Hver eru rökin fyrir því að auðlegðarskatturinn var dæmdur löglegur þrátt fyrir grein 65. og 72. í stjórnarskrá? Hvernig er það löglegt að skattleggja fólk sem er með engar tekjur?Svonefndur auðlegðarskattur var lagður á í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Álag á ríkissjóð var mikið á þessum tíma enda varð stórfellt efnahagstjón af bankahruninu. Halli ríkissjóðs nam um 180 milljörðum króna sem var einstæður vandi í ríkisfjármálum. Alþingi fer eitt með skattlagningarvald samkvæmt 40. og 77. greinum stjórnaskrárinnar, en þær kveða á um að engan skatt megi leggja á né afnema nema samkvæmt lögum. Auðlegðarskatturinn var eignarskattur sem kvað á um að einstaklingar sem áttu skuldlausa eign að lágmarksverðmæti 90 milljónir, eða 120 milljónir ef eigendurnir voru hjón, skyldu greiða tiltekna prósentu eignarinnar til ríkissjóðs árin 2009 til 2013. Árið 2009 féllu um 1.400 hjón í seinni flokkinn, það er áttu hreina eign yfir 120 milljónum. Samanlagðar eignir allra þessara hjóna voru um 208 milljarðar. Þessi fjórtánhundruð hjón voru um 2,2% hjóna á Íslandi en áttu um fjórðung hreinnar eignar í landinu.
- Dómur Hæstaréttar í máli 726/2013. (Sótt 31.05.2022).
- Fyrirlestur Bjargar Thorarensen 5. apríl 2019 um Jafnræðisregluna, 65. gr. stjórnarskrárinnar. (Sótt 31.05.2022).
- Lög um tekjuskatt nr. 90/2003. (Sótt 31.05.2022).
- Lög um tekjuöflun ríkisins nr. 128/2009 (breyting ýmissa laga, auknar tekjur ríkissjóðs). (Sótt 31.05.2022).
- PxHere. (Sótt 31.05.2022).