Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 10:26 • sest 16:02 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 01:04 • Sest 15:19 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 01:05 • Síðdegis: 13:31 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 07:12 • Síðdegis: 20:04 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?

Gylfi Magnússon

Þegar ríkissjóður veitir þriðja aðila ábyrgð, til dæmis vegna lántöku, þá getur komið til þess að ríkissjóður verður að standa við ábyrgðina og til dæmis greiða upp lán sem annar en ríkið hefur tekið. Ríkið getur ekki skotið sér undan því, ekkert frekar en til dæmis maður sem gerist ábyrgðarmaður fyrir láni til vinar síns, sem síðan stendur ekki í skilum.

Kostnaðurinn af þessu fellur á ríkissjóð og þar með óbeint á skattgreiðendur, eins og annar kostnaður sem ríkið stofnar til. Þó er rétt að hafa í huga að fyrir ábyrgð ríkissjóðs á lánum er greitt sérstakt gjald. Svokallaður ríkisábyrgðasjóður innheimtir gjaldið sem rennur í ríkissjóð. Ríkið hefur því tekjur af því að veita ábyrgð og þær vega upp á móti kostnaðinum þegar reynir á ábyrgðina. Um þetta gilda nú lög um ríkisábyrgðir nr. 121/1997. Þar kemur meðal annars fram að ríkisábyrgð má aðeins veita ef heimild er til þess í lögum.

Í lok ársins 2006 var ríkið í ábyrgð fyrir lánum sem námu samtals 717 milljörðum króna. Af því var um 18% lán í erlendum gjaldmiðlum. Langstærstur hluti ábyrgðanna er vegna Íbúðalánasjóðs eða 583 milljarðar.

Heimild fyrir talnaefni:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda? Bitnar það á ríkisþegnum sem greiða skatta og skrifa ekki undir neitt?

Höfundur

Gylfi Magnússon

prófessor í hagfræði við HÍ

Útgáfudagur

29.6.2007

Spyrjandi

Sumarliði Daðason

Tilvísun

Gylfi Magnússon. „Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?“ Vísindavefurinn, 29. júní 2007, sótt 24. nóvember 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=6706.

Gylfi Magnússon. (2007, 29. júní). Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=6706

Gylfi Magnússon. „Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?“ Vísindavefurinn. 29. jún. 2007. Vefsíða. 24. nóv. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=6706>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda?
Þegar ríkissjóður veitir þriðja aðila ábyrgð, til dæmis vegna lántöku, þá getur komið til þess að ríkissjóður verður að standa við ábyrgðina og til dæmis greiða upp lán sem annar en ríkið hefur tekið. Ríkið getur ekki skotið sér undan því, ekkert frekar en til dæmis maður sem gerist ábyrgðarmaður fyrir láni til vinar síns, sem síðan stendur ekki í skilum.

Kostnaðurinn af þessu fellur á ríkissjóð og þar með óbeint á skattgreiðendur, eins og annar kostnaður sem ríkið stofnar til. Þó er rétt að hafa í huga að fyrir ábyrgð ríkissjóðs á lánum er greitt sérstakt gjald. Svokallaður ríkisábyrgðasjóður innheimtir gjaldið sem rennur í ríkissjóð. Ríkið hefur því tekjur af því að veita ábyrgð og þær vega upp á móti kostnaðinum þegar reynir á ábyrgðina. Um þetta gilda nú lög um ríkisábyrgðir nr. 121/1997. Þar kemur meðal annars fram að ríkisábyrgð má aðeins veita ef heimild er til þess í lögum.

Í lok ársins 2006 var ríkið í ábyrgð fyrir lánum sem námu samtals 717 milljörðum króna. Af því var um 18% lán í erlendum gjaldmiðlum. Langstærstur hluti ábyrgðanna er vegna Íbúðalánasjóðs eða 583 milljarðar.

Heimild fyrir talnaefni:

Spurningin í heild sinni hljóðaði svona:
Hvað gerist þegar ríkisábyrgð kemur til framkvæmda? Bitnar það á ríkisþegnum sem greiða skatta og skrifa ekki undir neitt?
...