Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
Sólin Sólin Rís 09:06 • sest 17:16 í Reykjavík
Tunglið Tunglið Rís 06:24 • Sest 16:46 í Reykjavík
Flóð Flóð Árdegis: 05:17 • Síðdegis: 17:24 í Reykjavík
Fjaran Fjara Árdegis: 11:24 • Síðdegis: 23:36 í Reykjavík
LeiðbeiningarTil baka

Sendu inn spurningu

Hér getur þú sent okkur nýjar spurningar um vísindaleg efni.

Hafðu spurninguna stutta og hnitmiðaða og sendu aðeins eina í einu. Einlægar og vandaðar spurningar um mikilvæg efni eru líklegastar til að kalla fram vönduð og greið svör. Ekki er víst að tími vinnist til að svara öllum spurningum.

Persónulegar upplýsingar um spyrjendur eru eingöngu notaðar í starfsemi vefsins, til dæmis til að svör verði við hæfi spyrjenda. Spurningum er ekki sinnt ef spyrjandi villir á sér heimildir eða segir ekki nægileg deili á sér.

Spurningum sem eru ekki á verksviði vefsins er eytt.

Að öðru leyti er hægt að spyrja Vísindavefinn um allt milli himins og jarðar!

=

Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur?

Baldur S. Blöndal

Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:
Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur þrátt fyrir grein 65. og 72. í stjórnarskrá? Hvernig er það löglegt að skattleggja fólk sem er með engar tekjur?

Svonefndur auðlegðarskattur var lagður á í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Álag á ríkissjóð var mikið á þessum tíma enda varð stórfellt efnahagstjón af bankahruninu. Halli ríkissjóðs nam um 180 milljörðum króna sem var einstæður vandi í ríkisfjármálum.

Alþingi fer eitt með skattlagningarvald samkvæmt 40. og 77. greinum stjórnaskrárinnar, en þær kveða á um að engan skatt megi leggja á né afnema nema samkvæmt lögum. Auðlegðarskatturinn var eignarskattur sem kvað á um að einstaklingar sem áttu skuldlausa eign að lágmarksverðmæti 90 milljónir, eða 120 milljónir ef eigendurnir voru hjón, skyldu greiða tiltekna prósentu eignarinnar til ríkissjóðs árin 2009 til 2013. Árið 2009 féllu um 1.400 hjón í seinni flokkinn, það er áttu hreina eign yfir 120 milljónum. Samanlagðar eignir allra þessara hjóna voru um 208 milljarðar. Þessi fjórtánhundruð hjón voru um 2,2% hjóna á Íslandi en áttu um fjórðung hreinnar eignar í landinu.

Árið 2009 áttu um fjórtánhundruð íslensk hjón um fjórðung hreinnar eignar í landinu.

Í aðdraganda efnahagshrunsins hafði mikil gróska verið í íslensku viðskiptalífi sem leiddi til þess lánsfé varð aðgengilegra en oft áður og margir tóku lán hjá bönkum og nutu hins svokallaða „góðæris“. Á sama tíma höfðu skattar á fjárhagstekjur lækkað töluvert og skattbyrði hátekjufólks minnkað á kostnað alls almennings. Í ljósi þeirra hagstæðu skattareglna sem hátekjufólk hafði notið í aðdraganda hrunsins var gripið til þess ráðs að leggja tímabundinn eignarskatt með háu fríeignarmarki og tiltölulega mikið hærri skattprósentu en áður hafði þekkst í eignaskatttöku á Íslandi. Var þetta gert til að rétta af þann halla sem ríkissjóður stóð frammi fyrir. Það þótti sanngjörn ráðstöfun að einstaklingar sem safnað höfðu slíkum eignum í aðdraganda hrunsins þyrftu að bera aukna skattbyrði í kjölfar þess.

Sama hve sérstök staða kann að vera landinu mega lögin þó aldrei brjóta í bága við stjórnarskrá, enda er hún rétthærri almennum lögum. Þetta gildir einnig um skattlagningu. Í 72. grein stjórnarskrárinnar er vikið að því að eignarrétturinn sé friðhelgur og í 65. grein er kveðið á um skyldu löggjafans til að gæta jafnræðis við lagasetningu. Hér mætti því velta upp hvort vegið hafi verið að þessum mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar með þessari tilteknu skattlagningu. Hæstiréttur féllst ekki á þann málatilbúnað í máli Guðrúnar Helgu Lárusdóttur gegn íslenska ríkinu númer 726/2013.

Bent var á að þó svo að skattlagningin hafi snert tiltölulega fámennan hóp hafi sú aðgreining ekki verið ómálefnaleg enda var miðað við eignir einstaklinga og andlag skattlagningar voru einmitt sömu eignir. Skattlagning er viðurkennd takmörkun á eignarréttinum og hefur löggjafanum verið játað rúmt svigrúm til skattlagningar, enda helsta tekjulind ríkissjóðs.

Einnig var talið að fríeignarmörkin væru svo há að skattlagningin yrði ekki til þess að tekjur þeirra rýrnuðu svo umtalsvert að um einhverskonar eignaupptöku væri að ræða í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Þar að auki áréttaði hæstiréttur sérstaklega að hér væri um tímabundnar ráðstafanir að ræða sem ætluð voru sem viðbrögð við þeirri einstöku stöðu sem ríkissjóður stóð frammi fyrir. Því væri réttmætt að „játa[...] [Alþingi] verulegu svigrúmi til ákveða þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu“.

Heimildir:

Mynd:

Höfundur

Baldur S. Blöndal

mag. jur. í lögfræði

Útgáfudagur

22.7.2022

Spyrjandi

Árni Eiríksson

Tilvísun

Baldur S. Blöndal. „Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur?“ Vísindavefurinn, 22. júlí 2022, sótt 30. október 2024, https://visindavefur.is/svar.php?id=73050.

Baldur S. Blöndal. (2022, 22. júlí). Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur? Vísindavefurinn. https://visindavefur.is/svar.php?id=73050

Baldur S. Blöndal. „Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur?“ Vísindavefurinn. 22. júl. 2022. Vefsíða. 30. okt. 2024. <https://visindavefur.is/svar.php?id=73050>.

Chicago | APA | MLA

Senda grein til vinar

=

Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur?
Spurningin hljóðaði svona í fullri lengd:

Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur þrátt fyrir grein 65. og 72. í stjórnarskrá? Hvernig er það löglegt að skattleggja fólk sem er með engar tekjur?

Svonefndur auðlegðarskattur var lagður á í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Álag á ríkissjóð var mikið á þessum tíma enda varð stórfellt efnahagstjón af bankahruninu. Halli ríkissjóðs nam um 180 milljörðum króna sem var einstæður vandi í ríkisfjármálum.

Alþingi fer eitt með skattlagningarvald samkvæmt 40. og 77. greinum stjórnaskrárinnar, en þær kveða á um að engan skatt megi leggja á né afnema nema samkvæmt lögum. Auðlegðarskatturinn var eignarskattur sem kvað á um að einstaklingar sem áttu skuldlausa eign að lágmarksverðmæti 90 milljónir, eða 120 milljónir ef eigendurnir voru hjón, skyldu greiða tiltekna prósentu eignarinnar til ríkissjóðs árin 2009 til 2013. Árið 2009 féllu um 1.400 hjón í seinni flokkinn, það er áttu hreina eign yfir 120 milljónum. Samanlagðar eignir allra þessara hjóna voru um 208 milljarðar. Þessi fjórtánhundruð hjón voru um 2,2% hjóna á Íslandi en áttu um fjórðung hreinnar eignar í landinu.

Árið 2009 áttu um fjórtánhundruð íslensk hjón um fjórðung hreinnar eignar í landinu.

Í aðdraganda efnahagshrunsins hafði mikil gróska verið í íslensku viðskiptalífi sem leiddi til þess lánsfé varð aðgengilegra en oft áður og margir tóku lán hjá bönkum og nutu hins svokallaða „góðæris“. Á sama tíma höfðu skattar á fjárhagstekjur lækkað töluvert og skattbyrði hátekjufólks minnkað á kostnað alls almennings. Í ljósi þeirra hagstæðu skattareglna sem hátekjufólk hafði notið í aðdraganda hrunsins var gripið til þess ráðs að leggja tímabundinn eignarskatt með háu fríeignarmarki og tiltölulega mikið hærri skattprósentu en áður hafði þekkst í eignaskatttöku á Íslandi. Var þetta gert til að rétta af þann halla sem ríkissjóður stóð frammi fyrir. Það þótti sanngjörn ráðstöfun að einstaklingar sem safnað höfðu slíkum eignum í aðdraganda hrunsins þyrftu að bera aukna skattbyrði í kjölfar þess.

Sama hve sérstök staða kann að vera landinu mega lögin þó aldrei brjóta í bága við stjórnarskrá, enda er hún rétthærri almennum lögum. Þetta gildir einnig um skattlagningu. Í 72. grein stjórnarskrárinnar er vikið að því að eignarrétturinn sé friðhelgur og í 65. grein er kveðið á um skyldu löggjafans til að gæta jafnræðis við lagasetningu. Hér mætti því velta upp hvort vegið hafi verið að þessum mannréttindaákvæðum stjórnarskrárinnar með þessari tilteknu skattlagningu. Hæstiréttur féllst ekki á þann málatilbúnað í máli Guðrúnar Helgu Lárusdóttur gegn íslenska ríkinu númer 726/2013.

Bent var á að þó svo að skattlagningin hafi snert tiltölulega fámennan hóp hafi sú aðgreining ekki verið ómálefnaleg enda var miðað við eignir einstaklinga og andlag skattlagningar voru einmitt sömu eignir. Skattlagning er viðurkennd takmörkun á eignarréttinum og hefur löggjafanum verið játað rúmt svigrúm til skattlagningar, enda helsta tekjulind ríkissjóðs.

Einnig var talið að fríeignarmörkin væru svo há að skattlagningin yrði ekki til þess að tekjur þeirra rýrnuðu svo umtalsvert að um einhverskonar eignaupptöku væri að ræða í skilningi 72. gr. stjórnarskrárinnar.

Þar að auki áréttaði hæstiréttur sérstaklega að hér væri um tímabundnar ráðstafanir að ræða sem ætluð voru sem viðbrögð við þeirri einstöku stöðu sem ríkissjóður stóð frammi fyrir. Því væri réttmætt að „játa[...] [Alþingi] verulegu svigrúmi til ákveða þau sjónarmið sem búa að baki skattlagningu“.

Heimildir:

Mynd:...