þó sjálfsagt í hug að kalla þessar eyjar meginlönd nema þá ef vera skildi Grænland.

Einnig hefur verið stungið upp á því að nota mætti svokallaða jarðskorpufleka til þess að skipta þurrlendi jarðar upp í meginlönd (og þar af leiðandi skilgreina hvaða landsvæði skuli kallast meginlönd og hver ekki). Þá er miðað við að hvert meginland tilheyri sérstökum fleka. Að sumu leyti passar ágætlega að nota flekana til þess að afmarka meginlönd. Til dæmis væri ekki hægt að skilgreina Grænland sem meginland ef þetta viðmið er notað þar sem það er ekki sér fleki heldur tilheyrir Ameríkuflekanum. Hins vegar eru ákveðin vandamál við að nota jarðskorpuflekana sem viðmið þar sem til dæmis Síbería og Alaska tilheyra sama flekanum en við tölum ekki um þessi svæði sem sama meginlandið.

Fleira hefur verið nefnt til sögunnar til þess að greina á milli meginlands og eyju, til dæmis dýralíf og gróðurfar og þá rökstutt þannig að vegna lífræðilegrar eingangrunar hafi gjarnan þróast einsök flóra og fána á eyju á meðan fjölbreytileikinn sé meiri á meginlöndunum og sömu tegundir sé jafnvel að finna á fleiri en einu meginlandi. Þetta viðmið setur okkur þó í vanda þar sem dýra- og plöntulíf í Ástralíu er mjög einkennandi og því ætti Ástralía að flokkast sem eyja samkvæmt þessu.

Landslag er enn einn þáttur sem nefndur hefur verið til þess að aðgreina eyju frá meginlandi. Rökin þar eru þau að meginlönd hafi mun fjölbreyttara landslag en eyjur, svo sem fjallgarða, stórar og miklar ár, sléttur og svo framvegis. Þessi aðgreining styður það að kalla Ástralíu heimsálfu og Grænland eyju þar sem landslag er óneitanlega mun fjölbreytilegra í Ástralíu.

Á sama hátt hefur verið bent á menningu þegar rætt er um hvers vegna hægt er að kalla Ástralíu meginland en ekki Grænland. Í Ástralíu þróaðist mjög sérstök menning í árþúsundir en menning Grænlendinga er á ýmsan hátt svipuð menningu á heimskautasvæðum Norður-Ameríku.

Af þessu má sjá að ýmislegt má nota til þess að rökstyðja hvers vegna Ástralía er meginland en Grænland eyja en það er hins vegar engin ein algild skilgreining sem hægt er að nota nema ef vera skildi stærð. Í rauninni eru hugmyndir okkar um það hvað er meginland og hvað er eyja mikið til byggðar á huglægum mælikvarða þar sem stærð skilur á milli í bland við jarðfræðilegar staðreyndir og jafnvel aðra þætti eins og náttúrfar og menningu.

Heimildir og mynd:

Við vinnslu þessa svars urðu þau mistök að nöfn spyrjenda duttu út en 6 einstaklingar höfðu sent inn þær spurningar sem hér er svarað.

Höfundur

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir

landfræðingur og starfsmaður Vísindavefsins

Útgáfudagur

20.12.2004

Spyrjandi

Ritstjórn

Tilvísun

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?“ Vísindavefurinn, 20. desember 2004, sótt 23. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=4674.

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. (2004, 20. desember). Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=4674

Emilía Dagný Sveinbjörnsdóttir. „Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?“ Vísindavefurinn. 20. des. 2004. Vefsíða. 23. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=4674>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Af hverju er Ástralía meginland en Grænland eyja?
Hér er einnig svarað spurningunum:

  • Hvað er það sem greinir eyju frá landi?
  • Hver er skilgreining á eyju? Af hverju er t.d. Grænland eyja en ekki heimsálfa?
  • Af hverju er Ástralía ekki eyja?
  • Er Ástralía heimsálfa eða er hún eyja?

Eina og áður hefur verið fjallað um á Vísindavefnum í svari við spurningunni Hvernig eru nöfn heimsálfanna til komin? er hugtakið heimsálfa ekki vel skilgreint, en segja má að heimsálfa sé svæði sem nær yfir meginland og þær eyjur sem því tilheyra. Eyja er sem sagt hluti af heimsálfu, til dæmis eru Bretlandseyjar hluti af heimsálfunni Evrópu og Madagaskar er hluti af heimsálfunni Afríku. Það er því á vissan hátt heppilegra að velta fyrir sér hver sé munurinn á meginlandi og eyju þar sem heimsálfa nær yfir bæði þessi fyrirbæri.

Á ensku er hugtakið „continent“ notað bæði um meginland og heimsálfu og getur það valdið ruglingi hjá okkur sem höfum sitt hvort hugtakið um þessi fyrirbæri. Í svarinu hér á eftir er talað um meginland frekar en heimsálfu og sérstaklega gefinn gaumur að því hvers vegna Grænland er eyja en Ástralía meginland. Þó má hafa í huga að í seinni hluta svarsins, þegar kemur að því að fjalla um jarðskorpufleka, náttúru og menningu, mætti alveg segja heimsálfa rétt eins og meginland.

Þegar við veltum fyrir okkur skilgreiningu á hugtökum er ágætt að byrja á því að fletta upp í orðabókum. Í Íslenskri orðabók er sagt um eyju að hún sé land umflotið á alla vegu. Meginland er hins vegar stórt landsvæði þar sem jarðskorpan undir er þykk og gerð úr kísilsýruríkum bergtegundum. Við þetta má bæta að í enskum orðabókum er meginland (continent) oft skilgreint sem mikill landmassi umkringdur sjó, þótt landbrýr geti tengt meginlöndin saman.

Þó þessar skilgreiningar séu ekki mjög nákvæmar og afgerandi þá má finna tvennt í þeim sem getur hjálpað til við að greina á milli meginlands og eyju, það er stærð og jarðfræði.

Ef við lítum fyrst á stærðina þá er sérstaklega tekið fram í orðabókum að meginland sé stór eða mikill landmassi á meðan eyja er eitthvað minna, gjarnan sögð vera „piece of land“ í enskum orðabókum. Almennt er það líka viðurkennd hugmynd að meginland sé stærra en eyja. Við velkjumst ekkert í vafa um að Ísland sé eyja en ekki meginland og að sama skapi eru flestir sammála um að Suðurskautslandið sé meginland frekar en eyja.

Hins vegar er hvergi að finna skilgreiningu á því hvar stærðarmörkin liggja heldur er um huglægt mat að ræða. Það eina sem hægt er að segja er að það er verulegur stærðarmunur á eyju og meginlandi þar sem Ástralía, sem venjulega er talin minnsta heimsálfan, er 3,5 sinnum stærri en Grænland sem yfirleitt er nefnd stærsta eyja heims.



Af kortum að dæma virðist Grænland gjarnan vera svipað að stærð eða jafnvel stærra en Ástralía en í rauninni er Ástralía rúmlega þrisvar sinnum stærri. Ástæðan er sú að þegar hvelft yfirborð jarðar er yfirfært á sléttan flöt koma alltaf fram einhverjar skekkjur í flatarmáli, fjarlægðum eða hornum á kortinu. Algengt er að heimskort sýni svæðin lengst frá miðbaug óeðlilega stór, þar með talið Grænland.

Fyrir utan stærð þá er hægt að skoða jarðskorpuna til þess að hjálpa okkur að skilja hver er munurinn á eyju og meginlandi. Jarðskorpan er tvenns konar: meginlandsskorpa sem er 20-70 km þykk og myndar meginlöndin, og úthafsskorpa sem er að meðaltali um 10 km þykk og myndar hafsbotninn. Efnasamsetning þessara tveggja jarðskorpugerða er ekki alveg sú sama þar sem hafsbotninn er úr talsvert þyngra og málmríkara efni en meginlöndin og því eðlisþyngri. Þar sem flestar eyjar eru gerðar úr úthafsskorpu má segja að gerð jarðskorpunnar sé eitt af því sem greinir að meginland og eyju. Þetta er þó ekki án undantekninga þar sem sumar eyjar eru gerðar úr meginlandsskorpu og ættu þá samkvæmt því að teljast meginlönd. Sem dæmi má nefna Grænland, Bretland, Írland og Borgundarhólm. Fáum dettur þó sjálfsagt í hug að kalla þessar eyjar meginlönd nema þá ef vera skildi Grænland.

Einnig hefur verið stungið upp á því að nota mætti svokallaða jarðskorpufleka til þess að skipta þurrlendi jarðar upp í meginlönd (og þar af leiðandi skilgreina hvaða landsvæði skuli kallast meginlönd og hver ekki). Þá er miðað við að hvert meginland tilheyri sérstökum fleka. Að sumu leyti passar ágætlega að nota flekana til þess að afmarka meginlönd. Til dæmis væri ekki hægt að skilgreina Grænland sem meginland ef þetta viðmið er notað þar sem það er ekki sér fleki heldur tilheyrir Ameríkuflekanum. Hins vegar eru ákveðin vandamál við að nota jarðskorpuflekana sem viðmið þar sem til dæmis Síbería og Alaska tilheyra sama flekanum en við tölum ekki um þessi svæði sem sama meginlandið.

Fleira hefur verið nefnt til sögunnar til þess að greina á milli meginlands og eyju, til dæmis dýralíf og gróðurfar og þá rökstutt þannig að vegna lífræðilegrar eingangrunar hafi gjarnan þróast einsök flóra og fána á eyju á meðan fjölbreytileikinn sé meiri á meginlöndunum og sömu tegundir sé jafnvel að finna á fleiri en einu meginlandi. Þetta viðmið setur okkur þó í vanda þar sem dýra- og plöntulíf í Ástralíu er mjög einkennandi og því ætti Ástralía að flokkast sem eyja samkvæmt þessu.

Landslag er enn einn þáttur sem nefndur hefur verið til þess að aðgreina eyju frá meginlandi. Rökin þar eru þau að meginlönd hafi mun fjölbreyttara landslag en eyjur, svo sem fjallgarða, stórar og miklar ár, sléttur og svo framvegis. Þessi aðgreining styður það að kalla Ástralíu heimsálfu og Grænland eyju þar sem landslag er óneitanlega mun fjölbreytilegra í Ástralíu.

Á sama hátt hefur verið bent á menningu þegar rætt er um hvers vegna hægt er að kalla Ástralíu meginland en ekki Grænland. Í Ástralíu þróaðist mjög sérstök menning í árþúsundir en menning Grænlendinga er á ýmsan hátt svipuð menningu á heimskautasvæðum Norður-Ameríku.

Af þessu má sjá að ýmislegt má nota til þess að rökstyðja hvers vegna Ástralía er meginland en Grænland eyja en það er hins vegar engin ein algild skilgreining sem hægt er að nota nema ef vera skildi stærð. Í rauninni eru hugmyndir okkar um það hvað er meginland og hvað er eyja mikið til byggðar á huglægum mælikvarða þar sem stærð skilur á milli í bland við jarðfræðilegar staðreyndir og jafnvel aðra þætti eins og náttúrfar og menningu.

Heimildir og mynd:

Við vinnslu þessa svars urðu þau mistök að nöfn spyrjenda duttu út en 6 einstaklingar höfðu sent inn þær spurningar sem hér er svarað. ...