Leit á vefnum
Niðurstöður leitar - 55 svör fundust
Er alheimurinn bara eitt sólkerfi eða út um allt?
Alheimurinn er allt sem er til, allt sem hefur verið til og allt sem mun vera til.Þannig orðaði bandaríski stjörnufræðingurinn Carl Sagan það. Sólkerfi er aðeins agnarsmár hluti af vetrarbraut sem er einnig agnarsmár hluti af öllum alheiminum. Alheimurinn er allt. Alheimurinn er svo stór að lítið vit væri í...
Hver var þáttur Steingríms Jónssonar í rafmagnssögu Íslands?
Segja má að Steingrímur Jónsson sé „stóri maðurinn“ í rafvæðingarsögu Íslands á tuttugustu öld. Hann kom til sögunnar um það leyti sem Íslendingar voru að stíga sín fyrstu meiri háttar skref við virkjun náttúruaflanna, vatnsorkunnar og jarðvarmans, en undir hans forystu voru stigin risaskref sem miðuðu að því að k...
Hvaða ár var byrjað að bólusetja börn gegn mislingum, það er mikið verið að spá í það á mínum vinnustað?
Spurning Fjólu hljóðaði svona: Góðan dag! Börnin mín eru fædd á árunum 1963 - 1970. Man ekki hvort þau fengu mislingasprautur en fór með þau í allar sprautur sem þá voru tiltækar. Var sprautað gegn mislingum á þessum árum? Hjá Embætti landlæknis kemur þetta fram um almennar bólusetningar gegn mislingum á Ís...
Var Suðurland einhvern tímann neðansjávar?
Í heild hljóðaði spurningin svona:Var Suðurlandið einhvern tímann neðansjávar? Hvenær? Þegar ég keyri Suðurlandið og sé staði eins og Dyrhólaey og þessa klikkuðu kletta sé ég fyrir mér að ég sé að keyra á landi sem hefur verið neðansjávar. Er það bull í mér? Sannlega var Suðurland undir sjó um tíma. Fyrstur til...
Eru til margar gerðir skýja?
Hér er einnig svarað spurningunni: Úr hvaða skýjum rignir og úr hverjum rignir ekki? Vatn er alls staðar í andrúmsloftinu í kringum okkur en í mismiklu magni. Oftast er það á formi ósýnilegrar gufu en stundum sem ský. Skýin myndast þegar loft kólnar en það gerist oft þegar loftið þrýstist upp. Ský geta einnig my...
Hverjar eru allar tegundir naggrísa?
Það hefur lengi verið ágreiningur meðal dýra- og flokkunarfræðinga um hvernig eigi að flokka naggrísi. Almennt ríkir sátt um að naggrísir séu flokkaðir í naggrísaætt (Caviidae) og því næst í tvær undirættir, eiginlega naggrísi (Caviinae) og mörur (Dolichotinae). Eiginlegir naggrísir greinast síðan í 4 ættkvíslir,...
Hvernig ber að fara með persónulegar upplýsingar um börn í leik- og grunnskóla?
Upphafleg spurning var á þessa leið: Hvernig ber að fara með og varðveita persónulegar upplýsingar um börn í leik- og grunnskóla? Má veita upplýsingar um börn (ólögráða einstaklinga) án vitneskju foreldra eða forráðamanna (t.d. milli skólastiga, til félagsmálayfirvalda, til ættingja eða utanaðkomandi sérfráðinga)...
Af hverju er kívífuglinn í útrýmingarhættu?
Í þéttum skógum Nýja-Sjálands, sem sluppu við við ágang og eyðileggingu landnema, hefur einum alsérstæðasta núlifandi fugli í fánu jarðar tekist að halda velli. Þessi heimkynni hans eru nú sem betur fer vernduð með viðamiklu og öflugu neti þjóðgarða. Hér er um að ræða kíví eða kívífuglinn, sem frekar ætti að ta...
Hvenær koma vélmenni sem geta hjálpað fólki?
Margskonar vélmenni hafa verið þróuð til að sinna hlutverkum eins og að sjá um eldra fólk, aðstoða verkamenn við byggingarvinnu eða sækja djús í ísskápinn — en þau búa þó flest enn á rannsóknarstofum. „Svarið er því að vélmenni sem hjálpa fólki eru nú þegar til, en þau hafa fæst verið tekin í almenna notkun. Un...
Hvaða trúarbrögð, sem eru stunduð enn þann dag í dag, eru elst?
Hér verður einnig svarað spurningunni: Hver algengustu trúarbragða nútímans eru elst? Verður sagt frá þeim trúarbrögðum sem flestir aðhyllast í heiminum í dag, kristni, íslam, hindúisma og búddisma. Auk þess verður fjallað um gyðingdóm sem fellur ekki í flokk útbreiddustu trúarbragða nú á tímum en sem er engu að s...
Hafa óvenjumargir stórir jarðskjálftar orðið undanfarið ár?
Langflestir skjálftar í heiminum stafa af flekahreyfingum og verða á svæðum þar sem spenna safnast í jarðskorpunni á eða nálægt flekaskilum. Stærstir verða skjálftarnir á þeirri gerð flekaskila þar sem samrek á sér stað. Skjálftar eru minni og fátíðari á hjáreksbeltum, og sýnu minnstir á fráreksbeltum. Hraði fleka...
Hvað eru þurr augu?
Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að um það bil 15.000 Íslendingar þjáist af þurrum augum. Við þennan sjúkdóm framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki rétt samansett og gufa upp of fljótt. Algengasta einkenni þurra augna er eins konar aðskotahlutstilfinning í augum. Hún er ofta...
Getur þú frætt mig um flóðhesta?
Núlifandi flóðhestum er skipt í tvær tegundir, eiginlegan flóðhest (Hippopotamus amphibius) og dvergflóðhest (Choeropsis liberiensis). Stærðarmunurinn á þessum tegundum er mikill, eiginlegir flóðhestar eru meðal alstærstu landspendýra og geta orðið allt að 3,6 tonn að þyngd en dvergflóðhestar vega aðeins um 250 kg...
Hvað getur þú sagt mér um Karlsvagninn?
Karlsvagninn er hluti af stjörnumerkinu Stórabirni og er þekktasta samstirnið sem sést frá Íslandi. Hugtakið samstirni er notað yfir mynstur á himninum sem eru ekki sjálfstæð stjörnumerki. Önnur þekkt samstirni eru Sjöstirnið og Sumarþríhyrningurinn. Raunar minnir Karlsvagninn frekar á pott heldur en vagn Karl...
Hvers vegna eru bara tveir stjórnmálaflokkar í Bandaríkjunum?
Í Bandaríkjunum er svokallað tveggja flokka kerfi (e. two party system) þar sem tveir stórir flokkar bera höfuð og herðar yfir aðra flokka og skipta með sér völdum á öllum stigum stjórnkerfisins. Flokkarnir skiptast þá á að vera í meirihluta og minnihluta en aðrir flokkar komast lítið sem ekkert að. Í Bandaríkjunu...