Ekki er víst að aftökur hafi farið fram í fjörum á Íslandi en menn hafa þó án efa þekkt lagaákvæðin. Þótt upprunalega skírskotunin hafi glatast eftir að ákvæðin voru numin úr gildi lifir orðtakið í málinu án þess að menn endilega geri sér grein fyrir upprunanum. Annað orðasamband þessu skylt og vafalaust af sömu rót runnið er að finna einhvern í fjörugrjótinu. Það er notað í dálítið annarri merkingu, það er ‘stríða e-m, gera e-m gikk’ og er þekkt frá síðari hluta 19. aldar. Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund
Ekki er víst að aftökur hafi farið fram í fjörum á Íslandi en menn hafa þó án efa þekkt lagaákvæðin. Þótt upprunalega skírskotunin hafi glatast eftir að ákvæðin voru numin úr gildi lifir orðtakið í málinu án þess að menn endilega geri sér grein fyrir upprunanum. Annað orðasamband þessu skylt og vafalaust af sömu rót runnið er að finna einhvern í fjörugrjótinu. Það er notað í dálítið annarri merkingu, það er ‘stríða e-m, gera e-m gikk’ og er þekkt frá síðari hluta 19. aldar. Mynd: Mats: Íslandsmyndasafn © Mats Wibe Lund